Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30, nóvember 1975.
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
hórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfsla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500
— afgreiðslusfmi 12323 — augiýsingaslmi 19523. Verö I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
— Btaðaprenth.f;
Framleiðni
og yfirbygging
Við lifum i þjóðfélagi, þar sem sifellt er deilt og
þjarkað um kaup og kjör og togast á um álagningu
og prósentugróða i alls konar myndum. Margir eru
aðsópsmiklir i kröfum sinum á hendur samfélaginu
og telja sinn hlut stórlega fyrir borð borinn, en
aðrir, sem annarra hagsmuna hafa að gæta, tala
háðulega um þrýstihópana — suma þeirra eða alla i
einni kippu.
í rauninni þarf ekki neinn að reka upp stór augu.
Þetta eru eðlisbundin viðbrögð i viðskipta- og
neyzluþjóðfélagi, sem ekki er stjórnað með svo
harðri hendi, að þorri manna kjósi að þegja þunnu
hljóði, hver i sinu horni. Um hitt geta menn haft
sinar skoðanir, hvort herhlaup þrýstihópanna, svo
að þvi nafni sé haldið, er háskaspil eða leið til
skárra mannlifs. En þar á ekki við nein alhæfing,
heldur er slikt háð atvikum og kringumstæðum af
ýmsu tagi. Efalaust er og ómótmælanlegt, að
samtök fjölmermra vinnustétta hafa á liðnum tima
ekki aðeins búið sjálfum sér betri lifskjör en áður,
heldur einnig verið hvati margvislegra framfara á
tæknisviði og hagkvæmni i atvinnurekstri. Á hinn
bóginn eru þess lika mörg og óræk dæmi, að boginn
hefur verið hærra spenntur en hollt var og
skynsamlegt. Um þetta þarf ekki að eyða fleiri
orðum, þvi að þetta hvort tveggja má öllum liggja i
augum uppi.
Nú um skeið hafa margar blikur verið á lofti, og
svo er enn. Allir ota sinum tota, og ekki siður þeir,
sem vel hafa verið haldnir en hinir, er höllum fæti
standa. Mörgum ofbýður, að þetta gerist á timum,
þegar á móti blæs, og það hefur farið minnkandi,
sem er til raunverulegra skipta. Samt er þetta ekki
annað, er leiðir næstum af sjálfu sér: Hópar og
stéttir bitast um það, hvernig árinni verði svo fyrir
borð komið, að þeir og þeirra haldi sinu, en skakka-
föllin komi niður á öðrum. Einnig þetta er það, sem
hlýtur að gerast, þegar að kreppir, og af þvi að það
er flestra eðli, að virðast sinn réttur rikastur, er
sjaldnast til þess litið, þótt aðrir kunni að búa við
miklu skarðari hlut.
Aftur á móti kynni einhverjum að finnast það
furðu gegna að i öllu þrasinu um hlutaskiptin i þjóð-
félaginu, er sjaldan eða svo til aldrei vikið að
sumum atriðum, sem við höfum sjálf á valdi okkar
til þess að auka það, er til skiptanna er. Þess eru fá
dæmi, að stéttasamtök fjalli um það, hvernig fólk
innan þeirra geti skilað sem mestu og beztu starfi
og þjóðfélaginu sem gagnlegustu, og i öllu
þjarkinu bregður þvi tæpast fyrir, að hugleitt sé,
hversu mikilvægt er, að eitthvert skynsamlegt
hlutfall sé milli framleiðninnar annars vegar
og yfirbyggingarinnar og allra viðbygginganna við
stjórnkerfið og þjónustukerfið hins vegar.
Þegar þetta hlutfall hefur stórlega brenglazt,
leiðir þó af sjálfu sér, að minna er að deila en vera
þyrfti, auk þess sem slik brenglun er einn þeirra
þátta, sem stuðla að verðbólgu og spennu i þjóð-
félagi, sem vantar vinnuafl eins og verið hefur hér-
lendis um mörg undanfarin ár.
Enginn bóndi byggir yfir og elur fjölda hrúta,
umfram þörf búsins, og enginn skipstjóri fyllir
káeturnar af kokkum. Þess konar gamansemi yrði
búskap og útgerð ofviða. En á sama hátt hefur það
sinar afleiðingar, ef samfélagsþættir, sem ekki eru
arðgæfir, þrútna langt um þörf fram. Þeir eru sem
sé til samfélagsins vegna, og góðir innan réttra
marka, en samfélagið ekki þeirra vegna. —JH
ERLENT YFIRLIT
Víðræður um Panama-
skurðinn ganga hægt
AAikil andstaða í öldungadeildinni
Kissenger.
FYRIR meira en hálfu öðru
ári var undirritað i Panama
sameiginleg yfirlýsing stjórna
Bandarikjanna og Panama
um efni nýs samnings um
Panama-skurðinn, sem þessi
tvö riki hyggðust gera og
myndi leysa af hólmi þann
samning, sem nú er i gildi, en
Panamamenn hafa lengi unn-
ið að þvi, að fá honum breytt.
Samkvæmt þessari yfirlýs-
ingu skal hinn nýi samningur
tryggja full stjórnarfarsleg
yfirráð yfir Panamaskurðin-
um og þvi landsvæði við hann,
sem Bandarikjamenn ráða nú
og mjög hefur verið deilt um.
Siðan þessi yfirlýsing var birt,
hefur verið unnið kappsam-
lega að þvi, að forma hinn
nýja samning, en það hefur
gengið erfiðlega, þvi að
Bandarikjamenn vilja sem
minnstum völdum sleppa,
þegar til kemur. Það hefur
aukið erfiðleika Bandarikja-
stjórnar, að innan öldunga-
deildar Bandarikjaþings hafa
myndazt samtök um að hunza
allar meiriháttar breytingar á
núgildandi samningi. Þessi
samtök virðast nú orðin svo
fjölmenn, að þau geti komið i
veg fyrir nýjan samning, ef
hann fellur þeim ekki i geð, en
nýr samningur hlýtur þvi
aðeins gildi, að öldungadeildin
samþykki hann.
SAGA Panamaskurðarins er á
ýmsan hátt lærdómsrik. Það
vofu Frakkar, sem áttu hug-
myndina um skurðinn, en
fyrirætlanir þeirra og fram-
kvæmdir fóru út um þúfur
vegna fjárskorts. Þá komu
Bandarikin i spilið, og hófu
samningsgerð um skurðinn
við Columbia, en Panama var
þá fylki i Columbia. Af ýmsum
ástæðum likaði Bandarikja-
stjórn ekki að semja við
Columbia og ýtti hún þvi undir
skilnaðarhreyfingu i Panama.
Þessi hreyfing hóf uppreisn
gegn stjórn Columbia og veitti
Bandarikjastjórn henni
liðveizlu og beið Columbia þvi
lægri hlut i þessum átökum.
Theodore Roosevelt var þá
forseti og hældi hann sér siðar
af þvi, að hann hefði ákveðið
þessa ihlutun einsamall
meðan þingið hafði verið að
deila um, hvað gera skyldi. I
framhaldi af þessu var
Panama lýst sjálfstætt riki 3.
nóvember 1903 og var fyrsta
verk þess að gera samning
við Bandarikin um Panama-
skurðinn. Panamaskurðurinn
var formlega opnaður 13.
ágúst 1914.
Samkvæmt samningnum
frá 1904 fengu Bandarikin
yfirráðarétt yfir 8 milna
breiðu belti sitt hvoru megin
skurðarins og er stjórn þess að
nær öllu leyti i höndum
Bandarikjanna. í staðinn fær
Panama vissa leigu og hefur
hún verið smáhækkuð. 1
samningnum er ekki aðeins
tekið fram, að hann sé óupp-
segjanlegur, heldur að hann sé
til eilifðar. öllu ákveðnar gátu
Bandarikn ekki samningslega
tryggt yfirráöarétt sinn.
MARGAR ASTÆÐUR valda
þvi, að Panamariki hefur átt
erfitt uppdráttar. Mikill hluti
landsins er vaxinn þéttum
frumskógi og má heita aö enn
sé ekki nema helmingur þess
byggður, en það er um 29 þús.
fermilur að flatarmáli. tbúar
eru um 1.5 millj. Leigan af
skurðinum og vinna við hann
hefur verið meðal helztu
tekjuliða landsins. Stjórnarfar
hefur verið mjög óstöðugt og
byltingar tiðar. Um alllangt
skeið létu Panamabúar sér
nægja, að heimta hærri leigu
af Bandarikjamönnum, en
siðustu áratugina hefur sú
krafa mjög færzt taukana, að
Panama fái full yfirráð yfir
skurðinum. Johnson forseti
hugðist koma til móts við
þessar kröfur og tilkynnti
hann i árslok 1964 að viðræður
yrðu hafnar við Panama um
þær. Arið 1967 hafði náðst
samkomulag milli viðræðu-
nefndanna um þrjá samninga,
er skyldu leysa samninginn
frá 1904 af hólmi. Samkvæmt
þeim skyldi Panama fá full
yfirráð yfir skurðinum og
svæðum meðfram honum, en
stjórn skurðsins sjálfs skyldi
vera áfram i höndum niu
manna stjórnar, sem væri
skipuð fimm Bandarikja-
mönnum og fjórum Panama-
mönnum. Þá skyldu Banda-
rikin fá rétt til að gera nýján
fullkomnari skurð. Bandarik-
in skyldu áfram annast her-
varnir við skurðinn. Þegar til
kom vildi stjórn Panama ekki
fallast á þessa nýju samninga
og dróst þvi undirritun þeirra
til 1970. þegar stjórn Panama
lýsti endanlega yfir þvi, aö
hún myndi ekki undirrita
samningana og krafðist nýrra
viðræðna við Bandarikin um
þessi mál. Viðræður hófust
skömmu siöar, en miðaði lengi
vel litið áleiðis.
ÁRIÐ 1968 var mjög róstu-
samt i stjórnmálum Panama.
Þá fóru fram forsetakosn-
ingar. en úrslit þeirra voru
umdeild, þvi að fráfarandi
forseti var talinn hafa haft
brögð i tafli. Eftir mikið þref
og þras var frambjóðandi
stjórnarandstöðunnar. Arnulf
Arias, úrskurðaður löglega
kjörinn. en ætt hans hafði
lengi verið valdamikil i
Panama. Hann sat þó ekki
nema i 11 daga i forsetasæti.
en þá steypti herinn honum úr
stóli. Aðalleiðtogi byltingar-
innar var Omar Torrijos
Herrera hershöfðingi, sem
siðan hefur verið hinn ..sterki
maður” eða einræðisherra í
Panama. Hann hefur mjög
eindregið tekið upp kröfuna
um full yfirráð Panama yfir
skurðinum og svæðunum með-
fram honum og leitað sér
stuðnings annarra Ameriku-
rikja i þessum efnum. Yfirleitt
hafa latnesku Amerikurikin
staðið með Torrijos i þessari
deildu. Fyrir atbeina hans og
vegna stuðnings annarra
latneskra Amerikurikja var
kvaddur saraan i Panama i
marzmúnuði 1973 sérstakur
fundur i öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna. þar sem
þetta mál var tekið á dagskrá.
Þar hlaut eindreginn stuðning
ályktun. sem hvatti Bandarik-
in og Panama til að ljúka
samningum sem fyrst á þann
veg, að Panama fengi full
yfirráð yfir landi sinu. Af
fimmtán fulltrúum. sem áttu
sæti i ráðinu. greiddu þrettán
atkvæði með henni. Fulltrúi
Bretlands sat hjá. Fulltrúi
Bandarikjanna greiddi einn
atkvæði á móti, og beitti neit-
unarvaldi til að íella ájyktun-
ina. Rök hans fyrir beitingu
neitunarvaldsins voru þau, að
blærinn á ályktuninni væri
óvinveittur Bandarikjunum.
Siðan Kissinger varð utan-
rikisráðherra hefur hann
mjög beitt sér fyrir lausn
Panamamálsins og átti hann
meginþátt i þeirri yfirlýsingu.
sem sagt er frá i upphafi
greinarinnar. Kissinger hefur
siðan mætt margs konar
mótgangi. og það ekkert
siður heima fvrir. m.a. i
öldungadeildinni. eins og áður
er sagt frá.