Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 16
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR Það þurfti ekki langa greinargerð til að útskýra af hverju Ragnhildur Gísladóttir söngkona og lagahöf- undur var sæmd Bjartsýnisverð- laununum, þegar þau voru veitt í 25. sinn í vikunni. Þjóðin þekkir feril hennar og framkomu sem heillað hefur unga og aldna um ára- bil. Fáir lista- menn falla betur að þei- rri forskrift v e r ð l a u n - anna að þau skuli veitt listamönnum „sem hafi haft óbilandi trú á sem þeir eru að gera, hefðu hasl- að sér völl á nýjum leiðum og sýnt áræð- ni í listinni“. Við verð- launaafhend- inguna sagði f o r m a ð u r dómnefndar, Vigdís Finn- bogadóttir, að Ragnhi ldur færi nýjar leiðir í list sinni og bryti allar brýr að baki sér. Hún hafi tekið sig til, vinsæl s ö n g k o n a , farið í nýtt nám og hafið að semja fína tónlist. Þó að Ragnhi ldur Gísladót t i r sé tiltölulega ung kona í blóma lífsins á hún að baki nærri þrjátíu ára feril í tónlist. Eftir nám í tónmenntakennaradeild Tónlist- arskólans í Reykjavík söng hún inn á Vísnaplötu Gunnars Þórðarson- ar árið 1976 og síðan með Lumm- unum 1977 og 1978. Hún kenndi þá tónmennt í Vesturbæjarskólanum. Í framhaldinu var hún fengin í hljómsveitina Brunaliðið, sem var mjög vinsæl á þessum árum, og söng þá inn á tvær plötur. Þá söng hún með Björgvini Halldórssyni og Brimkló á þessum árum. Árið 1981 var Ragnhildur potturinn og pannan í óvenju- legri hljómsveit, kvennasveitinni Grýlunum. Þær urðu þjóðfræg- ar þegar þær voru fengnar til að leika hljómsveitina Gærurnar í vinsælli kvikmynd, Stuðmanna- myndinni „Með allt á hreinu“ sem sýnd var 1982. Í kjölfarið sigldi platan Mávastellið. Grýlurnar urðu ekki langlífar en Ragnhildur hafði slegið í gegn og var boðið að ganga til liðs við Stuðmenn árið 1984. Næstu árin helgaði hún sig verkefnum sem Stuðmenn tóku að sér og gekk að eiga einn af forsprökkum sveitarinnar, Jakob Frímann Magnússon, og á með honum tvær dætur. Þær eru báðar í söngnámi. Seinna slitnaði upp úr hjónabandinu. Ragnhildur sendi frá sér fyrst- u sólóplötu sína, Rombigy, árið 1992. Fleiri fylgdu í kjölfarið. Á þessum árum starfaði hún með ýmsum erlendum hljómlistar- mönnum, innan- lands og utan, og þreifaði fyrir sér um nýjungar í tónlist sinni. Árið 2000 sendi hún frá sér óvenjulega plötu, Baby, sem innihélt tónlist fyrir ungabörn. Tónlistin sem hún hefur verið að skapa eftir að leiðir hennar og Stuðmanna skildu er allfrábrugðin því sem hún var að fást við á átt- unda og níunda áratugnum, klass- ískari og þyngri en kallast þó greinilega á við poppið og rokk- ið. Á Listahátíð í vor var frumflutt verk hennar Berg- mál við texta eftir Sjón. Fékk það góðar undirtektir gagnrýnenda. Sjálf segist Ragnhildur hafa mestan áhuga á að helga sig tónsmíð- um og ekki er ólík- legt að Bjartsýn- isverðlaunin, sem nema einni millj- ón króna, geti hjálpað henni að láta þann draum verða að veruleika. Auk þess að sinna tónlist hefur Ragnhildur leikið í nokkrum kvik- myndum, auk fyrrnefndrar Stuð- mannamyndar eru það tónlistar- myndirnar Karlakórinn Hekla og Hvítir mávar. Hún lék einnig stórt hlutverk í dramatískri mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Úngfrú- in góða og húsið eftir sögu Hall- dórs Laxness og þótti standa sig afburðavel. MAÐUR VIKUNNAR Bjartsýni söngfuglinn RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR SÖNGKONA ����������� ���������� ��������� ������ ����������� � � � � � ��������� �������� ��� ������� H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag DAGBLAÐIÐ VÍSIR 253. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað Kynlífsatriðihjálpuðu Jennifer Bls. 52 Bls. 20–21 Bls. 53 Bls. 26–27 Bls. 52–53 Besti vinur Braga stígur framHUGSAR UM MORÐIÐ Á HVERJUM DEGI KLAMYDÍU- KJAFTA- SÖGUR ÚR ÁSTAR- FLEYINU Sjónvarpsþulan Katrín HermannsElskar móður- hlutverkið Baráttan við hvítblæði Kolbrún ljómar af lífsgleði í baráttu við krabbamein Litla hetjanBenjamín Í Helgarblaði DV í dag eru viðtöl við foreldra krabbameinssjúkra barna um hetjulega baráttu litlu barnanna og fjölskyldna þeirra við þennan skelfilega sjúkdóm. Bls. 32, 33, 34 og 35 PRINSESSUR JÓLANNA Sýnir undirföt eftir frelsandi játningar- viðtal Bls. 24 ? Kolbrún ljómar af lífsgleði í baráttu við krabbamein helgar augl 4.11.2005 20:20 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.