Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Halldór Kristjónsson: Allur heimur er að vakna Hvað gerðu Góðtemplarastúk- urnar fyrstu árin? Hvernig fór reglan að, að ná þeirri útbreiðslu sem hún hlaut? Þetta eru mjög athyglisverðar spurningar þvi að það varð stór- kostleg breyting á islenzku þjóð- lifi áratugina sem næstir voru aldamótunum. Þjóðin hneigðist mjög til bindindis. Góðtemplara- reglan átti rikan þátt i þvi. Henni varð vel til manna á þeim árum. En hvernig vann hún? Hvers vegna varð henni svo vel a- gengt? Góðtemplarareglan er alþjóð- leg hreyfing. Hún stefndi og stefnir að þvi að útrýma áfengis- neyzlu um allan heim. Nú var spurningin sú hvort tslendingar vildu vera með. Allur heimur er að vakna, uppreisn byrjuð, vertu með kvað Guðmundur Magnússon. Og nú var alþýðan að vakna til með- vitundar um félagslegan mátt sinn, gera sér grein fyrir þvi, að hún gæti látið að sér kveða, — finna til þess að það væri hennar hlutverk að skapa betra þjóðfé- lag. Það er bezt að láta frumherj- ana sjálfa tala. Þeirra eigin orð sýna bezt og sanna hvað þeim bjó i brjósti og fyrir þeim vakti. Þorsteinn Gislason ritstjóri getur þess i minningarriti templ- ara 1909, að það fyrsta sem prent- að hafi verið eftir sig sé ofurlitill templarasöngur. Hann segist hafa gengið i Eininguna þegar hann var i þriðja bekk mennta- skólans fyrir orðastað Þorvarðar Þorvarðssonar. Siðan segir hann: ,,Þorvarður hafði þá lengi ver- ið i stúkunni Einingin og inn i hana gekk ég. Ég var þá að gutla við að yrkja, eins og margir i skóla, og fyrir næstu afmælishá- tið Einingarinnar ólmaðist Þor- varður i mér, þangað til hann fékk mig til að hnoða saman veizlukvæði, er hann svo lét prenta og sungiö var. Kvæðið var vist litt merkilegt og mun nú hvergi vera til, nema ef vera skyldi eitt eintak á landsbóka- safninu”. Þetta kvæði er til i bókasafni templara. Það er 5 erindi og sið- ustu erindin eru svo: Frá heimili, er hjálp og kraft þú sendir til heilla og friðar eftir þraut og neyð, — þeim unga er þú frá eldri stefnu bendir og aðra sýnir nýja og betri leið,— frá konunni, er lið og krafta ljærðu að leiða manninn burt frá raunstig — þær hjartnæmustu heillaóskir færðu, þau hljóta af lifi og sál að elska þig. Sú heilla-ósk, er hjartans talar rómi, hún hrini alla tima fastá þér og gefi þér sem gróðraskúrinn blómi þann gæfukraft, er fagra blómgun lér þér lánist enn þá góðverk margt að gera, að græða af vinnautn þjóðar blóðga und, þér liðsmenn dyggir viljum gjarnan vera, þér vonhýr brosi framtið alla stund. Þetta var á afmæli stúkunnar 1889, en i janúar það ár þegar Einingin hafði 200 funda afmælis- hátið eins og það var kallað var sungið kvæði eftir Gest Pálsson þar sem þetta erindi er i: Templar-reglan gerir gagn og sóma, góða starfið flytur vitt um lönd, þjóðir til að reisa úr rauna dróma, rétta öllum sömu liknarhönd, til að lyfta munngáts-martröð alda, mönnum kenna nýjan, betri siö, til að þiða stétta-klakann kalda, kenna i reynd að bræður erum við. Báðir leggja þessir höfundar á- herzlu á bindindisstarfið. Gestur leggur áherzlu á að stúkan hafi verið mörgum vernd og hlif mót grandi, verið föllnum björg og reist hann við. Þorsteinn leggur áherzlu á fyrirbyggjandi áhrif, — að benda hinum ungu á nýja og betri leið en almennt hafi verið farin. Auðvitað er stúkan slikum vörn og hlif mót grandi og auk þess talar Gestur um að reglan kenni mönnum nýjan, betri sið. Hér ber þvi ekkert á milli. En auk þessa leggur Gestur áherzlu á bræðralagshugsjón reglunnar — að þiða stétta-klakann, kenna i reynd að bræður erum við. Það var auðvitað þessi hugsjón sem hreif menn til fylgis. Finnst þér rétt að standa hjá? Svo spurði Guðmundur Magnússon. Og það var áleitin spurning. Þvi urðu þeir margir, sem vildu fylla flokk templara og komu til liðs við þá um skeið, þó að sumir entust illa til að halda bindindið og heltust þvi úr lestinni. Hvað gerðist svo á stúkufund- unum? Gestur Pálsson gekk i Verð- andi 6. september 1885. Hann var kosinn æðsti templar við næstu ársf jórðungaskipti i októberlok. A sama fundi og hann tók við emb- ætti bað hann ,,sér hljóðs og kvað sér hefði komið til hugar að fá menn til að halda fyrirlestra i fé- laginu, félagsmönnum til skemmtunar og fróðleiks, kvaðst hann hafa fengið nokkra menn svo sem adjunkt Þorv. Thorodd- sen, cand. mag. Pálma Pálsson, revisor. Indriða Einarsson o.fl. til að halda hér fyrirlestra. Var gerður góður rómur að máli hans og þótti mönnum þetta vel til fall- ið”. Þar með fór Góðtemplararegl- an að láta til sin taka i menning- arlifi bæjarins almennt. Einingin stóð fyrir opinberum útbreiðslufundi i ársbyrjun 1886. Þar með var byrjað að kynna starfið utan reglunnar. Sam- kvæmt tillögu Jóns Ólafssonar var um skeið annar hvor fundur Einingarinnar opinn að nokkru svo að utanreglumenn gætu kynnzt fundarstarfinu. Þvi var þó hætt aftur og þótti ekki bera mik- inn árangur. En það varð fljótt fastur þáttur i félagsstarfinu að hafa ýmislegar samkomur fyrir almenning. Þegar Verðandi var tveggja ára 3. júli 1887, héldu templar- ar i Reykjavik hátiðlegt afmæli reglunnar i bænum. Þar hélt „bróðir Jón Ólafsson langa og snjalla ræðu um breyting þá er orðin væri á Reykjavikurbæ siðan Goodtemplarreglan var stofnuð og verkanir hennar út i frá”. Indriði Einarsson skýrði frá út- breiðslu reglunnar á tslandi. „Systir Þorbjörg Sveinsdóttir hélt langa og snjalla ræðu um skyldur Goodtemplara gagnvart bræðrum sinum”. „Br. Jón Ólafsson lagði mönn- um orð i munn til að reka af sér illmæli er maður yrði daglega að heyra gagnvart reglunni”. Það varð brátt fastur siður i stúkunum að hafa árlega mynd- arlega afmælissamkomu. Templ- arar höfðu ráð á þvi að vanda vel til skemmtiefna. Á 200 funda af- mæli stúkunnar Einingin var fyrst sungið kvæði Gests Pálsson- ar. Siðan talaði Jón Ólafsson um uppruna Einingarinnar. Þá var kórsöngur, 4 lög. Þá talaði Einar Þórðarson stud. theol, — litið yfir hag Einingarinnar frá byrjun. Þvi næst voru leikin þrjú lög á harmonium og fiólin. Siðan talaði Gestur Pálsson um framtið Ein- ingarinnar. Þá var aftur kórsöng- ur og loks brúðkaupsmars leikinn á harmonium. Þau Árni Eiriksson og Stefania Guðmundsdóttir fóru oft með leikþætti á skemmtunum. Stund- um sungu þau gamanvisur. Þess skal lika getið að Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guð- jónsson voru bæði templarar og þegar Helgi Helgason flutti til Reykjavikur gekk hann i Eining- una. Þegar þess er gætt að svo margir vinsælustu leikararnir voru templarar og um leið er minnzt áhuga Indriða Einarsson- ar á leiklistarmálum og starfsemi þeirrar fjölskyldu verður það næsta eðlilegt að allir stofnfélag- ar Leikfélags Reykjavikur, 12 að tölu, voru félagsmenn reglunnar. Fleiri félög og á öðrum sviöum voru runnin af hennar rótum, svo sem glimufélagið Armann. Það var fljótlega farið að hafa ýmis skemmtiatriði á fundum. Jafnframt var lagt kapp á það að koma sem flestum til starfa. Td. áttu menn að taka þátt i umræð- um um tiltekið efni. Ræðumenn voru valdir eftir hlutkesti en máttu raunar leysa sig með þvi að greiða sekt. Góðtemplarareglan var fyrsti félagsskapur þar sem menn áttu að sækja fundi vikulega. Og þar komu karlar og konur og fólk af öllum stéttum. Þetta var fyrsti félagsskapur sem raunverulega ætlaði alþýðu manna rúm á bekkjum sinum. Það var stund- um talað um það á stúkufundum hvernig ætti að fá konur til að taka meiri þátt i fundarstörfum. Þá var talað um að kjósa þær i embætti en nokkuð bar á þvi framán af þegar það var gert að þær mættu ekki til innsetningar svo að kjósa varð annan i emb- ættið. En það eru athyglisverð orð, sem Gunnþórunn Halldórs- dóttir á i minningarriti templara 1909. „Mjög trúlegt er, að Góðtempl- arareglan eigi mikinn þátt i þeirri viðurkenningu, er viða bryddir á nú, i þá átt, að kvenfólk beri jafn- rétti við karlmennina, þvi innan vébanda reglunnar eru karlar og konur jafn rétthá”. Þetta félagsstarf hefur að sjálf- sögðu orðið mönnum mikill skóli. Vel má vera að okkur finnist sumt smásmugulegt i gömlum fundar- gerðum, en ströng nákvæmni er ögun i siðum og háttum. Auðvitað varð hið félagslega uppeldi sterk- ara vegna alvörunnar, sem lögð var i starfið. Nú voru alþýðumenn setztir á bekk með menntamönn- um og kaupmönnum. Það var á þriðja stúkufundin- um i Reykjavik að „Björn Páls- son kvaðst hafa tekið eftir þvi þegar menn voru gengnir út úr fundarsalnum þá rynnu kol- mórauðir tóbakslækir eftir gólf- inu. Þetta kvaö hann ekki sæma i fundarsal Goodtemplara og bað menn afleggja ósið þennan. Féll- ust menn á þetta og var það sam- þykkt i einu hljóði að meðlimir skyldu eigi framar hrækja á gólf- ið i fundarsalnum”. Seinna má svo lesa um fundar- samþykktir, að bannað væri að spýta á gólf og mælt gegn reyk- ingum og tóbaksáti á fundum. Það var venja á fyrstu árum reglunnar og lengi siðan, að menn báru allir einkenni á barmi á fundum og átti litur þeirra að gefa til kynna á hvaða stigi regl- unnar menn væru. Finna má gömul fyrirmæli um það að ekki ætti að taka kveðju manna og leyfa þeim sæti nema þeir bæru einkennið. Fyrir kom að sumir þóttu ekki sýna einkennunum til- hlýðilega virðingu. Þess er t.d. getið, að einn ræðumaður sagðist hafa heyrt að einhver félaga hafði notað einkenni sitt fyrir vasaklút og lýsti það einberum dóna- hætti: „Þá stóö br. Kristján Ó. Þorgrlmsson upp og sagði, að einn bróðir hefði verið að rifa i einkenni Jóns nokkurs en sá yildi bera af sér með þvi að kenná Jóni um að það hefði verið hanii sem byrjaði. Vár' þá- talað um að múlktera þá, en br. Gesti Páls- syni leizt að þessu broti yrði síeppt með þvi að þetta væri I fyrsta skipti og var það gjört”. Inntökugjald i stúku var i fyrstu 2 krónur og ársfjórðungsgjald karla 60 aurar. Þetta eru ekki há- ar tölur. Timakaup karlmanna mun þá almennt hafa verið 25 aurar, venjulegur vinnudagur 12 stundir og full dagkaup þvi 3 krónur. Þess ber svo að gæta, að þá var ekki um fasta vinnu að ræða allan ársins hring fyrir verkafólk og sjómenn almennt. Þvi var það stundum þegar eitt- hvað þurfti að vinna i þágu regl- unnar, að samþykkt var að gera það næsta dag sem ekki gæfi á sjó. Einu sinni þegar 5 nýir félagar voru á leið að ganga i Verðandi gat æðsti templar þess, ,,að hann hefði gengizt fyrir samskotum til þess að tveir af þessum mönnum gætu komizt inn i deildina og las hann upp nöfn þeirra sem gefið höfðu, þeim til verðugs lofs”. Æðsti templar þessi var Gestur Pálsson. Enginn veit nú hversu lengi þessir menn sem samskotanna nutu voru i regl- unni. Enginn veit hversu þeir hafa metið þessa hjálp, eða hve þeir nutu hennar. Eh i bók sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.