Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 33
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FIA og forráðamenn keppnis- liða í Formúlu 1 kapp- akstrinum samþykktu nú í lok október nýjar reglur fyrir keppnistímabil formúlunnar 2006 og 2007. Tímatökur verða nú með útsláttarfyrir- komulagi í tveimur umferðum og í þriðju og síðustu umferð- inni keppa 10 fljótustu bílarnir í 20 mínútur um besta rásstað á ráslínu. Í ár fengu ökumenn ekki að skipta um dekk í miðri keppni en því verður breytt aftur. Auk þess verða ný keppnisdekk með engum raufum tekin í notkun og tveir sjálfstæðir afturvængir verða á keppnisbílunum 2007. Iceland express er með heitan pott með sértilboðum á heimasíðu sinni. Þar er hægt að fá flug til ýmissa landa á ótrúlega góðu verði fyrir utan flugvallarskatta. Fargjöldin í heita pottinum er aðeins hægt að bóka aðra leið og bara fyrir einn í einu. Úrval-Útsýn býður upp á ferð- ir til Kúbu í vetur fyrir þá sem vilja komast úr kuldanum í sól- ina. Næsta ferð verður 16. nóv- ember og frá og með 6. mars verður stóraukið framboð af ferðum þangað. LIGGUR Í LOFTINU [BÍLAR - FERÐIR] Reykjavík 9.24 13.11 16.58 Akureyri 9.20 12.56 16.31 Góðan dag! Í dag er laugardagur 5. nóvember, 309. dagur ársins 2005. Feðradagurinn er eins og mæðradag- urinn nema hvað það er nóg að gefa pabba bara koss! KRÍLIN Leifur Steinn Elísson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Visa Íslands, á eitur- grænan Saab, árgerð 1978, sem hefur meðal annars fengið umfjöllun í sænsku blaði. Leifur Steinn segir að hann hafi uppruna- lega keypt bílinn inn frá Svíþjóð því dóttur hans hafi svo mikið langað í Saab. ,,Dóttir mín var einn vetur í menntaskóla í Svíþjóð á sama tíma og móðir hennar var þar í námi. Þegar hún kom heim þá fór hún að tala um að hana langaði svo í sænskan bíl. Þannig að ég hafði samband við kunningja minn frá því að ég var í námi í Svíþjóð og ég bað hann um að hafa augun opin.“ Þetta var árið 1996 og dóttir Leifs Steins hafði bílinn til umráða en eftir að hún hélt til Bandaríkjanna í nám tók Leifur Steinn aftur við umsjón bílsins. ,,Annaðhvort þurfti ég að henda honum eða gera eitthvað úr honum. Þannig að ég tók til hendinni og tók hann algjörlega í gegn, ýmist sjálfur eða með aðstoð annarra. Ég sprautaði hann til dæmis allan í upprunalega litnum og hann kom á göturnar aftur í vor,“ segir Leifur Steinn og bætir við að þar sem bíllinn sé orðinn að fornbíl þá hafi hann getað fengið númeraplötu í samræmi við það þegar hann var nýr. ,,Ég fékk nýjar plötur hjá Fornbíl- afélaginu og þar sem ég er hreinræktaður Dalamaður skellti ég mér á númerið sem pabbi minn og mamma höfðu átt, D 9.“ Í vor hefur sonur Leifs Steins, Sindri, feng- ið bílinn til afnota og þrátt fyrir ungan aldur segir Leifur að Sindri hafi borið mikla virðingu fyrir bílnum og umgengist hann af alúð. Í júlí fékk bíllinn svo það sérstaka hlutverk að vera brúðarbíll hjá dóttur Leifs Steins og þar komst presturinn svo að orði að bíllinn væri eiturgrænn. Í sjálfri brúð- kaupsveislunni var sænskur ljósmyndari sem tók myndir af bílnum. Ljósmyndarinn sýndi svo blaðamanni í Svíþjóð myndirnar og voru þær birtar ásamt viðtali við Leif Stein. Þannig að hróður bílsins hefur farið víða. Saabinn var brúð- arbíll í sumar Leifur Steinn og sonur hans, Sindri, sem hefur mikið verið á bílnum að undanförnu. Greinin um bílinn í sænska blaðinu. REYNSLUAKSTUR Traustur Subaru Forester FERÐASAGA Umhverfis jörðina á 30 dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.