Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Austfirðingar Stjórnunarfélag Austurlands og Stjórnunarfélag Islands gangast fyrir námsmóti í Valaskjálf. Egils- stöðum, dagana 6. og 7. desember n.k. Að af loknu mótinu verður hald- inn aðalfundur SFA. Dagskrá: LAUGARDAGUR: Kl. 14—18: Stutt námskeið í funda- tækni. Leiðbeinendur verða Ragnar S. Halldórsson formaður SFÍ og Friðrik Sophusson framkvæmda- stjóri SFÍ. SUNNUDAGUR: Kl. 10: Hvernig Davið varð Golíat. Prófessor Ölafur Ragnar Grímsson flytur erindi um stjórnkerfi ís- lenzka ríkisins 1904-1974. Kl. 12: Aðalfundur SFA. Venjuleg aðalf undarstörf. Þátttaka tilkynnist í síma 1261 (Egilsstöðum) eða 8-29-30 (Reykja- vík). SFÍ - SFA Sorpeyðing Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hug á að koma upp sameiginlegri sorpeyðingu. Ekki liggja endanlega fyrir magntölur þess sorps er eyða skal, en tveir möguleik- ar koma til greina, 9000 tonn pr. ár og 37000 tonn pr. ár. Eru innflytjendur sorpeyðingarvéla og ofna og aðrir innlendir aðilar sem áhuga hafa á framleiðslu og/eða sölu slikra tækja beðnir að senda tillögur sinar ásamt kostnaðaráætlun til undirritaðs fyrir 31. des. n.k. Nánari upplýsingar veita sveitar- og bæjarstjórar á Suðurnesjum. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, Vogagerði 2, Vogum. AUGLÝSIÐ í TÍAAANUAA SÓtun SÓLUM HJÓLBARÐA A FÓLKSBlLA, JEPPA- OG VORUBlLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík. TILUTSSEMIN KOM Á ELLEFTU STUNDU FYRSTA alþjóöalega bifreiða- sýningin var haldin i Berlin 1899. Þar voru sýndir umbyggð- ir hestvagnar, sem hafði verið breytl i bifreiðar með þvi að sleppa hestunum og setja i stað- inn mótor og setja stýri i ekils- sætið. Þjóðverjar kölluðu þetta „Motorwagen”, Amerikanar „mobe”, aðeins Frakkarnir not uðu oröið, sem siðar var notað i einhverri mynd i flestöllum tungumál. heims, automobile. Fólkið var vant hestvögnum- um og leizt þess vegna ekkert á bifreið Carl Benz, sem hafði út- búið hana með stálramma og stálteinahjólum! En þetta var ekki i fyrsta skipti, sem al- menningsálitið hefti framþróun bifreiðarinnar. Með hinni sannfærandi afsök- un, að þeir smiðuðu það sem fólkið vildi, visuðu bilaframleið- endur árum saman kröfum og athugasemdum framsýnna bilagagnrýnenda á bug. „Sveifluöxullinn” átti erfitt uppdráttar, og á milli 1920 og ’30 varhlegið yfir bjórkrúsunum að framhjóladrifi. A þeim tima leit draumabillinn þannig út: Oendanlega langt vélarhús og tvö smásæti fyrir aftan það, og ekkert pláss fyrir farangur. Eftir margar tilraunir til að framleiða bil, sem hentaði vel alþýðu manna, varð „alþýðu- vagninn” VW til. Bilakaupend- um fyrir strið fannst hann ekki aðeins grunsamlega ódýr, þeim geðjaðist ekki að honum. Hinn háhjólaði Opel P 4 var vinsælli. Eftir strið kom tilhneigingin til „drekanna”. Fallegast þótti að hafa sem mest króm, vængi að aftan, framrúðu i hálfhring og mælaborð eins og á „Music- Box”. Bilarnir voru með löng nef og löng stél, þeir litu út eins og bólguhnúðar hefðu myndazt i málminum. öryggi inni i biln- um var óþekkt. Stýrisstöngin var lifshættulegt spjót, stýri, takkar og snerlar orsökuðu hryllileg meiðsl i bilslysum. Bilarnir voru fyrst og fremst fallegir að innan, með litlum kórónum ofnum i sætin. Svo voru sett litil þök á undirvagna stórra bila og þeir seldir enn dýrar— minna pláss fyrir meiri peninga. Bilaframleiðendur voru að komast i sjálfheldu, billinn var hvorki skynsamlegur né öruggur. Þá komu slysasérfræðingar til liðs við gagnrýnendur, ásamt vaxandi umferðarþunga. Bif- reiðanotendur sáu allt i einu, að minna magn af málmi gat boðið uppá meira. Bilaframleiðendur þorðu nú að koma með nytsam- lega bila á markaðinn. Renault 4 var brautryðjandi i nýrri af- stöðu til yfirbygginga. Þó að flestum fyndist hann ljótur til að byrja með, gerði hann aftur- hurðina vinsæla, en hún hafði lækkað bila, sem höfðu hana, niður i flokk sendiferðabila i tiu ár. Siðan kom eitt af öðru, sjálf- stæð fjöðrun hjólanna, fram- hjóladrif o.fl. Prjáliö vék fyrir notagildinu, og siðast en ekki sizt örygginu. Þetta hefur gerzt á nokkrum árum. Tillitssemin kom á elleftu stundu, þegar algjört umferðar- öngþveiti vofði yfir. Nú finnst okkur bilarnir engu siður falleg- ir, þrátt fyrir að skrautlegt útlit sitji ekki lengur i fyrirrúmi, heldur notagildi og öryggi. Billinn er orðinn ómissandi i lifi okkar. Án hans væri ekki hægt að fara i ferðalag með alla fjölskylduna og fullkominn og þægilegan viðleguútbúnað, eig- in bát, eða ibúðarvagn, og allt þetta án þess að þurfa að borga einhver ósköp. Þar að auki get- ur maður breytt ferðaáætlun- inni eins oft og mann langar til, og ekki þarf að binda sig við á- kveðna brottfarar- eða komu- tima. Billinn er orðinn eins og hús- dýr númer eitt. Það myndi lika kosta skatta, afskriftir og tryggingu, þó að notazt væri við lestir, langferðabila eða flug- vélar. Við lifum miklu þægilegra lifi með þvi að hafa bilinn, og hann er meira að segja ómissandi við dreifingu matvæla, og fleira og fleira, og þvi verðum við að gera okkur grein fyrir og hætta að sverta bilinn og halda á lofti ókostum hans. Okkur ber að stuðla að betra lifi, ásamt biln- um, með þvi að nota hann skyn- samlega. (Endursagt MM). Fyrsti Fólksvagninn 1937:950 kúbik, kostaði 02.000,- kr. I’aris 1900: Ral'magns-Porsche Alþýðuvagn 1924: Opel „lauffroskur”. Mini 1929: RMW-I)ixi 15 hestöfl. Ilraðskreiður bill 1909: Benz, sem komst 211 km á klst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.