Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 Leyndardómar höfuðborgarinnar Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Ég flutti rúmlega tvítugur til Reykjavíkur. Fólk sem ég þekkti í borg- inni fyrir kepptist við að óska mér til hamingju og lýsa því með bros á vör hversu lífið í borginni væri dásamlegt. „Þú þarft ekki einu sinni að eiga bíl,“ sagði það. „Það er svo stutt í allt.“ Ég var nú ekki lengi að átta mig á því að það tekur rúman hálftíma að keyra á milli ytri hverfa höfuðborgarsvæðisins á annatíma. Það er sko ekki stutt í allt í henni Reykjavík. En þetta mæta fólk hélt í þessa trú sína og hélt áfram að brosa. Innan skamms var mig farið að gruna að kannski vissu þau eitthvað sem ég vissi ekki. Ég eyddi því nokkrum árum í að reyna að komast að leyndar- málinu um hvernig væri hægt að vera bíllaus í borginni. Fyrst datt mér í hug að það hlytu að vera almenningssamgöngurnar sem væru svona sniðugar. Hafandi upplifað neðanjarðarkerfi og strætó í nokkrum stórborgum í Evrópu fannst mér það sennileg skýring. Ég ákvað því að prófa í nokkrar vikur. Bjó niðri í bæ og vann í Breiðholtinu. Strætó fór hringi og slaufur í öllum nærliggjandi hverfum og skilaði mér ringluðum í vinnuna á næstu þreföldum þeim tíma sem það tók mig að keyra þangað. Nei, þetta gat ekki verið ástæðan. Ekki nema maður sætti sig við að missa einn og hálfan tíma af deginum í tvær stuttar strætóferðir. Gekk ekki. Þá fattaði ég loksins hvað það var sem mér hafði yfirsést. Ef maður velur sér gott hverfi að búa í getur maður ákveðið að stíga aldrei fæti út fyrir það. Bingó! Þar var lausnin! Ef maður ákveður að fara aldrei út fyrir póstnúmerið sitt getur maður eytt ævidögum sínum í að flakka innan þess að vild – fótgangandi! Snilld! Að vísu þarf maður þá að sætta sig við að nota aðeins þá þjónustu sem er að finna í næsta nágrenni, sama hversu takmörkuð hún er. Ég var yfir mig ánægður með þessa uppgötvun og bjó mig undir að selja bílinn og verða hverfisrotta. Þangað til ég fattaði eitt. Hverfisrottur þurfa ekki að búa í Reykjavík. Lifnaðarhættir þeirra passa mjög vel inn í 400 manna byggðarlag úti á landi. ÞAR þarf enginn að eiga bíl af því að ÞAR er stutt í allt. Hjá Mazda eru menn ekki af baki dottnir þegar kemur að þróun vetnisbíla. Nú hefur litið dagsins ljós frum- gerð af hinum margrómaða RX- 8 sportbíl sem ber nafnið RX-8 Hydrogen RE. Í henni er að finna nýja útgáfu af RENESIS hjámiðju- mótornum sem nýtir bæði vetni og bensín. Ökumaður getur skipt á milli sjálfur, jafnvel á ferð, en klárist vetnisbirgðirnar skiptir bíllinn sjálfkrafa yfir á bensín. Með því að stækka vetnistankinn frá fyrri þróunarstigum og auka enn á eldsneytisnýtni mótorsins hafa hönnuðir bílsins náð að auka drægni hans töluvert. Hér er kannski kominn týndi hlekkurinn á milli bensín- og vetnisbíla, bíll sem er umhverfisvænn en gefur ekkert eftir í akstursánægju? Týndi hlekk- urinn? Síminn mun leggja niður NMT far- símakerfið á næstu 2-3 árum miðað við yfirlýsingar fyrirtækisins. Hætt er að framleiða varahluti og síma fyrir kerfið og því ekki mögulegt að halda því gangandi lengur. Ekki er enn ljóst hvað mun taka við en NMT-kerfið hefur gegnt lykilhlut- verki í öryggisneti landsmanna til sjávar og sveita undanfarin ár. Skiptir þar mestu langdrægni kerfisins sem er allt að 20 sinnum meiri en GSM- kerfisins. Póst- og fjarskiptastofnun hefur aug- lýst eftir umsögnum markaðs- og hagsmunaaðila á notkun tíðnisviðs- ins enda verða sjómenn og ferða- menn á hálendinu illa staddir þegar kerfið verður lagt niður. Til að bregðast við ástandinu hefur verið bent á að auka megi dreifingu TETRA-kerfisins og að gervihnatta- símar séu ekki bundnir við senda á jörðu niður. NMT lagt niður ÓVÍST HVAÐ KEMUR Í STAÐINN. RX-8 hefur hlotið glæsilega dóma og spennandi verður að sjá hvort vetnis- útgáfan nýtur eins mikilla vinsælda. Jeppafólk og aðrir ferðamenn í neyð hafa löngum stólað á NMT-kerfið til að kalla eftir hjálp björgunarsveita.VILHELM ALORKA ehf.alorka.is 577 30 80 V E T R A R D E K K Frá 19.900.– án vsk. NÝ OG SÓLUÐ 315/80R22.5, 385/65R22.5, 295/80R22.5, 12R22.5, 13R22.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.