Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Það skiptir meginmdli að ekki verði um verulegar kauphækkanir að ræða — segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri í viðtali við Tímann um herta framkvæmd verðstöðvunarlaganna •ooooooooooœoooooooooooo • SKIÐA SKIÐA- jakkar SKÍÐA- buxur hanzkar SKIDA■ skór gleraugu SKIDA- SKIÐA- stafir Aldrei meira úrval Póstsendum Éportval ■ Hlemmtorgi — Sími 14390 OOOÖOOOOOOO0OOOOOOOOOOOO' FJ-Reykjavik. Viðskipta- ráðuneytið gaf nýlega út tilmæli um herta framkvæmd á verð- stöðvunarlögum næstu fjóra mánuðina. Timinn snéri sér til Georgs Ólafssonar, verðlags- stjóra, og bað hann að segja les- endum blaðsins nánar frá þessu. — Hér á landi hefur verð- stöðvun verið i gildi i einhverri mynd siðustu fimm árin, sagði verðlagsstjóri. Vegna mikilla kostnaðarhækkana, bæði er- lendra og innlendra hefur þó reynzt ógerningur að halda verðlagi stöðugu og má þvi frekar segja, að þetta timabil hafi einkennzt af verðhömlum en ekki verðstöðvun. Enda er það reynsla annarra þjóða, að verðstöðvun komi þvi aðeins að tilætluðum notum, að hún standi tiltölulega stutt i senn. Að undanförnu hefur nokkuð dregið úr hinni öru verðbólgu, sem hér hefur rikt siðustu tvö til þrjú árin og þá vöknuðu spurn- ingar um það, hvernig ætti að bregðst við i verðlagsmálum til að fylgja þessu eftir. Viðskipta- ráðherra bað mig að kanna, hvernig nýta mætti þessar að- stæður. bað varð að ráði að ég færi til Noregs til að kynna mér framkvæmd verðstöðvunar þar i landi, en okkar verðlagskerfi svipar mest til þess norska. Að lokinni þessari ferð lagði ég fram greinargerð til við- skiptaráðherra og i framhaldi af þvi gaf viðskiptaráðuneytið út tilmæli um herta framkvæmd verðstöðvunarlaga næstu fjóra mánuðina. Hver telur þú vera helztu at- riði þeirra tilmæla? — Ég vil sérstaklega vekja athygli á tvennu. í ^yrsta lagi er nú einungis heimilt að taka inn i verð vöru og þjónustu erlendar hækkanir, enda ekki á okkar valdi að hafa áhrif á þær. Og þá aðeins hækkanir eftir 20. nóv- ember. 1 öðru lagi er ætlast til þess að engar breytingar verði á verö- lagningu vöru og þjónustu hins opinbera. Og á þetta er lögð rik áherzla. En eigi þessi skammtima verðstöðvun að bera tilætlaðan árangur, er nauðsynlegt að gera aðrar ráðstafanir, sem miða að þvi að halda verðlagi niðri. Ilvaða ráðstafanir koma þar til greina? — Mér eru þar efst i huga væntanlegir kjarasamningar um eða upp úr áramótunum. Það skiptir meginmáli að ekki verði um verulegar kauphækk- anir að ræða, þvi slikt myndi að- eins bjóða upp á nýja koll- steypu. Það er nauðsynlegt að menn ihugi, að til eru fleiri kjarabæt- ur, en beinar launahækkanir og svo verður að tryggja það, að fyrirtæki geti á einhvern hátt mætt einhverri kauphækkun, til dæmis með vaxtalækkun þeim til handa. Verður vcrðlagseftirlit hert? — Vegna þessara tilmæla um herta framkvæmd verðstöðvun- arlaganna og eins vegna þess að nú fer i hönd mesta verzlunartið Georg Ólafsson verðlagsstjóri ársins, höfum við gert ráðstaf- anir til að herða verðlagseftir- litið. Við höfum gefið út fyrirmæli til fyrirtækja og verzlana um það, að þeim sé skylt að hafa frammi öll gögn um verðlagn- ingu vöru og þjónustu svo eftir- litsmenn geti fyrirvaralaust sannreynt réttmæti verðlagn- ingarinnar. Þá munum við áfram ganga eftir verðmerk- ingum og við höfum fengið heimild til að ráða þrjá, fjóra eftirlitsmenn til skamms tima. Er almenningur virkt afl i verðlagseftirlitinu? — Það hefur farið vaxandi að undanförnu, að almenningur leiti til okkar með fyrirspurnir og ábendingar. Ég held, að verðmerkingarnar hafi þarna mikið að segja og svo hitt, að þegar að þrengist, þá hugleiðir fólk þessi mál betur. Þú sagðir áðan, að það væri reynsla annarra þjóða, að verð- stöðvun næði þvi aðeins tilgangi sinum að hún stæði stutt hverju sinni. Telur þú þá, að okkur hcfði farnast betur með þvi að skipta verðstöðvunartimabilum niður i stað þess að hafa eina samfellda verðstöðvun eða verðhömlun? — Ég tel tvimælalaust rétt- ara að hafa fleiri stutt verð- stöðvunarskeið en eitt langt. En nú heyrist þvi fleygt að verðstöðvun leysi ekki vaiulann, þar sem hún skjóti aðeins verð- bólgunni á frest, en lcysi hana ekki. — Þaðer rétt, að verðstöðvun ein sér leysir ekki allan vanda. En ef samhliða henni verða gerðar aðrar nauðsynlegar ráð- stafanir, getur hún orðið veiga- mikill þáttur i þvi að draga úr verðbólgu. Þú lagðir áðan sérstaka á- herzlu á hlut þess opinbera i þessum ráðstöfunum. — Já. Það er nýtt, að nú mega ráðuneyti enga ákvörðun taka um verðhækkanir án samráðs við viðskiptaráðuneytið. Ég tel það vera mjög þýðing- armikið, að engar hækkanir verða leyfðar hjá þvi opinbera nema þær séu fyrst bornar undir einn aðila, sem hefur heildarsýn yfir málin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.