Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 6
6 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR DANMÖRK Mannréttindastofn- un Danmerkur hefur gagnrýnt væntanlegt frumvarp um veit- ingu ríkisborgararéttar í land- inu sem ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hyggjast leggja fram. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsækjendur hafi haft fasta vinnu í fjögur ár af síðustu fimm. Telur Mannréttindastofnunin að með þessum breytingum verði of erfitt að sækja um ríkisborg- ararétt. Helmingi færri muni fá ríkisborgararétt eftir lagabreyt- inguna og þeir fátækustu verði útilokaðir. ■ Lög um ríkisborgararétt: Fátækum er mismunað KJARASAMNINGAR „Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út,“ segir Kristj- án Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næst- komandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði laus- ir um áramót. Formannafundur Starfsgreinasambandsins hefur svo verið boðaður þann 17. nóv- ember. „Ef þessir samningar eiga að halda þá þarf að koma til kúvend- ing í stefnu ríkisstjórnar og atvinnurekenda. Menn þurfa að segja eitthvað allt annað en þeir hafa verið að segja,“ segir Kristj- án einnig. „Samtök atvinnulífsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að kaupmáttur launa og ráðstöfun- artekna sé í sögulegu hámarki og því séu launahækkanir ekki á dagskrá,“ segir í yfirlýsingu á vef Starfsgreinasambandsins. Þar er bent á að launamisrétti í landinu sé í einnig í sögulegu hámarki en að Samtök atvinnulífsins geti þess þó ekki. - saj Starfsgreinasambandið boðar undirbúning uppsagna kjarasamninga: Leggja á ráðin um aðgerðir KRISTJÁN GUNNARSSON FORMAÐUR STARFSGREINASAMBANDS ÍSLANDS Frá fundi starfsgreinasambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Ertu hamingjusöm manneskja? Já 72% Nei 28% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að bæta aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum? KJARAMÁL Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að grafalvarleg staða komi upp nái forsendunefnd kjarasamninga ekki saman fyrir 15. nóvember. Í forsendunefnd eiga sæti tveir fulltrúar SA og tveir fulltrúar Alþýðusambands Íslands sem hafa það verkefni að meta forsendur kjarasamning- anna og hvort þær hafi staðist. „Það er sameiginleg niður- staða okkar að þær hafi ekki stað- ist og það gefi tilefni til þess að við metum hver viðbrögðin eiga að vera. Ef við náum saman um við- brögð halda samningarnir en ef við náum ekki saman verðum við að skýra frá því fyrir 15. nóvem- ber,“ segir Ari. Ef forsendunefnd- in kemst ekki að niðurstöðu um viðbrögð við breyttum forsend- um samninganna, sem fyrst og fremst felast í hærri verðbólgu en gert var ráð fyrir, verður það í valdi stéttarfélaganna sem að samningunum standa hvað gert skuli í framhaldinu. Í samningn- um er gert ráð fyrir að segja megi þeim upp en það verður að gerast fyrir 10. desember eigi uppsagn- irnar að taka gildi fyrir áramót. „Ef samningum verður sagt upp koma ekki til framkvæmda þær samningsbundnu launahækk- anir sem taka áttu gildi um ára- mót,“ segir Ari. „Þær hljóða upp á 2,5 prósenta hækkun sem samið var um í ársbyrjun 2004, en auk þeirra eru ýmsar taxtabreyting- ar sem taldar eru fela í sér eins prósents kostnaðaraukningu fyrir atvinnulífið þannig að alls nemur hækkunin samtals 3,5 prósentum fyrir atvinnulífið,“ segir Ari. Hann bendir á að auk þessara samninga hafi síðan verið gerðir margir aðrir samningar sem gildi til 2008 og feli í sér þriggja pró- senta hækkun um áramótin. Auk samningsbundinna launahækk- ana mun tekjuskattur lækka um eitt prósent og segir Ari að kaup- máttur launa sé því væntanlega að hækka um fjögur til 4,5 pró- sent um áramót. „Þessar hækk- anir myndu ekki koma til fram- kvæmda ef samningum yrði sagt upp,“ segir hann. Hann segir engum blöðum um það að fletta að skilyrði í atvinnu- lífinu hafi snarversnað á samn- ingstímabilinu en hins vegar hafi kjör launafólks batnað með aukn- um kaupmætti. sda@frettabladid.is Staðan verri nú en við síðustu samninga Samtök atvinnulífsins segja að ef gengið yrði til kjarasamninga nú myndu at- vinnurekendur aldrei fallast á þær hækkanir sem samið var um í síðustu samn- ingum, staða atvinnulífsins sé svo miklu lakari nú en þá vegna gengisþróunar. ARI EDWALD OG HANNES G. SIGURÐSSON Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í forsendunefnd kjarasamninga. Auk þeirra sitja í nefndinni þeir Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andra- son á vegum Alþýðusambands Íslands. Í tilvitnun í Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra SA, í blaðinu í gær um þróun verðbólgu brenglaðist merking í styttingu. Svar Ara var: Það er alls ekki sanngjarnt, þegar horft er til eðlis verðbólgunnar, að afgreiða verðbólguna alger- lega sem frádrátt frá kaupmætti almennings, þrír fjórðu hennar eru vegna fasteignaverðs og það er mikið álitaefni hvaða áhrif sú þróun hefur haft á kjör almenn- ings. Eignir fólks hafa hækkað í verði, fjármögnun er ódýrari og mælingar á verðhækkunum taka ekki tillit til þeirra gæðabreyt- inga sem orðið hafa á húsnæði. Þetta eru allt hlutir sem er vert að skoða þegar brugðist er við hækkun á vísitölu neysluverðs.“ LEIÐRÉTTING SVÍÞJÓÐ Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem öryggisverðir sem annast peningaflutninga ætla að leggja niður störf þar til öryggi þei- rra verður tryggt. Óttast er að hrað- bankar tæmist jafnvel strax í dag. Verðirnir ákváðu þetta eftir að peningum var rænt úr peninga- flutningabíl í grennd við Gautaborg í fyrradag en tveir öryggisverðir slösuðust nokkuð þegar ræningjarn- ir sprengdu bílinn. Ræningjarnir eru ófundnir þrátt fyrir ákafa leit sænsku lögreglunnar í gær. ■ Eftirmálar ránsins: Öryggisverðir farnir í verkfall ADDIS ABABA, AP Talsmaður Afr- íkubandalagsins í Eþíópíu lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af herflutningum Eþíópíumanna og Erítreumanna að landamærum sínum. Jafnvel er talin hætta á að stríð geti brotist út. Talið er að allt að 300.000 her- menn, þar af 200.000 Erítreu- megin, fikri sig í átt að hlutlausa svæðinu á milli ríkjanna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna hafa gætt síðan árið 2000 þegar styrjöld ríkjanna lauk. Erítrea lýsti yfir sjálfstæði 1991 en landið var áður hluti af Eþíópíu. ■ Eþíópía og Erítrea: Liðsflutningar til landamæra Dró sér peninga úr kassa Rétt tæplega nítján ára stúlka var í gær dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að draga sér tæplega 84.000 krónur úr sölukassa verslunar í Kópavogi. Peningana tók hún í 12 skipti á mánaðarbili í byrjun árs. Hún játaði brot sitt og endurgreiddi peningana. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár. HÉRAÐSDÓMUR Fullur í bílprófinu Danskur maður, sem misst hafði bílprófið, ákvað á dög- unum að taka það á ný. Taugarnar voru hins vegar ekki sterkari en svo að hann ákvað að fá sér nokkra gráa fyrir prófið. Allt komst upp og situr nú maðurinn eftir með sárt ennið, próflaus, mörg þúsund krónum fátækari vegna sekta og má ekki reyna við bílprófið aftur fyrr en eftir nokkur ár. DANMÖRK SAMGÖNGUR Ökumenn sem tóku bíl- próf eftir 1. júní 1993 og keyra um á þungum amerískum pall- eða húsbíl- um eru réttindalausir í umferðinni. Að því er fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær hefur Umferðar- stofa brugðist við aukinni útbreiðslu stærri bíla með því að bjóða upp á sérstakt ökunám sem gefur réttindi til aksturs þeirra. Lágt gengi dollars hefur ýtt undir innflutning á pall- og húsbílum yfir þremur og hálfu tonni að þyngd, en þá eru þeir komnir í vörubílaflokk, og þá þarf meira en venjulegt bílpróf til akstursins. Lögregla mun hafa stöðvað þó nokkra og sektað fyrir að aka trukkum yfir 3,5 tonnum án til- skilinna réttinda. ■ Aukið próf þarf á stærri bíla: Suma vantar trukkaréttindi 4. SÆTI JÓRUNN www.jorunn.is Sími 517 0 617 Kosningakaffi í Glæsibæ í dag. Hlakka til að sjá ykkur. SVEITARSTJÓRNARMÁL Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélag- ar á kjörskrá. Alls taka 12 manns þátt í próf- kjörinu, tíu Akureyringar og tveir Hríseyingar, en eingöngu er kosið um fjögur efstu sæti listans sem samkvæmt reglum prófkjörsins skulu skipuð tveimur konum og tveimur körlum. Tveir frambjóðendur takast á um efsta sæti listans: Hermann Óskarsson, formaður kjördæm- isráðs Samfylkingarinnar í Norð- austurkjördæmi og starfandi deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, og Her- mann Jón Tómasson, áfangastjóri Verkmenntaskólans á Akureyri og varabæjarfulltrúi Samfylkingar- innar. Oktavía Jóhannesdóttir, eini bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, tekur ekki þátt í próf- kjörinu. - kk Prófkjör Samfylkingarinnar á Akureyri er haldið í dag: Tveir takast á um efsta sætið HERMANN ÓSKARSSON Í kosningunum fyrir þremur árum var Hermann í 13. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri en stefnir nú á fyrsta sætið. HERMANN JÓN TÓMASSON Hermann var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri í síðustu kosningum en sækist nú eftir fyrsta sætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.