Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 26
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR26 Sameiginleg forsjá varð lög-leg hér á landi árið 1992, og nú er svo komið að rúmlega helmingur barna lenda í sameiginlegri forsjá foreldra við skilnað og sambúðarslit. Langflest þessara barna eiga lögheimili hjá móður sinni, og fara til föður síns tvisvar til fjórum sinnum í mánuði. Þetta kemur fram í lokaskýrslu forsjárnefndar sem skilað var til dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári. Í rannsókn á forsjármálum sem Sigrún Júlíusdóttir dósent og Nanna K. Sigurðardóttir félags- fræðingur gerðu fyrir nokkrum árum kom fram að þó sameiginleg forsjá breyti hegðunarmynstri for- eldra í raun lítið, þá eru viðhorfs- breytingar og breytingar á sam- starfi foreldra umtalsverðar. „Ein skýrasta vísbendingin er ánægja feðra og jákvæðari sýn þeirra á hlutdeild sína í áfram- haldandi uppeldi barnsins. Önnur vísbending er jákvæðara viðhorf hjá mæðrum til samvista feðra og barna. Þetta jákvæða viðhorf skilar sér að öllum líkindum til barnsins í reynd, en stuðningur frá mæðrunum er einn af mikilvæg- ustu þáttunum í að byggja upp góð tengsl við heimili föðursins,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Þessi viðhorfsbreyting felur í sér að skilnaður verður fyrst og fremst uppsögn á sambúðar- og hjúskaparsáttmálanum, en ekki á foreldrahlutverkinu.“ Nefndin, sem setið hefur í átta ár, skilaði áfangaskýrslu til dóms- málaráðherra 1999, og var ýmsum tillögum hennar hrundið í fram- kvæmd við samþykkt barnalaga 2003. Meðal þeirra var ekki tillaga um að sameiginlegt forræði yrði gert að meginreglu við sambúðar- slit þannig að flest börn lentu í forsjá beggja foreldra, og ítrekaði nefndin þessa tillögu við gerð loka- skýrslu sinnar. Jafnframt skortir enn aðgengi- legar upplýsingar til foreldra um hvað felist í sameiginlegri forsjá, sem nefndin hefur einnig ítrekað lagt til að verði útbúnar. Dómsmálaráðuneytið hefur enn ekki gefið upp hvernig það hyggst bregðast við þessum tillögum nefndarinnar. Hætta ekki að vera foreldri við skilnað Sífellt fleiri foreldrar semja um sameiginlega forsjá barna sinna við sambúðarslit og skiln- að. Þótt flest barnanna eyði samt sem áður mestum hluta tíma síns hjá móður sinni, þá eru viðhorfsbreytingarnar sem fylgja sameignlegri forsjá það jákvæðar að ekki er unnt að hunsa þær. Sigrún María Kristinsdóttir skoðar sameiginlega forsjá. Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðu- neytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. „Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur,“ segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn lang- þreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslit- in voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldr- arnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barns- ins, gat Helgi farið fram á dags- sektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi seg- ist ekki hafa haft áhuga á því. „Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið.“ Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með full- trúa sýslumanns. „En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt,“ segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Fær ekki að hitta dóttur sína SAKNAR DÓTTUR SINNAR Helgi Steinþór Elíeserson og kona hans, Sólveig Lilja Óskars- dóttir, skoða myndir af dóttur Helga sem þau tóku þegar þau síðast hittu hana. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 149 KR/SKEYTIÐ. * AÐALVINNINGUR ER DREGIN ÚR ÖLLUM INNSENDUM SMS SKEYTUM AÐ AL VI NN IN GU R PS P + GT A SE ND U SM S SK EY TI Ð BT C PS F Á NÚ M ER IÐ 1 90 0 SV AR AÐ U EI NN I S PU RN IN GU U M PL AY ST AT IO N OG Þ Ú GÆ TI R UN NI Ð! 12 . H VE R VI NN UR . FU LL T AF A UK AV IN NI NG UM : PS P TÖ LV UR PS 2 TÖ LV UR PS P TÖ LV UL EI KI R PS 2 TÖ LV UL EI KI R DV D M YN DI R FU LL T AF P C TÖ LV UL EI KJ UM KI PP UR A F CO CA C OL A! SKILNAÐUR Skilnaður og sambúðarslit for- eldra fara oft ákaflega illa með sálarlíf barna, en rannsóknir sýna að sameiginlegt forræði auðveldar öll samskipti og breyta viðhorfum foreldra til hvors annars. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 20032002 2004 127 141 155 162 197 209 Umgengnismál í umdæmi Sýslumannsins í Reykjavík: N Ý M Á L A LL S LO K IÐ 20032002 2004 197 Dagssektarmál í umdæmi Sýslumannsins í Reykjavík: HEIMILD: SÝSLUMAÐURINN Í REYKJAVÍK N Ý M Á L A LL S LO K IÐ 3 0 5 9 7 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.