Tíminn - 30.11.1975, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 30. nóvember 1975.
LÖGREGLUHA TARINN
80 Ed McBain
Þýðandi Haraldur Blöndal
tíma fyrir lok næstu viku. Maðurinn sem þú talar við
mun segja þér hvernig, hvenær og hvar á að afhenda
peningana.
4. Ef þú verður ekki við þessari kröf u munt þú einnig
verða drepinn. Án viðvörunar.
Gerðu þér ekki falsvonir.
Lögreglan gat hvorki bjargað lífi Cowpers né Scan-
lons, þrátt fyrir fyrirfram aðvörun. Lögreglan mun
heldur ekki geta bjargað JMV. Hvaða von átt þú ef þú
skorast undan því að borga? Hvaða undankomuleið átt
þú þegar við látum til skara skríða gegn þér án nokkurar
aðvörunar?
Sæktu peningana. Þú munt heyra f rá okkur aftur. Inn-
an skamms.
XXX
Á fimmtudag bárust sams konar bréf inn á eitt
hundrað heimili. Þann morgunn var heyrnardaufi
maðurinn sérlega kampakátur. Hann gekk um í íbúð
sinni og blístraði f jörlega. Hvað eftir annað fór hann yf ir
hernaðaráætlun sína og íhugaði sérhvert atriði nákvæm-
lega. Hann naut þess að hugleiða nákvæma áætlunina og
gældi við þá hugsun, að eitt hundrað vellríkir einstak-
lingar yrðu skelfingu lostnir að morgni laugardags.
Hann þóttist geta gengið út f rá því sem vísu, að klukkan
fimm síðdegis þennan fimmtudag hefðu flestir mann-
anna tekið við bréfinu, lesið það og myndað sér ein-
hverja hugmynd um efni þess. Nokkrir myndu líta for-
vitnislega á bréfið og kremja það svo í hendi sér og
henda því i ruslafötuna. En hann átti einnig von á því, að
allstór hópur taugaveiklaðra og lífhræddra manna
myndi hringja samstundis í lögregluna. Hluti þessara
manna myndi meira að segja þramma inn á næstu lög
reglustöð með bréfið í höndinni og grátbiðja um algjöra
lögregluvernd. Honum fannst þessi hluti áætlunar sinnar
sérstaklega fallegur. Borgarstjórinn fékk aðvörun sína,
en svo óbeint og óljóslega. Borgarstjórinn myndi frétta
um að éinhver hótað að myrða hann. En því aðeins að
nokkrir dauðskelfdir borgarar gæfu sig fram við lög-
regluna. Þrátt fyrir þessa fyrirfram aðvörum myndi
borgarstjórinn engu að síður láta lífið annað kvöld.
Sex mánuðum fyrr hafði heyrnardauf i maðurinn haf ið
vinnu við frumdrög áætlunar sinnar. Hann gróf þegar í
stað fram í dagsljósið ýmsar fróðlegar og athyglisverð-
ar upplýsingar um vatnslagna-og skólpleiðslukerf ið sem
lá undir borginni þurfti ekki annað en að snúa sér til
Vatns- og skólpræsadeildarinnar í herbergi 1720 í
Borgarstjórnarbyggingunni. Þar lágu frammi uppdrætt-
ir og allar teikningar fyrir hvern og einn að gramsa í.
Því miður hafði heyrnardaufi maðurinn hvorki áhuga á
vatnslögnum né skólplögnum. Hann hafði áhuga á raf-
magni. Hann komst hins vegar fIjótt að raun um, að ná-
kvæmir uppdrættir af raf magnsleiðslum þeim, sem lágu
undir borginni voru af eðlilegum orsökum ekki hafðar
frammi fyrir almenning. Uppdrættir þessir voru
geymdirá Kortaog skjalasafni borgarfyrirtækisins Ljós
og orka. Þeir sem unnu við þessa uppdrætti voru einkum
rafmagnstæknifræðingar. Ahmad var einn slíkur.
Fyrsta mappan sem hann afhenti heyrnardaufa
manninum var merkt „Svæði 60 tengisvæðisábendingar
og takmarkanir í lægri Isola". Á þeim uppdráttum mátti
sjá staðsetningu neðanjarðarspenna í þeim hluta borgar-
innar. En svæði það sem einkum vakti áhuga heyrnar-
daufa mannsins var merkt „Cameron hverfið". Hús
borgarstjórans var á horni South Meridan og Vandhorf í
Cameron hverfinu. Spennistöðin sem þjónustaði South
Meridan og Vandhorf var merkt með krossi innan í
hring. Þessi kross var titlaður „Nr. 3 South Meridan".
Inn í þessa spennistöð lágu spennuháir rafmagnskaplar.
(Ahmad sagði þá kallaða fóðrara.) Þessir rafmagns-
kaplar lágu frá dreif imiðstöð annars staðar í dreif ingar
kerfinu. Nauðsynlegt yrði að eyðileggja þessa raf-
magnskapla ef hús borgarstjórans átti að verða al-
myrkvað kvöldið sem átti að myrða hann.
önnur mappan sem Ahmad afhenti honum var kölluð
„Svæðistengi". [ þeirri möppu voru nákvæmar
stækkunarteikningar af „raf magnsfóðrurum" inn í sér-
hverja spennustöð. Spennistöðin á fremsta uppdrættin-
um var merkt „Nr. 3 South Meridan". Þar fann hann
númeriðá rafmagnskaplinum: 65CA3. Þar með gat hann
snúið sér að þriðju möppunni, sem Ahmad hafði stolið
fyrir hann. Sú mappa var einfaldlega merkt „65CA3".
Undirtitillinn var „Staðsetning spennustöðvar í South
Meridan". Þetta var langur og mjór uppdráttur. Á hon-
um mátti sjá hvar rafmagnskapallinn var lagður undir
götur borgarinnar. Á stöku stað voru númer við kapal-
inn. Þessi númer gáfu til kynna götubrunna þar sem
unnt var að komast að kaplinum. Strengur 65CA3 lá um
Sunnudagur
30. nóvember
8.00 MorgunandaktSéra Pét-
ur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorö
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00Fréttir. Ctdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa i Kópavogskirkju
Prestur: Séra Þorbergur
Kristjánsson. Organleikari:
Guðmundur Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Joseph FourierDr. Ketill
Ingólfsson flytur annað
hádegiserindi sitt um stærð-
fræði og tónlist.
14.00 Staldrað viö á Raufar-
höfn — fyrsti þáttur Jónas
Jónasson litast um og
spjallar við fólk.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
Mozarthátiðinni i Salzburg
s.l. sumar
16.15 Veðurfregnir.
16.25 Á bókamarkaðnum
Umsjón: Andrés Björnsson.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
17.10 Tónleikar.
17.40 Gtvarpssaga barnanna:
„Drengurinn i gullbuxun-
um” eftir Max Lundgren
Olga Guðrún Arnadóttir les
þýðingu sina (7).
18.00 Stundarkorn með
spænska hörpuleikaranum
Nicanor Zabaleta Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Bein lina Umsjónar-
menn: Fréttamennirnir
Kári Jónasson og Vilhelm
G. Kristinsson.
23.30 Frá tónleikum I Háteigs-
kirkju i aprll „Nú kom,
heiöinna hjálparráð”,
kantata nr. 61 eftir Johann
Sebastian Bach. Flytjend-
ur: Ólöf K. Harðardóttir,
Sigriður E. Magnúsdóttir,
Garðar Cortes, John
Speight, kór Langholts-
kirkju, félagar úr Sinfóniu-
hljómsveit tslands og Mar-
tin Hunger. Stjórnandi: Jón
Stefánsson.
21.15 Forkeppni Óiympluleik-
anna i handknattleik: ís-
iand — Luxemborg Jón As-
geirsson lýsir úr Laugar-
dalshöll.
21.50 Samleikur I útvarpssal
„Ein Dieterstuck” eftir Leif
Þórarinsson Gisli Magnús-
son, Reynir Sigurðsson og
höfundur leika.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur
l.desember
Fullveldisdagur tslands
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
, 9-05: ' Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. dagbl),
9.00 og 10.00. Morgunbænkl.
7.55: Séra Kristján Búason
dósent (a.v.d.v.). Morgun-
stund barnanna kl. 8.45:
Magnea Matthiasdóttir lýk-
ur lestri sögu sinnar
„Sykurskrimslið flytur”.
(4). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriði.
Búnaðarþáttur kl. 10.25:
Grétar Unnsteinsson skóla-
stjóri talar um garðyrkju-
menntun. íslenzkt mál kl.
10.40: Endurtekinn þáttur
Gunnlaugs Ingölfssonar.
Morguntónleikar kl. 11.00:
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.00 Hátiðarsamkoma stú-
denta fyrsta desember: (Jt-
varp úr Háskólablói Flutt
samfelld dagskrá um
kreppuna.
15.30 Lúðrasveitin Svanur
leikur Sæbjörn Jónsson
st jórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
/