Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 78
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 þökk 6 á fæti 8 spíra 9 spil 11 frá 12 niðurfelling 14 dans 16 utan 17 sarg 18 X 20 smáorð 21 innyfli. LÓÐRÉTT 1 málmhúða 3 skyldir 4 smíða óvandlega 5 kóf 7 lífshlaup 10 líða vel 13 tunnu 15 sóða 16 erlendis 19 tveir eins. LAUSN grunnur c HRÓSIÐ ...fær Elva Ósk Ólafsdóttir fyrir frábæran leik í dönsku þáttaröð- inni Erninum. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Dávaldurinn Sailesh er kominn til landsins en hann heldur tvær sýningar í dag og í kvöld. Sú fyrri er fyrir alla fjölskylduna þar sem þeir Auddi og Sveppi úr Strákun- um verða honum innan handar. Miðnætursýningin er hins vegar ekki ætluð ungu fólki en það er óðum að seljast upp á hana. Ísleifur B. Þórhallsson flyt- ur kappann inn og segir hann dávaldinn mjög ánægðan með að vera kominn hingað aftur. „Það er enginn lygi þegar ég segi að hann elskar landið og vill koma hingað eins oft og mögulegt er,“ segir Ísleifur. Í tilefni af komu Sailesh hefur verið gefinn út fjög- urra tíma mynddiskur þar sem finna má óséð efni af samkomum dávaldsins. „Þarna er heimildar- mynd sem einblínir á þátttakend- ur og upplifun þeirra,“ segir hann en einnig verður hægt að sjá upp- töku frá Extreme-sýningunni sem haldin var á Broadway en að sögn Ísleifs verður hún ekki endurtek- in í bráð. Sailesh gerði víðreist á fimmtu- daginn þegar hann var nýlentur. Þá mætti hann í útvarpsviðtöl en mestu lukku vakti þó heim- sóknin í Menntaskóla Kópavogs. „Það er alltaf mikið stuð þegar hann mætir í framhaldsskólana og krökkunum finnst gaman að horfa á kunningja og vini gera sig að fíflum. Þátttakendur verða síðan stjörnurnar í skólanum um nokkurt skeið,“ segir Ísleifur en bætir jafnframt við að hann hafi forðast að bóka Sailesh eins mikið og áður. „Hann vildi fá að anda og fær meðal annars að fara í Bláa lónið í fyrsta skipti.“ - fgg SAILESH Í MK Heimsókn dávaldsins gerði stormandi lukku meðal framhaldsskóla- nemenda sem glaðir tóku þátt í uppátækj- um hans. Dáleiddi framhaldsskólanema LÁRÉTT: 2 takk, 6 il, 8 ála, 9 níu, 11 af, 12 afnám, 14 samba, 16 út, 17 urg, 18 tíu, 20 að, 21 iður. LÓÐRÉTT: 1 tina, 3 aá, 4 klambra, 5 kaf, 7 lífs- tíð, 10 una, 13 ámu, 15 agða, 16 úti, 19 uu. FRÉTTIR AF FÓLKI Egill Helgason mælir í véfréttarstíl á blogginu sínu, þar sem hann segir frá þegar hann var inntur eftir því á dögunum hvort hann vildi fara á þing. „Ég hugsaði mig aðeins um og sagði svo - sennilega ekki.“ Að eigin sögn leiðist Agli mjög á fundum, því samkvæmt hans rey- nslu eru alltaf „einn eða tveir vitleys- ingar sem taka samkomuna í gíslingu með þrasi og málalengingum“. Hafa gárungarnir á orði að svipaða lýsingu megi ekki síður heimfæra á ónefndan sjónvarpsþátt. Um skeið hefur það verið vinsæll sam- kvæmisleikur að reyna að ráða í pólitíska afstöðu Egils og hvaða flokk hann muni „sennilega ekki“ bjóða sig fram fyrir. Sjálfur lýsti hann því í viðtali við Blaðið fyrir skemmstu að hann skipti iðu- lega um skoðun en hallaðist dálítið til hægri um þessar mundir. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Félagarnir Eiríkur Jónsson, blaðamaður á DV, og Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafa látið gamminn geisa í laugardagsmorgunþætti sínum á Tal- stöðinni á milli klukkan 9 og 12. Þáttur kappanna í síðustu viku vakti mikla athygli en þar fór Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, á áður óþekktum kostum og amaðist meðal annars yfir því hvernig Pálmi Gestsson leikari túlkar ráðherrann af vankunnáttu. Það má því eiga von á hverju sem er í þættinum í dag en allt bendir til þess að þessi þátt- ur verði sá síðasti í það minnsta með þessu sniði. Það hefur hins vegar verið ákveðið að breyta laugardagsþættinum í sjónvarpsþátt með tilkomu NFS-sjón- varpsstöðvarinnar. Fréttasjónvarpsstöðin mun að miklu leyti taka yfir útsendingar Talstöðvarinnar og því er ekki annað fært en að skella Eiríki og Reyni í mynd þannig að sjón verður bráðum sögu ríkari fyrir þá sem hingað til hafa einungis getað hlustað á þessa æringja í blaða- mannastétt á laugardags- morgnum. Stöð 2 mun í desember hleypa af stokkunum nýjum spurningaþætti sem ber heitið Meistarinn en í verðlaun verða fimm milljónir íslenskra króna. Það verður Logi Bergmann Eiðsson sem stjórn- ar þættinum en hann er spyrils- hlutverkinu að góðu kunnur eftir að hafa stjórnað Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. „Meistarinn verður klassískur spurningaþáttur þar sem reynir á þrjú grundvallaratriði slíkr- ar keppni: þekkingu, kænsku og heppni,“ útskýrir Logi, sem verður allt í öllu í þættinum. „Þetta verð- ur blanda af því besta, mjög stór þáttur og ákaflega spennandi,“ heldur hann áfram. Meistarinn verður öllum opinn sem náð hafa 20 ára aldri. „Það fara fram próf á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Reykjavík laugardaginn 12. nóv- ember þannig að menn hafa viku til að lesa sér til,“ upplýsir Logi en 22 komast í þáttinn. Meistarinn er maður á mann keppni og verður útsláttarfyrirkomulag. Logi lofar því að þeir sem falla út fari ekki úr sjónvarpssal slyppir og snauð- ir. Það kemur til með að reyna á pókerfés Loga, en hann hefur engar áhyggjur af því enda með sjö ára reynslu að baki. Það verð- ur enginn einn sem semur spurn- ingarnar heldur koma margir að gerð þeirra sem verður til þess að víðtækur fróðleikur er æskilegur. Logi segir að Stöð 2 muni leggja allt í sölurnar til þess að þátturinn verði sem glæsilegast- ur. „Það verður engu til sparað,“ lofar Logi og segist ennfrem- ur ekki óttast samkeppnina. „Spurningaþættir eru klassískt efni og það er aldrei of mikið af þeim,“ segir hann, en auk Meist- arans geta sjónvarpsáhorfendur valið um Popppunkt og Spark auk Gettu betur sem hefst snemma á næsta ári. Logi segir að hann sé sáttur við arftaka sinn, Sigmar Guðmunds- son, sem á fimmtudaginn var ráð- inn spyrill Gettu betur. „Hann er toppmaður í alla staði,“ lýsir Logi yfir og tekur skýrt fram að þátturinn sé ekki settur til höfuðs framhaldsskólakeppninni. „Hann verður engu að síður á besta tíma en það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum.“ freyrgigja@frettabladid.is MEISTARINN: NÝR SPURNINGAÞÁTTUR STÖÐVAR 2 Logi Bergman tekur við kunnuglegu hlutverki LOGI BERGMANN Hefur ekki sagt skilið við spurningakeppnir þótt hann hafi flutt sig um set og mun stjórna nýjum spurningaþætti Stöðvar 2 sem hefur fengið heitið Meistarinn. Að lesa bækur. Af hverju að horfa á sjónvarpið þegar maður getur lesið bækur? Sjónvarpið er algjör orkusuga en bækurnar hið gagn- stæða. Það er best í heimi að hita sér te, kveikja á kertum, skríða undir teppi og gleyma sér í ímynduðum heimi bókanna. Pelsar. Nú er tíðin til að spranga um í stórkostlega hlýjum og loðnum pelsi. Þá er hægt að fá á góðu verði í búðum sem selja notaðar flíkur. Pelsinn er líklega besta vetrarflíkin því hann er ekki bara hlýr heldur einnig ógurlega smart. Skóhlífar. Ef þið ætlið að spóka ykkur í háhæl- uðum skóm á Íslandi í nóvember þá er vísara fyrir ykkur að fjárfesta í skóhlífum. Þær eru gam- aldags fyrirbæri en ennþá einstaklega hentugar og síðast en ekki síst hrikalega fansí og flottar. Inni/Úti. Já það er komið að því, þessi dálkur er kominn út í kuldann og mun ekki birtast hér lengur. Mest úti við dálkinn er þó fólk sem hefur tekið hann alvarlega og hætt bókstaflega að klæðast flíkum af því að þær birtust í Úti-hólfinu. Verið sjálfstæðari en það! Inni- og Úti dálkar eru eins og stjörnuspárn- ar, einungis ætlaðar til dægradvalar. Hringlandi armbönd. Svona armbönd með fullt af áföstu litlu drasli eru ekki kúl lengur. Það eina sem þau gera er að pirra eigandann með endalausu hringleríi. Skartgripir í dag eiga að vera einfaldir og stórir og lausir við litla hringlandi smáhluti. Rykfrakkar. Þessar elskur eru eiginlega ekki boðlegar lengur í þessum kulda og eru því úti þangað til í sumar. Erfitt er þó að dæma rykfrakkann í allsherjar útisetu þar sem hann kemur einfaldlega alltaf í tísku aftur. Þó er hægt að leggja honum í nokkra mánuði núna. INNI ÚTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.