Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 30. nóvember 1975. TÍMINN 31 GUNNAR ÞóRÐARSON...meö góöa sólóplötu Roger Daltrey/Rick Wakeman • Lisztomania. SP-4546-A&M/F ACO. Það er ég viss um, að ef tónskáldið Liszt hefur heyrt þessa plötu, þar sem hann dvelur núna, hefur hann reynt að snúa sér við nokkrum sinn- um og látið sem hann heyröi ekki hvað verið væri að gera við tónlist hans. En siöan liklega gengið aftur i næsta apóteki og náð sér i eyrnatappa. Svo hroðalega er hér að verki verið. Rick Wakeman hefur tekizt að þurrka út allan sjarma, sem er yfir tónlist Franz Liszt. Búið er að klina texta við meirihluta laganna, og eru þeir svo væmnir, að ekki tekur nokkru tali. Hins vegar hef ég aldrei orðið var við væmni I upprunalegri útgáfu verkanna. Þarna er t.d. hinu fallega Liebestraume nauðgað á hinn hroðalegasta hátt, og það ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Þar er og hið stórkostlega Funerailles, sem Liszt samdi áriö 1849 er hann haföi misst fjóra vini sina með stuttu millibili, þ.á.m. Chopin. Þetta verk er svo gjörsamlega eyöi- lagt, aö mann langar til að öskra af reiði. Ein Ungversk rapsódia er og firrt öllum sinum slavnesku áhrifum. Svona gæti HUÓAAPLÖTUDOMAR NÚ-TÍMANS ★ ★ ★ ★ Gunnar Þórðarson—Gunnar Þórðarson. Hljómar útgáfa 1975—014. Gunnar Þórðarson hefur verið einn aösópsmesti poppari sem við höfum átt. Hann er meö beztu gitarleikurum okkar og afkastamikill lagasmiður, og hafa mörg laga hans náð mikl- um vinsældum gegnum árin. Hann var i fynstu alvöru bitla- hljómsveit okkar, Hljómum, sem gerði allt vitlaust hérna fyrir um það bil 11-12 árum og það Hljómaæði, sem greip um sig hér, var með endemum. Nú eru Hljómar löngu liðnir og Gunnar búinn aö afla sér mik- illar reynslu og þekkingar gegn- um árin með ýmsum mönnum og hljómsveitum. Það var þvi mikið gleðiefni, er Gunnar sigldi til Englands til að gera loksins sina fyrstu sólóplötu, en það er hlutur, sem hann hefði átt að vera búinn aö gera fyrir löngu. .Platan er nú loksins komin út og ber einfaldlega nafn hans. Hann leikur á öll hljóðfærin sjálfur, fyrir utan trommur og fiðlu. Engilbert Jensen og Rúnar Júliusson aðstoða við söng i þremur lögum, að öðru leyti sér Gunnar um allan söng, og að sjálfsögðu er allt efni frumsamið. Ekki er hægt að segja aðplatan sé frumleg. Tón- listin sem hann flytur flokkast undir hefðbundið vesturstrand- arrokk frá Los Angeles, með örlitlu Hljómaivafi þó. ég talið upp allt sem á plötunni er, hvort sem það er eftir Liszt eða Wagner, og útkoman yrði hin hroðalegast misþyrming. Ég vil þvi eindregið benda öll- um þeim, sem haft hafa hug á að fá sér plötu þessa á, að hugsa ekki frekar út i það. Ef þessi plata er einhvers virði, þá er hún örugglega ekki meira en einskis viröi. Hlið I Manitoba: Þrælgott lag, sem vinnur á við hverja hlustun. Gunnar leikur t.d. á pianó, og ekki heyrist mér annað en hann sé að pikka á banjó eða mandólin i bakgrunn. Funky Lady: Mest „funky” lag plötunnar, gott i diskót^k. Mjög góður og öruggur gitarleikur. That’s Just The Way It Is: Mikill Hljómabragur er á þessu lagi, að undanskildum Engilbert og Rúnari, sem radda með, eftir uppskrift frá Beach Boys. When Summer Comes Along: Létt og lipurt lag, þar sem Gunnar syngur af stakri prýði og tekur frábært sóló á gitar. Rainbovv: Ekki er ég alveg sáttur við þetta lag. Rólegt lag með allt of miklu undirspili, sem minnir á köflum á gauragang. Hlið II When God Steps Down: Hreinræktaður vesturstrand- arrokkari og bezta lag plötunn- ar, samkvæmt minum smekk. Berti og Rúnar aöstoða við söng, og Gunnar sýnir mikil til- þrif og smekklegheit i öllum gitarleik. Magic Moments: Ágætis lag, nema hvað áhrif Dan Fogelbergs eru full áber- andi i flutningi. Flyin’ On The Wings: Létt og melódiskt lag i dálitl- um Beach Boys stil, sérstaklega röddunin. Reykjavik: Öður til Reykjavikur. Þetta lag er svo til eingöngu spilað, nema hvað orðið Reykjavik kemur nokkrum sinnum fyrir. Fyrri hluti lagsins er rólegur, þar sem Gunnar tekur fram flautuna. í siðari hlutanum fær- ist lif i tuskurnar i formi smávegis hávaða, sem gæti ver- ið lýsing á miðbæjarhávaðan- um. Ef á heildina er litið, er hér um góða plötu aö ræöa. Aö visu fer ekki á milli mála, hvers- konar tónlist Gunnar hlustar á, en það er i lagi, þvi enginn getur ásakað hann fyrir að spila þá tónlist, sem honum þykir skemmtilegust. Allur hljóð- færaleikur hans er mjög góður, sérstaklega gitarleikurinn. Hann er laus við öll læti og átök, er léttur, lipur og tæknilegur. Það eitt að leika á svo til öll hljóðfærin sjálfur er átak út af fyrir sig. 1 söngnum gerir hann góða hluti, — ekkert öskur, -heldur afslappaður og vandaður söngur. Gunnar Þórðarson sýn- ir og sannar á þessari plötu, að hann er verðugur þess að vera fyrsti islenzki popparinn, sem fær listamannalaun. G.G AAest seldu plöturnar Vikan 21. • 27. nóvember RICK WAKEMAN.-.bregzt boga listin Walker brothers byrja á ný ÞAD SEM HVAD mest hefur koinið á óvart i poppheiminum i ár, er endurstofnun hljómsveit- arinnar WALKER BROTIIERS, on hljómsveitin hefur nú sent frá sér LP-plötuna, No Regrets. Eins og þeir Nú-timalesendur vita, scm nokkuð eru komnir til ára sinna, voru W'alker Broth- ors mjög vinsælir um miðjan siðasta áratug, en árið 1967 liætti hljómsveitin — eða fyrir átta árum! Hljómsveitin Walker Broth- ers er alveg eins skipuð nú og áður — Scott Walker, John Maus og Gary Leeds. Eftir að hljómsveitin hætti 1967 komu út sólóplötur frá þeim öllum, en vöktu litla athygli. Það var þó helzt að Scott Walker héldi hluta vinsælda sinna, en hinir gleymdust svo gott sem. — Það verður áreiðanlega fróðlegt að heyra i þeim félögum aftur eftir þessa löngu þögn. Stórar plötur: 1. Spilverk þjóðanna — Spilverk þjóðanna 2. Rock of The Westies — Elton John „ 3. Come Taste The Band — Deep Purple 4. American Graffiti — Ýmsir 5. One Of These Nights — Eagles____ 6. O'Lucky AAan — Alan Price 7. Bætiflákar— Þokkabót 8. Júdas no. 1 — Júdas 9. Gylfi Ægisson — Gylfi Ægisson 10. Bongo Fury — Zappa/Beefheart Litlar plötur: 1. Black Superman — Johnny Wakelin 2. Paloma Blanca — Jonathan King 3. Love Will Keep Us Together— Cap- tain and Tenille 4. Hotel Garbage Can — Eik 5. Þrjú tonn af sandi — Haukar / Faco hljómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PÓSTKRÖFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 sími 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.