Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 33 ef þú sætir hjá, einn allra bezti skiðamaður- inn, sagði ívar. Nú ætla ég að reyna að stynja þvi upp, hugsaði Magnús, þvi næst sagði hann: — ívar ekki vildir þú lána mér skiðin þin i keppninni. Þau eru svo góð. ívar varð hálfvand- ræðalegur þegar hann sagði: — Já, en ég ætla að taka þátt i keppninni. Vissir þú ekki að ég hef látið skrifa mig niður, þó að ég sé kannski ekki eins duglegur á skiðum og þú. — Jæja, sagði Magnús, þá nær það ekki lengra. Og tal þeirra féll niður. Skömmu seinna sagði Magnús að hann þyrfti að fara heim til sin. Rjúpnaveiðin gæti beð- ið. ívar horfði á eftir hon- um, og tók nú fyrst eftir þvi, hve Magnús var dauflegur og áhyggju- fullur. Hann var lika fátæklega og illa klædd- ur i slitnum fötum af eldri bróður sinum, sem voru ólánleg og stór á honum. óskapa óheppni var þetta, hugsaði ívar, að Magnus skyldi hafa brotið skiðin sin, þó að þau hefðu ekki verið merkileg. Einhvern veginn hlýtur að vera hægt að hjálpa honum, hann verður að taka þátt i keppninni, þvi að hann er einn mesti skiðamað- urinn i skólanum. ívar stóð lengi og braut heilann um þetta vandamál, en allt i einu ljómaði andlit hans og hann kallaði upp: — Hvernig stóð á að mér datt þetta ekki fyrr i hug? Er ég fábjáni, eða var ég svona utan við mig? Vitanlega hefur Magnús verið búinn að hugsa um þetta og kom- ast að niðurstöðu, en hann hefur ekkert viljað segja, þegar ég tók svona illa i að lána hon- um skiðin min. Asni gat ég verið! Nú greip ívar skiðin sin i flýti og hélt að heiman. Litlu siðar var barið að dyrum að Bjargi. Magnús sat daufur i dálkinn við eldhúsborðið. Hann var óvenjulega þögull. Litlu börnin léku sér á eldhús- gólfinu með trékubba. Húsfreyja stóð við elda- vélina og matbjó. ívar stakk höfðinu inn i gættina og bauð gott kvöld. — Getur þú fundið mig snöggvast, Magnús? sagði hann tvar var bæði sveittur og móður, þvi að hann hafði flýtt sér svo mikið. — Hvað getur hann viljað? hugsaði Magnús. — Þú mátt ekkert fara, Magnús, kallaði mamma hans á eftir honum, maturinn er að verða tilbúinn. ívar dró Magnús út úr dyrunum og sagði: — Ég er mikið búinn að hugsa um þetta og mér datt nokkuð i hug! Þú getur fengið skiðin min til þess að keppa á, þvi að við rennum okkur ekki báðir i einu. Svo að við getum báðir notað sömu skiðin! Magnús þagði, en ívari var svo mikið niðri fyrir, aðhann tvisteig og stamaði: — Vi-viltu ekki þiggja þetta, eða hvað? Ertu reiður af þvi að ég skildi ekki hvað þú meintir áðan, Magnús? Magnús leit upp og skellihló: — Þó það nú væri að ég þægi það, sagði hann, þetta er vel gert af þér. Þetta var nú það sem ég ætlaði að biðja þig um, en komst svo klaufaíega að orði, að þú skildir mig ekki. Svo hlógu þeir báðir. ívar fór að láta á sig skiðin: — Nú verð ég að flýta mér heim, svo að ekki verði farið að undr- ast um mig. Þú mætir þá á morgun. Magnús stóð stund úti og horfði upp i stirndan himininn. Það verður áreiðanlega gott veður á morgun, og ég vona að færið haldist svona gott, hugsaði Magnús glaður. Keppnin fór fram i bezta veðri og færi og allt gekk eins og bezt varð á kosið. Fullorðna fólkið var alveg stein- hissa, hvað krakkarnir voru orðin dugleg á skið- um. Sumar mæðurnar urðu smeykar, þegar þær sáu litlu skiðamenn- ina fljúga niður hliðarn- ar og skáskera þær, svo að snjóstrokurnar stóðu i háa loft. Og einnig hafði verið byggð smástökkbraut, og sum- ir drengirnir reyndu við hana og tókst vel hjá flestum. Nú voru öll börnin komin niður i skóla, þvi að það átti að vera þar hátið með súkkulaði- drykkju og kökum, og svo átti að afhenda verð- launin. Magnús og ívar fylgd- ust heim að skólanum. Þeir komu á siðustu stundu, svo að litill timi var til að tala við krakk- ana, til þess að kanna hvort þau vissu nokkuð um verðlaunaafhend- inguna, eða hverjir kæmu þar til greina. Áður en þeir fóru inn i skólann, þá nam Magnús staðar og sagði við ívar: — Ég þakka þér innilega fyrir skiða- lánið. ívar svaraði: — Ég er viss um að þú færð fyrstu verðlaun. — En þú stóðst þig líka vel, sagði Magnús, ég gæti bezt trúað, að verðlaun- in yrðu þin. — Jæja, við sjáum nú til, sagði hann svo, en þetta var nú siðasta skiðaferðin min i bráð, þvi að nú hef ég engin skiði fyrr en ég get unnið mér inn peninga, hvenær sem það verður nú. Rétt i þessu kallaði kennarinn á börnin inn i skólastofuna, sem var ljósum prýdd og fagur- lega skreytt. Skóla- nefndin var viðstödd og einnig margir af for- eldrum barnanna. Athöfnin byrjaði. Allir sungu, og börnunum fannst þetta svo hátið- legt. Kennarinn talaði til barnanna stutt ávarp um iþróttir og fleira. Síðan átti að afhenda verðlaunin. Börnin tylltu sér á tá, störðu á kennarann og biðu með óþreyju. Kennarinn leit yfir hópinn og sagði: — Magnús frá Bjargi hefur fengið fyrstu verðlaun. Hann leit á Magnús, sem roðnaði af ánægju. — Þú stóðst þig mjög vel, Magnús minn. Þú renndir þér laglega, og i stökkinu varst þú eins og fugl. Komdu nú hingað og taktu við verðlaunun- um þinum, sagði kennarinn brosandi. Magnús gekk til hans og allir klöppuðu honum lof i lófa. — Hér færðu skiði af beztu gerð og ágæta stafi. Gerðu svo vel, Magnús, taktu við og njóttu vel. Magnús þrýsti skiðunum upp að sér. Hann brosti og hneigði sig, en trúði þvi varla að hann ætti þessi forláta skiði. Hann gekk beint til ívars, vinar sins til að sýna honum verð- launin. — Önnur verðlaunin hlaut ívar frá Ási, sagði kennarinn þá. — Nú getum við þó farið saman i skiðaferð- ir, hvislaði Magnús að ívari rétt i þvi, að ívar vatt sér inn að kennara- borðinu til að taka á móti sinum verðlaunum, og kom i sæti sitt heldur hróðugur með fallegt leðurbelti og hníf i sliðr- um, sem hann fékk i verðlaun. Þeir litu ánægðir hvor á annan, vinirnir. Farseóill, semvekurfögnuó erlendis í desember bjóöum viö sérstök jóla- fargjöld frá útlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri en venjulega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á að farseðill heim til (slands er kærkomin gjöf. Slikur farseöill vekur sannarlega fögnuö. FWCFÉLAC LOFTLEiniR /SLA\DS Félög með fastar áætlunarferðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.