Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Ónvinsæll hundur Ástralska villihundinum „Dingo”, hefur næstum verið útrýmt af ótta við að hann leggist á sauðfé Þýzki ljósmyndarinn Pete Dine undirbjó leiðangur sinn i niu mánuði. Þá flaug hann til Astra- llu og lagðist i leyni. Eftir 249 klukkutima hljóp hundur fyrir myndavélina. Dine smellti af og fór aftur heim. — Með stórfrétt: Fyrstu myndirnar, af Dingo, sem er á kanínuveiðum. 1 allri álfunni er sú spurning á döfinni árum saman, hvort Dingo-inn veiði kaninur eða ekki. Astralska rikisstjórnin setur ár- lega einn og hálfan milljarð Isl. kr. til höfuðs villihundunum og 50.000 eru drepnir árlega. Dingo-inn er nefnilega hatað- asta dýr álfunnar. En það hatur byggist aðallega á þekkingar- leysi. 1 þúsundir ára létu frum- byfiEÍar Astraliu þessi brúngulu dýr i friði, enda þekktu þeir þau vel. Hinir hvitu stórbændur og sauðfjárræktendur halda hins-, vegar að Dingo-inn sé blóðþyrstur og ráðist á hjarðirnar á nóttunni og tæti sundur i æði „30 kindur eða meira”. Raunverulega hafa flestir bændurnir aldrei séð lif- andi Dingó, þvi að þessir bannsettu hundar lifa mjög mikið út af fyrir sig. Þangað til hviti maðurinn kom til Astraliu, lifðu Dingo-arnir, sem eru félagsverur eins og flest- ir hundar, i flokkum 10 til 15 i einu. Þeir gátu af sér fjóra til fimm hvolpa á ári og skorti aldrei fæðu. Þeir veiddu aðallega rottur mýs og kengúrur, sem voru varnarlausar gegn æfðum Dingo veiðihóp. Þegar kýr og kindur voru flutt- ar inn frá Evrópu var úti um hið friðsama hundalif. Nýju bænd- urnir frá gamla. heiminum byrj- uðu á þvi að skjóta niður kengúrurnar eins og hráviði. Þessi skringilegu hoppandi poka- dýr éta nefnilega ósköpin öll af grasi. Ein kengúra gleypir i sig gras á við tiu kindur á degi hverj- um. Eftir að bændurnir höfðu skotið niður flest allar. kengúrurnar breyttu margir Dingo-ar um rétt á matseðlinum og gæddu sér nú oft á kind. Bændurnir dæmdu þá þegar I stað höfuðóvin þjóðarinn- ar og lömdu, stungu og skutu eins marga þeirra i hel og þeir gátu. En hinir slyngu hundar sömdu sig fljótt að aðstæðunum, urðu alltaf varkárari og létu að lokum varla sjá sig að degi til. Fyrir þessa hundeltu ferfætl- inga var fæðuskorturinn aftur á móti alvarlegri. Kengúrurnar sá- ust varla og svo hugaðir Dingo-ar, að þeir réðust á fjárhjarðirnar, voru undantekn- ing. Venjulegur Dingo varð að freista tilverunnar með þvi að lifa á músum, bjöllum og rottum. Björg hinna hungruðu hunda kom á öldinni sem leið, en það voru innfluttar kaninur frá Evrópu. 1 hinu þægilega loftslagi Astraliu, hinum lausa jarðvegi og án þess að hafa of marga óvini frá náttúrunnar hendi, timguðust kaninurnar heil reiðinnar ósköp. Bændunum til skelfingar grófu þær sig óstöðvandi gegnum alla álfuna óvelkomnar fyrir alla nema Dingo-ana, sem áttu hinum gómsætu innflytjendum iif sitt að launa. Kaninurnar eru orðnar plága i Astraliu og valda ómetanlegu tjóni. Búfénaðurinn drepst úr hungri á beitarlöndunum, af þvi að þessi laglegu nagdýr éta fyrst grasið frá honum, siðan naga þau ræturnar i burtu og skilja að lok- um eftir nakinn svörðinn, en hann er svo sundurgrafinn, að fjöldinn allur af kúm og kindum fótbrotna. Ástralíumenn eltast eftir sem áður við kaninuætuna Dingo. Bændur leggja gildrur, henda kjötstykkjum eitruðum með stvychin úr flugvélum og fyrir hvern dauðan hund eru veitt verðlaun sem nema milli fjögur og átta hundruð krónum. 100 ár liðu þar til farið var aö draga tilgang útrýmingarinnar i efa. 1965 fól rikisstjórnin hegðunarsérfræðingnum Laurie Corbettað rannsaka nákvæmlega til að byrja með lifnaðarhætti dýranna. Corbett, sem er 41 árs gamall rannsakaði Dingo-ana i tiu ár, i eyðimörkinni og i rannsóknastofnun sinni i Alice Springs. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Ástraliumenn yrðu að breyta hugsunarhætti sínum. Þeir hundar sem ráðast á búfjár- hjarðir, eru nær eingöngu kyn- blendingar, sem hafa heimilis- hundablóð I æðum sinum. Hreinræktaðir Dingo-ar sem aldrei hafa komizt I snertingu við Rökkuhunda úr þorpunum, yfir- gefa veiðisvæði sin i eyðimörkinni I hæsta lagi um hásumartimann, þegar fljótin eru uppþornuð. Þá ferst mikið af búsmala úr þorsta og hinn varkári Dingo tekur þá hræin fram yfir hjarðfénaðinn, sem er vaktaður. A venjulegum tlmum hinsvegar nærast villihundarnir nær ein- göngu á kaninum. Þeir eru sem sagt bezti liðsmaður bændanna i baráttunni við kaninuflóðið. Til þess að sannfæra Ástraliubúa hefur Corbett legið fyrir kaninu- dræpunni til þess að taka myndir af henni við verknaðinn. Mynd- irnar eru fyrir hendi. Bændurnir þurfa aðeins að sannfæra sig. (ÞýttMM) DENNI DÆMALAUSI Ég var svolitið lengi á leiðinni vegna þess að aumingja litla skjaldbakan elti mig heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.