Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 — 299. tölublað — 5. árgangur LEIFUR STEINN OG SINDRI Hróður Saabsins fer víða • bílar • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Brosti of mikið í sjónvarpinu Edda Andrésdótt- ir birtist lands- mönnum fyrst á skjánum fyrir þrjátíu árum. TÍMAMÓT 24 Á lífsfrekjunni í gegnum áfall Ingólfur Margeirsson ræðir í viðtali um Afmarkaða stund, nýja bók þar sem hann rekur reynslu sína af heilablóð- falli sem hann fékk sumarið 2001. VIÐTAL 28 KJARAMÁL Fjögurra manna nefnd Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins reynir nú að ná saman um viðbrögð við breyttum forsendum kjarasamninga sem tóku gildi í ársbyrjun 2004. Grein- ir nefndarmenn á um viðbrögð. ASÍ hefur lagt til að laun verði hækkuð í samræmi við hækkun verðbólgu umfram það sem gert var ráð fyrir, eða tveggja prósenta hækkun, en SA hafnar því alfarið. Forsendunefndinni ber að skila niðurstöðum fyrir 15. nóvember. Ef nefndin kemst ekki að niður- stöðu um viðbrögð verða samn- ingar sendir til stéttarfélaga, sem taka munu ákvörðun um hvort segja eigi þeim upp og hvort boða eigi til verkfalla. Alls er um að ræða samninga nær hundrað þús- und manns, þótt stöðugildin séu ekki jafnmörg en af þeim eru 65 þúsund manns innan ASÍ, tíu þús- und manns utan ASÍ á SA samn- ingum og tuttugu þúsund ríkis- starfsmenn, að sögn Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA. „Samningar sem snúa að nær 100 þúsund manns yrðu í upp- námi,“ segir Ari. „Uppsögn samn- inga hefðu þau áhrif á þetta fólk að það fengi ekki samningsbundnar hækkanir um áramótin. Samning- ar yrðu lausir og það yrði háð við- ræðum og ákvörðunum félaganna til dæmis um verkfallsboðanir hvað úr yrði,“ segir hann. Ari telur að uppsögn samninga hefði í för með sér mjög erfiða stöðu því forsendur í atvinnulífinu hafi breyst til hins verra frá síð- ustu samningum. „Ef atvinnulífið væri að ganga til samninga í dag væri það ekki tilbúið að taka á sig eins miklar kostnaðarhækkanir og það gerði í síðustu samningum. Samningarnir hlytu því að verða mjög erfiðir ef til þeirra kæmi,“ segir Ari. Kristján Gunnarsson, formað- ur Starfsgreinasambands Íslands, segir að sambandið sé að undirbúa sig fyrir uppsögn samninga. „Ef samningar eiga að halda þarf að koma til kúvending í stefnu ríkis- stjórnar og atvinnurekenda,“ segir Kristján. -sda/saj sjá síðu 6 Samningar 100 þús- und manns í hættu Nái forsendunefnd kjarasamninga ekki saman fyrir 15. nóvember er hætta á að samningar hátt í 100 þúsund manns verði í uppnámi og fallið verði frá um- sömdum launahækkunum sem taka áttu gildi næstu áramót. RIGNING EÐA SKÚRIR víða um land einhvern hluta dagsins. Lægir talsvert síðdegis og í kvöld og dregur einnig nokkuð úr vætu, síst þó norðaustan til. Hiti 5-8 stig syðra en 3-5 stig nyrðra. VEDUR 4 LOGI BERGMANN EIÐSSON Getur Logi betur á Stöð 2? LOGI STJÓRNAR NÝJUM SPURNINGAÞÆTTI FÓLK 52 Exótísk og eftirsótt Silja Magg ljósmyndari hefur skemmtilegan og lifandi fatastíl. Hana dreymir um að læra meira og jafnvel fara út í kvikmyndagerð. TÍSKA 36 VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórn- málanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í lang- ri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. Blaðamaður, sem hefur fylgst með helstu þátttakendun- um í íslensku viðskiptalífi und- anfarið og lögsókninni á hendur Baugi, skrifar pistilinn og kemur víða við. „Ísland er ekki bananalýð- veldi og þú átt ekki að gera lítið úr íslensku samfélagi,“ er haft eftir Björgólfi Thor. Hann segir að þrátt fyrir að dómsmálið gegn Baugi muni reynast stormur í vatnsglasi komi það sér illa fyrir Ísland. Allir muni tapa í þeirri stöðu sem upp sé komin. Jón Ásgeir segir í viðtalinu að hann beri ekki eins sterkar til- finningar til Íslands eins og áður. „Ég get ekki lengur eytt of mikl- um tíma þar. Ég verð pirraður,“ er haft eftir honum í lok greinar- innar. - bg Björgólfur Thor og Jón Ásgeir í viðtali hjá breska blaðinu Financial Times: Ísland er ekki bananalýðveldi Jóhann til Grindavíkur Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í gær. Hann segir Sigurð Jónsson, þjálfara Grinda- víkur, vera ástæðuna fyrir því að hann ákvað að fara til Grindavíkur en ekki Vals. ÍÞRÓTTIR 56 3. til 12. nóvember í FBL 1x9 forsíðukubbur Of mikil velsæld skapar vesæld. w w w . r o k l a n d . b l o g s p o t . c o m STJÓRNMÁL Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnars- sonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Kjörfundur hófst á hádegi í gær, en þá höfðu um 1.200 manns kosið utan kjör- fundar. Ágúst áréttaði að aðal- dagurinn í prófkjörinu væri í dag, en sex síðdegis er von á fyrstu tölum. - óká Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Fjögur þúsund búin að kjósa KOSIÐ Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Fjöldi manns lagði leið sína í Valhöll í gær. HEILBRIGÐISMÁL Sjö hjúkrunar- fræðingar hafa sagt upp störfum á nýrnadeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík vegna óánægju með breytingar sem gera á um áramót á vaktafyrirkomulagi deildarinnar. Hjúkrunarfræðingarnir vinna sérhæfð störf á skilunardeild og ekki hlaupið að því að fá aðra í þeirra stað. Sjúklingar eru ugg- andi vegna málsins, enda þjónust- an lífsnauðsynleg þeim sem ekki hafa starfhæf nýru. sjá síðu 8 / - óká Landspítali-háskólasjúkrahús: Uppsagnir á nýrnadeild AKUREYRI AÐ MORGNI DAGS Hið fegursta vetrarveður var á Akureyri í gærmorgun; stillt, heiðríkja og um átta gráðu frost. Eyfirski fjalla- hringurinn var snævi þakinn og draumkennd þokuslæða lá yfir Akureyrarpolli. FRÉTTABLAÐIÐ / KK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.