Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKAAYNDIR —• Stjörnubló: Emmanuelle. Kvikmynd þessi er af mörg- um talin einhver bezta mynd Frakka til þessa og undir það viðhorf hlýtur undirritaður að taka. Kvikmynd þessi tekur til meðferðar kynllf mannsins og möguleika hans á að nota likamann til aö gera vistina á jöröinni bærilegri. Fjallað er um það, hvernig maöurinn hefur orðið hlutlaus i lifi sinu og tilveru i stað þess að taka afstöðu og vinna markvisst, liðum við sviplaus um og ger- um eins og okkur er sagt-HV KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Nýja bló: Ævintýri Meistara Jakobs Sumum verður mikið úr litlu. Aðrir hafa árangur sem erfiöi. En sumum verður litið eða jafnvel ekki neitt úr þvi, sem teljast veröur nokkuð gott vegarnesti. Myndin um meistara Jakob fjallar i fyrsta lagi ekki um meistara Jakob, nema að litlu leiti. 1 öðru lagi er hún heimsku lega öfgakennd og heimskuleg svo að I öfgar gengur. 1 þriðja lagi er hún ekki fyndin, nema ef tilvill fyrir þann, sem tekizt hefur að selja hana. — HV KAFLINN SEM VANTAR í ÞRÚGUR REIÐINNAR, ER SVARTUR Sounder Leikstjórn: Martin Ritt Aöalhlutverk: Paul Winfield, Cicely Tyson, Kevin Hooks. 1 næstu viku mun Nýja Bió taka til sýninga kvikmyndina „Sound- er”, með Cicely Tyson og Paul Winfield I aðalhlutverkum. Kvikmynd þessi, sem vakið hefur mikla athygli þar sem hún hefurverið sýnd, fjallarum lif fá- tækrar blökkumannafjölskyldu i Suðurrikjum Bandarikjanna. Saga fjölskyldunnar er I megin- atriðum hin sama og saga þús- unda, jafnvel milljóna annarra blökkumanna á krepputimum, saga kúgunar, niðurlægingar og þrenginga. Faðirinn (Paul Winfield) ber ábyrgö á afkomu konu sinnar og barna og þegar allt annaö þrýtur, bregður hann á það ráð að stela þeim til matar. „Hvit” réttvisi Bandarlkjanna dæmir hann til ársdvalar í hegningarvinnubúð- um, þar sem hann er brotinn nið- ur og beygður eftir mætti, en móðirin (Cicely Tyson) er skilin eftir með barnahópinn, án mögu- leika til að framfleyta honum. Innan þessa ramma sýnir myndin okkur brot af þeirri sögu og þeirri þróun, sem leitt hefur blökkumenn til þess að krefjast uppgjörs við hvíta kynstofninn. Sonur þeirra hjónanna (Kevin Hooks) hefur aldur til að skilja erfiðleika foreldra sinna og niður- lægingin brennir sig I huga hans. Með hjálp föður sins gerir hann sér grein fyrir, að skyldur hans liggja ekki einvörðungu I föður- garði, honum ber að leita sér menntunar og möguleika til að uppfylla skyldur sinar gagnvart svarta kynstofninum I heild. Kvikmynd þessi hlaut á slnum tima mjög góöa blaöadóma er- Móðirin (Cicely Tyson) býr son sinn til aö fara I skóla. Tyson hefur fengiö frábæra dóma fyrir leik sinn I kvikmyndinni. lendis, en I þeim sagði meðal ann- ars: „Sounder er kafli, sem vantar i „Þrúgur reiðinnar” (eftir John Steinbeck) og hefur hún til að bera sömu tign.....Cicely Tyson, sem er frábær leikkona, er val- kyrja með innri eld. Hér með leggjum viö til, að hún fái Oscars- verðlaun”. — Judith Crist i New York Magazine. „Loksins —samúðarfull og ást- rík mynd um það aö vera svartur I Amerlku. Engin bandarisk leik- kona hefur sýnt annan eins snillarleik, með fjölþættri áferð, siöan Jane Fonda lék I KLUTE.” — Jay Cocks, Time Magazine. „Þessi mynd er sjaldgæf ger- semi. Kvikmynd, sem öll fjöl- skyldan getur haft unun af.” — Ebony Magazine (helzta tlmarit. svertingja i Bandarikjunum.) „Cicely Tyson er hin eitilharöa móðir — mjög áhrifarlkt leik- listarafrek.” — Paul Zimmer- man, Newsweek En, sumsé, sýningar á kvik- myndinni hefjast I Nýja BIó i næstu viku og þá getur hver og einn dæmt fyrir sig. —HV Paul Winfield er meö þekktustu þeldökkum leikurum okkar samtiöar. Hann fer meö hlut- verk heimilisfööur, sem heldur stolti sinu, þrátt fyrir kúgun, niðuriægingu og misrétti. Feögarnir (Paul Winfield og Kevin Hooks) fylgjast meö komu lög- reglunnar. Heimilishundurinn Sounder, sem kvikmyndin ber nafn' af, skynjar spennu þeirra feðga, sem gátu ekki búizt viö neinu góöu af heimsókn lögregiunnar. Háskólabió Lögreglumaöur 373 Leikstjórn: Iioward W. Koch Aðalhlutverk: Robert Duvall, Verna Bloom, Henry Darrow, Eddie Egan, Felipe Luciano. Mynd þessi er ein af mörgum lögreglumyndum,sem að hluta til eru byggðar á sannsögulegum heimildum. „Aö hluta til” þýðir, að hún er hálfur sannleikur, kryddaður pipar og salti spenn- unnar úr baukum kvikmynda- heimsins. Kryddið var eitt sinn ferskt og snerti bragölaukana svo eftir keimdi, en nú er þaö útþynnt, of- notað og næsta bragðlitið. Að greiða toppinn Ferill lögreglumyndarinnar er ekki lengur flókinn eöa torskilinn. Þvert á móti, þvi frá upphafi til enda fylgir hann farvegi hundruða fyrri mynda og vikur í engu frá venju. Smáatriöum er að visu breytt oghnikaðlitillega til. Hinn venju- bundni kappakstur um götur stór- borgarinnar fer fram með hetjuna I strætisvagni — og hon- um stolnum — I stað tryllitækis- ins. Brottrækur lögreglumaður á sér vini og velvildarmenn, i stað þess að verjast mót kerfinu öllu og þjónum þess. „Glæpamennirn- ir” eru hugsjónamenn frá kúgaðri nýlendu, sem fá að koma boðskap slnum að og veröa jafn- vel aðnjótandi nokkurrar samúðar. Engu að siður er þess vandlega gætt að fylgja settum reglum i lögreglukvikmyndagerð, þannig aö engin 'þessara breytinga nær að hafa veruleg áhrif á myndina. Þær hafa sama tilgang og hár- greiðsla, sem felst i þvi einu að renna greiðu niður um toppinn. Spenna eða spenna ekki: Eddie Rayan er vikið úr starfi við morðdeild lögreglunnar i New York, vegna gruns um kynþátta- hatur. Eins og eðlilegt og nauðsynlegt er, sinnir hann ekki brottvikning- unni, heldur gegnir störfum sln- um áfram á eigin spýtur. Það er enda eins gott, þvi án þess hefö- um við ekki haft tækifæri til að kvikmynda ævintýri hans. Aður en varir hefur Eddie flækzt inn I morðmál, með vopna- smygli til bragðauka og er kom- inn á kaf i undirheimalýð borgar- innar. Margar þrautreyndar og áður árangursrikar aðferðir eru notað- ar til að skapa spennu I myndinni, meðal annars eltingaleikur á bæði fótum og hjólum, umsátur, dularfull manndráp og fleira, en án verulegs árangurs, þvl spenn- an verður aldrei meiri en svo að liggur við leiða. Eitt er það þó... Eitt er það þó, sem gefur mynd þessari gildi fram yfir flestar aðrar sömu tegundar og eru það tilraunir til þess að grafast fyrir um þjóðfélagslegar rætur af- brota. York hafi konur framfæri sitt af sölu líkama sins. Það eru ekki ný sannindi, að þessar sömu konur, sem m'illjónir annarra, hafi gerzt þrælar fikniefna og eiturlyfja. Það er ekki heldur nýtt að inn- flytjendur frá Puerto Rico, og víðar, geti vart fætt sig og klætt i borgum Bandarlkjanna, án þess að hafa tekjur af afbrotum. Hitt er okkur aftur nýtt, að sjá lögreglukvikmynd, þar sem reynt er, af veikum mætti, en þó reynt, að kanna orsakir þessa ástands. „Við vildum ekki flytjast hing- að”, segir einn forystumaður inn- flytjendanna i myndinni, „við vorum neydd til þess.” Þessi setning leiðir huga áhorfandansóneitanlega út á aðr- ar brautir og i önnur skúmaskot en kvikmyndin skyggnist fyrst og fremst um, og hún, sem fleira i sömu veru, vekur spurningar. Ein þessara spurninga er vakin af aðstæðum þeim, sem innflytj- endur eru sýndir i. Þeir lifa og hrærast i hverfum og húsnæði, sem við myndum tæpast telja hundum sæmandi, hvað þá fólki. Þangað flúði fólkið enn verri að- stæður og enn vonlausara lif. Sú spurning hlýtur þvl að vakna, hvað Bandaríki Norður-Ameriku hafi gert Puerto Rico og ibúum hennar. Sú spurning er ekki falin i myndinni sem sllkri, en vegna hennar og annarra tilrauna i myndinni til að sýna skynsemi áhorfandans virðingu, fær hún þó nokkur meðmæli. Ekki ein þeirra beztu, og sem lögreglukvikmynd ekki i sér- flokki, en engu að siður ein af þeim skárri. — HV Það er okkur ekki nýtt, að IN ew EKKI NÓG, EN ÞÓ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.