Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur liO. nóvember 1975.
TÍMINN
27
KVIKMYNDIR — KVIKAAYNDIR
Sungin, sögð
og leikin
Saga meistarans frá Nasaret
The Gospel Road
Leikstjórn: Robert Elfstrom
Abalhlutverk: Robert Elfstrom
Kvikmyndahandrit: Johnny Cash
og Larry Murray.
Innan skamms mun Nýja Bió i
Reykjavik taka til sýningar
kvikmyndina „The Gospel
Road”, sem framleidd er af þeim
hjónum June og Johnny Cash.
Kvikmynd þessi er frásögn af
lifi Jesú Krists, sögð i bundnu og
óbundnu máli og leikin þar sem
þurfa þykir.
Myndin er tekin i Israel, siðari
hluta ársins 1971 byggð á frásögn-
um guðspjallana, en óháð
skýringum annarra en Johnny
Cash sjálfs.
Það eitt að sjá og heyra skilning
manns.sem sjálfurhefur reynt
og upplifað trúaruppljómun, á lifi
meistarans frá Nasaret, hlýtur að
vera kvöldstundar virði. Johnny
Cash hefur á æviferli sinum
komist niður I neðstu lög mann-
lifsins, en náð sér upp á ný, meðal
annars með hjálp trúarinnar og
þvi hlýtur myndin að bæta
nokkru við lif allra þeirra sem
hana sjá.
Auk þeirra hjóna June og
Johnny Cash, á Robert Elfstrom
mikinn þátt i gerð myndarinnar,
en hann leikur aðalhlutverk
hennar, leikstýrir henni og
stjórnar kvikmyndun.
Lögin i myndinni eru sungin af
Johnny Cash, Kris Kritofersson,
June Carter Cash og Don Reid.
Persónulegt bréf
Með kvikmyndinni hefur
Johnny Cash sent frá sér per-
sónulegt bréf til þeirra sem koma
til með að sjá hana. Liklega er
bezt að kynna myndina með köfl-
um úr þessu bréfi.
,,Ég lagði upp i júni 1971” segir
Cash I bréfi sinu, „og kynnti mér
guðspjöllin og skýringar á
Bibliunni. Ég talaði við fjölmarga
áhrifamikla kirkjunnar menn og
mikinn fjölda kvikmyndamanna,
en þegar ég fór loks til Israel i
nóvember, ákvað ég, að ef
myndin ætti að vera trúverðug,
heiðarleg og raunveruleg, eins og
ég óskaði, þá yrði ég að gera hana
á þann hátt sem mér fannst rétt-
ur, en ekki eins og einn eða annar
prestur trúði á atburði, eða eins
og þessi eða hin kirkjan kenndi
þá.
Sú hugmynd, hvernig við ættum
að segja söguna, breyttist smám
saman, þegar við hófum mynda-
tökuna.
Einhver tilfinning fyrir
lotningu náði tökum á öllum á
fyrsta degi. Allir virtust gera
sér grein fyrir þvi, að þetta væri
alvarlegt viðfangsefni og siðan
kvikmyndagerðhófst hefur aldrei
verið unnið af eins miklum
áhuga, eða starfsmenn lagt af
mörkum meiri aukavinnu.
Fyrir norðurendanum á
Galileuvatns, þar sem við tökum
atriðin með Jesú og Mariu
Magdalenu, fundum við hundruð,
ef ekki þúsundir kúlagata og
sára eftir sprengjubrot i bolum
trjánna — menjar eftir sex daga
striðið 1967.
Það hélt okkur vel að verki á
degi hverjum að sjá þessi um-
merki styrjaldar. Við hugsuðum
ÞAÐ KOSTAR AÐEINS KR. 160.400
Staðgreiðsluafsláttur eða afborgunarkjör
JIE Húsgagnadeild
HRINGBRAUT 121 • SÍMI 28-601
irn
—,—
Sófasett í háum gæðaflokki - en láum verðflokki
VARMAL-ofninn er gerður úf stálrörum og áli
og framleiddur mej5 nýtisku aðferðum, sem
tryggir gæða framleiðslu og lágt verð.
VARMAL-ofninn
hefur 3/8“ stúta,
báða á sama enda
og má snúa ofninum
og tengja til hægri
eða vinstri að vild.
ekki aðeins um þá styrjöld.
heldur allar aðrar styrjaldir i
sögunni, einkum þær fjölmörgu
þar sem mönnum hefur verið
slátrað hugsunarlaust i nafni
Guðs eða Krists. Frá upphafi
vega og gegnum aldirnar hafa
þessar svonefndu „krossferðir”
farið frami nafni Jesú. Ég fyllist
skömm, þegar ég lit yfir þetta nú,
þvi ef menn lifðu lifinu i anda
Jesú, en ekki aðeins nafni, væri
ekki um meinar blósúthellingar
að ræða.
Kvikmynd þessi er það verk
okkar um dagana, sem við erum
hreyknust af.”
Undir bréfið skrifar svo ykkar
einlægur, Johnny Cash.
NýjBIó mun væntanlega taka
myndina til sýninga um miðjan
desembermánuð og óneitanlega
verður athyglisvert að sjá kvik-
mynd, sem gerð er með annað en
gróðahyggju i huga. Að sjá og
heyra skilning raunverulega
trúaðs manns á uppruna og
upphafsmanni trúar jinnar.
Það skemmir svo engan veginn
að heyra um leið i nokkrum af á-
gætustu þjóðlagasöngvurum ver-
aldar.
H.V.
Lágkúra, Lágkúra
Laugarásbió
Einvigið mikia
Leikstjórn: Giancarlo Santi
Aðalhlutverk: Lee Van Cleef,
Alberto Dentice, Jess Hahn,
Horst Frank.
Það er út af fyrir sig at-
hyglisvert rannsóknarefni,
hversu mikið og hversu oft
kvikmyndahúsgestir á Is-
landi, sem og annars staðar i
heiminum, láta bjóða sér
sömu tugguna, i sömu umbúð-
um, afturog afturogenn á ný.
Einu sinni enn finn ég mig
knúinn til að skrifa það sama,
með sömu orðum, um sams
konar mynd — að endurtaka
sjálfan mig um endurtekning-
ar annarra.
Ein lágkúran leiðir til ann-
arrar.
Nú er svo komið, að ég er
ekki aðeins orðinn leiður á
ódýrum vestrum, ég er lika
orðinn leiöur á leiðanuffll.
Um mynd þessa er ekki
annað að segja. —HV
Atnugasemdir
við athugasemd
Enn hafa borizt athugasemdir
við athugasemdir við skrif þau
um kvikmyndaeftirlit, sem birt-
ust hér á siðunni fyrir tveim vik-
um siðan.
Vegna leiðréttingar, sem birtist
siðastliðinn sunnudag, hefur full-
trúi lögreglustjóra — sá sem
sendur var af embættinu til að sjá
kvikmyndina Emmanuelle — haft
samband við umsjónarmann sið-
unnar og hefur hann óskað eftir
að koma sinum athugasemdum á
framfæri.
Vegna þessa, annarra athuga-
semda sem borizt 'nafa, svo og af
öðrum orsökum, þykir rétt að
taka mál þetta að nýju upp og
gera þvi greinabetri skil en gert
hefur verið. Ekki verður þvi þó
við komið nú, þar sem timaskort-
ur, plássleysi og fleira sameinast
um að ýta þvi til hliðar um viku-
tima eða svo.
Er það von umsjónarmanns
siðunnar, að eigendur athuga-
semda hafi biðlund og sýni skiln-
ing á vandkvæðum þessum.
A þennan veg verður hægt að
gera málinu betri og nánari skil
en ella og þá hægt að hafa sam-
band við alla aðila þess.
Að viku liðinni þá.
— HV