Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
Beinum allri orku okkar
gegn brezka ofureflinu
Ræða Þórarins Þórarinssonar í útvarpsumræðunum síðastliðið fimmtudagskvöld
Innrós brezka
flotans
Mér finnst það hafi komið of lit-
ið fram i þessum umræðum, að
islenzka þjóðin stendur nú i örð-
ugri sporum en sennilega nokkru
sinni fyrr á þessari öld. Það þarf
ekki að lýsa þvi, að afkoma Is-
lendinga byggist á fiskveiðum, og
þá fyrst og fremst þorskveiðum.
Nú er þorskstofninn verr kominn
en hann hefur sennilega nokkru
sinni verið. Afkomumöguleikar
islenzku þjóðarinnar standa þvi
völtum fótum um þessar mundir.
Undir þessum erfiðu kringum-
stæðum hefur það gerzt, að
brezkur herfloti hefur gert innrás
á islenzk fiskimið og hyggst með
ofbeldi að tryggja veiðiþjófnað
brezkra togara, sem gæti orðið
allt að 100 þús. smál. af þorski á
ári eða meira. Takistþetta áform
væri unnin sú eyðing á islenzka
þors>stofninum, er seint mun
fást bætt. Það er gegn þessum vá-
gesti, sem þjóðin þarf að samein-
ast, og beita þeim ráðum, sem
helzt geta komið að gagni.
Engar samkomu-
lagshorfur
Allt bendir til, að átökin við
brezka innrásarflotann geti orðið
hörð og löng. Þannig má benda á,
að miklu meira ber nú á milli i
byrjun þorskastriðs en i hinum
fyrri þorskastriðum. Þegar inn-
rás flotans hófst 1973 hafði brezka
stjómin lækkaðrkröfu sina i 145
þús. smál. en vinstri stjórnin
hafði boðið 117 þús. smál. Nú
krefjast Bretar 110 þús. smálesta,
en islenzka rikisstjórnin hefur
boðið 65 þús. smál., en það tilboð
gildir að sjálfsögðu ekki eftir inn-
rás Breta. Þannig ber miklu
meira á milli nú en 1973. Horfur á
samkomulagi eru i rauninni eng-
ar og bendir þvi allt til, að þetta
nýja þorskastrið verði bæði miklu
lengra og harðara en hin fyrri.
Öruggari vernd
fiskistofna
Það er undir þessum óvenju-
legu kringumstæðum, sem tillaga
sú er flutt, sem hér er til umræðu.
Þótt það samkomulag við Vest-
ur-Þjóðverja, sem felst i tillög-
unni, hafi ýmsa kosti, er það eng-
an veginn gallalaust, og ég efast
um, að það hefði verið samþykkt
hér á Alþingi undir venjulegum
kringumstæðum. Astæðurnar til
þess, að samkomulagið mun
hljóta hér yfirgnæfandi stuðning,
eru að minum dómi einkum tvær:
Önnur er sú, að vegna þorska-
striðs, sem var fyrirsjáanlegt og
er nú skollið á, er liklegt, að það
tryggi fiskstofnunum meiri
vernd,aðsemja viðÞjóðverja um
60 þús. smál., en að eiga á hættu,
að þeir veiði hér 90 þús. smál.,
eins og þeir gerðu 1973, þegar við
áttum i þorskastriði við Breta og
urðum að beina mestri orku okk-
ar gegn þeim. Hin ástæðan er sú,
að við teljum þetta tryggja okkur
bættan grundvöll til að heyja
þorskastriðið við Breta, því að
eftir að þessi samningur hefur
verið geröur getum við einbeitt
okkur gegn þeim. Við getum beint
allri getu varðskipanna til að
verja þorskamiðin fyrir Bretum.
Þetta er það, sem nú skiptir
mestu. Framtið þjóðarinnar
byggist á þvi, að okkur takist
þetta.
Vilja þeir gefa
30 þús. smó-
lestum meira?
Stjórnarandstæðingar hafa beitt
furðulega ósvifnum áróðri i
þessum umræðum. Eitt helzta
áróðursefni þeirra er t.d., að með
þessum samningi séum við að
gefa útlendingum svo og svo mik-
inn fisk. Af ummælum þeirra
mætti helzthalda, að Islendingar
gætu óáreittir sótt fiskimiðin við
landið, ef þessi samningur væri
ekki gerður. Þegar stjórnarand-
stæðingar tala þannig, láta þeir
alveg eins og þeir viti ekki neitt
um, að þorskastrið er skollið á.
Þeir látast ekki sjá brezku her-
skipin! Þeir loka augunum alveg
fyrir þeirri staðreynd, að Þjóð-
verjar veiddu rúmlega 90 þús.
smál. árið 1973 undir slikum
kringumstæðum. Að sjálfsögðu er
ekki hægt að sanna, hvað þeir
myndu veiða nú undir svipuðum
kringumstæðum. Hér höfum við
ekki annað til að byggja á en
reynsluna. Reynslan sýnir
ótvirætt, að með þessum samn-
ingi erum við að tryggja fisk-
stofnunum aukna vernd en ekki
hið gagnstæða. Þvi má með viss-
um rétti segja, að stjórnarand-
stæðingar vilji gefa Þjóðverjum
30 þús. smálestum meira af fiski
en samningurinn gerir ráð fyrir.
Hættulegur
áróður
Þá hafa flestir stjórarandstæð-
ingar hampað þeirri fullyrðingu,
að samningur þessi sé undirbún-
ingur að þvi, að rikisstjórnin ætli
að vera búin að semja við Breta
innan fimm mánaða. Slikt er
hreinn tilbúningur og ekki á
minnstu rökum reistur. Þessi
áróður er ekki aðeins ósannur,
heldur hættulegur. Af þessum
fullyrðingum gætu Bretar dregið
alveg rangar ályktanir um af-
stöðu íslendinga og gerzt óbil-
gjarnari i trausti þess, að þá verði
látið undan. Þessi áróður stjórn-
arandstæðinga gæti vel hafthinar
alvarlegustu afleiðingar.
Tekið undir með
Hattersley
Þá hafa sumir stjórnarand-
stæðingar tekið undir þær fullyrð-
ingar Hattersleys, að þýzka sam-
komulagið skapi fordæmi fyrir
þvi, að tslendingar semji við
Breta um allt að 95 þús. smál.
Þetta er algerlega rangt. Sam-
komulagið við Þjóðverja er byggt
á þvi, að þorskafli þeirra er skor-
inn niður um 75%, en annar afli
um 40-50%, þ-egar miðað er við
meðalafla þeirra á íslandsmiðum
siðustu árin fyrir útfærsluna 1973.
Ef fylgt væri sömu reglu i samn-
ingunum við Breta, ættu þeir að
fáum 50 þús. smál., þar af 40þús.
smál. af þorski. Þýzka samkomu-
lagið er þvi ekki fordæmi um neitt
það, sem Bretar myndu telja við-
unandi.
Mikilvæg
viðurkenning
Þá hafa sumir stjórnarand-
stæðingar reynt að gera litið úr
þeirri viðurkenningu, sem fælist i
samkomulaginu. í samkomu-
laginu felst þó sú mikilvæga
viðurkenning, að þýzk
verksmiðjuskip og frystitogarar
munu virða 200 milna mörkin.
Þetta er stórfellt spor i þá átt, að
fá fulla viðurkenningu annarra
þjóða á 200 rhilna mörkunum.
Varla var að vænta, að Þjóðverj-
ar stigu stærra skref á þessu stigi
eða á meðan hafréttarráðstefn-
unni er óiokið.
Gerðardóms-
hættan
Loks gera stjórnarandstæðing-
ar litið úr þeim ávinningi, sem
það getur haft á hafréttarráð-
stefnunni, ef okkur tekst að semja
við Vestur-Þjóðverja og fleiri
þjóðir á skaplegan hátt. Það má
telja nokkurn veginn vist, að 200
milna mörkin verða samþykkt, ef
árangur næst á ráðstefnunni á
annað borð. En jafnframt verður
lögð mikið áherzla á að fá ákvæði
um gerðardóm inni i væntanleg
hafréttarlög, en það gæti þýtt, ef
t.d. strandriki ákvæði hámarks-
afla innan fiskveiðilögsögu sinnar
og möguleika sina til að hagnýta
hann, að þeirri ákvörðun þess
yrði skotið til gerðardóms, ef þess
væri óskað af öðrum rikjum, sem
teldu umrætt strandriki vannýta
fiskstofnana, en á alþjóðlegum
vettvangi er vannýting fiskstofna
talin jafn fordæmanleg og ofnýt-
ing þeirra. Islendingar hafa af
augljósum ástæðum reynt að
koma i veg fyrir, að hugsanleg
gerðardómsákvæði næðu til fisk-
veiðilögsögunnar. Ef málin stæðu
þannig á hafréttarráðstefnunni
næsta vor, að Islendingar ættu
ósamið við öll riki, sem sótt hafa
um veiðiheimildir innan 200
milna markanna gæti það þótt
sönnun þess að hér þyrfti einhver
þriðji aðili að koma til sögu, er
hefði úrskurðarvald um þessi
mál.
Annars væri hætta á stöðugum
deilum. Þótt erfitt sé að spá um
framvindu þessara mála, virðist
mér það skapa okkur sterkari að-
stöðu á þessum vettvangi, ef við
höfum samið við þau riki, sem
þykja hafa sýnt sanngirni. Ég álit
að okkur verði þá lika auðveldara
að sýna fram á hina íurðulegu ó-
bilgirni Breta.
Beinum öllum
kröftum gegn
Bretum
En fyrst og siðast er það þó
aðalatriði þessa máls að við
eigum i þorskastriði við Breta — i
örlagarfkasta þorskastriðinu,
sem við höfum háð við þá, og
sennilega einnig þvi harðasta og
lengsta. Ef við eigum að hafa von
um að geta hindrað þá eyðilegg-
ingu þorskstofnsins, sem stefnter
að með innrás Breta, verðum við
að geta beiht öllum mætti land-
helgisgæzlunnar gegn þeim. Þess
vegna er það ákaflega þýðingar-
mikið að eiga ekki samtimis i
styrjöld við aðra. Þetta hafa
stjórnarandstæðingar ekki viljað
skilja hingað til og látið eins og
við hefðum bolmagn til að berjast
við alla i senn. Ósennilegt er að
þetta sé sprottið af algeru van-
mati á getu okkar og annarra,
heldur sé hér meira um að ræða
viðleitni til að tortryggja rikis-
stjórnina og gera henni erfitt
fyrir. En þessu máli á að halda
ofar flokkadeilum. í þessu máli
verður það sjónarmið eitt að ráða
að stefna að fullum sigri i átökun-
um við Breta, en það mark getur
þvi aðeins náðst, að þjóðin standi
saman og að hún geti beint öllum
kröftum sinum gegn Bretum, en
eyði ekki orkunni i baráttu við
marga aðra samtimis. Annað er
vegurinn til ósigurs. Það er von
min, að stjórnarandstæðingar
eigi eftir að gera sér þetta ljóst,
og að full þjóðareining geti skap-
azt um þá stefnu, að við eigum að
einbeita kröftunum gegn Bretum.
Aðeins á þann hátt getur þjóðin
vænzt sigurs i þvi striði, er ef til
vill er það örlagarikasta, er hún
hefur nokkru sinni háð. Stöndum
einhuga saman íslendingar og
beinum allri orku okkar gegn
hinu brezka ofurefli.
Mynd þessi er frá þingfundinum, þcgar atkvæði voru greidd um samkomuiagið viö Vestur-Þjóðverja.