Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 50
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR34
Laufás, Egilsstöðum
Fallegastan gatan á Egilsstöðum
og jafnframt sú elsta. Þarna bjó
ég öll mín uppvaxtarár, lék mér úti
ásamt vinum mínum langt fram á
kvöld, naut þess í botn að búa við
sundurskorna götuna þegar hita-
veitan var lögð og hjóla á nýju mal-
biki. Í dag finnst mér ekkert betra
en sitja í garðinum heima á sumrin
og uppgötva að ekkert hefur í raun-
inni breyst nema ef vera skyldi að
trén eru hærri og grænni og garð-
sláttuvélarnar háværari.
Löngumýri, Akureyri
Við upphaf menntaskólagöngu
minnar, leigði ég hér herbergi hjá
mestu dáindishjónum, þeim Óla
og Stínu. Fyrsta skóladaginn tókst
mér næstum að villast í stórborg-
inni Akureyri en náði fljótt tökum
á Byggðaveginum, Þingvalla-
strætinu og stræti Helga magra.
Útskrifaðist með láði í vamba-
saumaskap frá Stínu sem bjó til
slátur fyrir hálfan heiminn og
gerði bestu kúmenkleinur í heimi.
Beykilundur, Akureyri
Það var sumsé vel uppi á Brekku
sem ég leigði mína fyrstu íbúð.
Fyrri veturinn leigði ég með
Rögnu Árnýju sem kom inn hjá
mér einhvers konar tilfinningu
fyrir tísku, en seinni veturinn, og
jafnframt minn síðasta á Akur-
eyri, bjó ég ein. Hreinn draumur
í dós fyrir menntaskólastúdínu á
leið út í lífið. Mig minnir að leigan
hafi verið í kringum tíu þúsund
krónur og það var enginn sími.
Ljúfu dagar...
Rue de l‘Oasis, Montpellier
Mætti með baguettuna og spanjól-
una á hausnum en fann hvergi
blátt hjól og var því nauðbeygð til
að ganga í 45 mínútur á hverjum
degi í skólann. Leigði herbergi
með hinni amerísku Dawn þar til
hún bugaðist á endalausri forvitni
madame Tessier sem laumaðist
inn í herbergið okkar á daginn
til að skoða allt í krók og kring.
Monsieur Tessier kenndi mér að
bera fram „Monsieur“ og „Oui“.
Ég bý að því enn þann dag í dag!
Kvisthagi, Reykjavík
Lítið herbergi í kjallara í þessari
dásemdargötu. Man best eftir rauðu
tóbaksklútunum hans Guðmundar
Jónssonar blaktandi á snúrunum
utan við gluggann minn og sund-
ferðum með nöfnu minni í ískulda
alla morgna í Vesturbæjarlauginni.
Hún lét mig synda á hraðbrautinni.
Bólstaðarhlíð, Reykjavík
Guðríður vinkona mín bjargaði
mér í tvígang með því að leigja
mér þessa fínu íbúð í Bólstaðar-
hlíðinni. Stærsta stofa sem ég hef
augum litið! Eða svo til. Dinglaði
mér þarna ein í fyrra skiptið en
í það seinna réðum við Herborg,
æskuvinkona mín frá Egilsstöð-
um, þarna ríkjum. Og við vorum
flottastar, í blóma lífsins!
3, Rue Draparnaud, Montpellier
Rambaði á þessa litlu götu á
afmælisdaginn minn. Stór og
fín íbúð en við sambýlingarnir
máttum skúra, skrúbba og bóna
áður en hún varð virkilega fín.
Minnsta eldhús, en jafnframt það
krúttlegasta, sem ég hef búið við.
Nágranni okkar, madame Billot
svaf á daginn og vakti á kvöldin.
Var iðin við að kvarta og minnis-
stæðust er kvörtunin um að við
gengjum of mikið um...
7, Impasse Gunther, Strassborg
Hvað get ég sagt? Einn dásamleg-
asti vetur lífs míns. 30 fermetra
íbúð sem ég deildi með annarri
meyju, Margréti Helgu. Hefði aug-
ljóslega ekki gengið upp annars.
Annað lítið eldhús en það var svo
sem allt lítið! Impasse Gunther
getur, eins og nafnið ber raunar
með sér, tæplega flokkast sem
gata. Eiginlega frekar undirgöng.
En þegar út úr þeim var komið,
bar við himin turna dómkirkjunn-
ar í Strassborg og við fætur rann
áin Ill. Lærði að drekka hvítvín og
fæ enn vatn í munninn bara við til-
hugsunina um tarte flambée!
Njálsgata, Reykjavík
Get ekki sagt að ég hafi fallið
fyrir Norðurmýrinni. En íbúðin
og gatan þjónuðu sínum tilgangi
þetta ár sem ég stoppaði heima.
2, Oba Sokak, Istanbúl
Litir, lykt, tónlist... Man enn eftir
ökuferðinni upp Beyoglu-hæðina
að þessu litla horni þar sem ég
átti eftir að búa næstu 16 mánuði.
Á neðstu hæðinni, kaupmaðurinn
á horninu, tveimur hæðum ofar
íbúðin mín og þetta fyrsta kvöld
var ekkert gler í öllum glugg-
unum í stofunni. Hlýtt loftið
streymdi inn og fyrir fótum mér,
Istanbúl.
150, Rue de la Roquette, París
Fyrsta afdrepið eftir Tyrkland.
Lífleg risastór gata í 11. hverfi og
íbúðin var líka frábær. Eini gallinn
á gjöf Njarðar: Hún var á sjöundu
hæð og engin lyfta. Hver ferð
upp og niður var tilefni langra og
strangra samningaviðræðna.
11, Rue Trousseau, París
Loksins, loksins, íbúð með arni
sem virkaði! Lítil og hugguleg
gata í 11. hverfi. Steinsnar frá
markaðnum og Le Baron rouge
þar sem var tilvalið að staldra
við eftir innkaupin á laugardags-
morgnum og bragða á nýjustu
vínum eigandans. Á neðstu hæð-
inni bjó Marcel sem, til að stækka
íbúðina sína, var búinn að ákveða
að grafa sig niður um hæð...
Holtsgata, Reykjavík
Ég var ekkert sérlega upprifin af
Holtsgötunni þegar ég fór þar um
fyrst. En nú er ég ekki frá því að
þetta sé besta gatan í bænum. Sjór-
inn það fyrsta sem ég sé þegar ég
stíg út á morgnana og það síðasta
sem ég veit af þegar ég stíg inn í
húminu á kvöldin. Gæti svei mér
þá borið hér beinin. Og þó...
Istanbúl fyrir fótum mér
Fyrsta gata heimsborgarans Bjargar Björnsdóttur, kynningarstjóra hjá Þjóðleik-
húsinu, var á Egilsstöðum þar sem hún hjólaði á nýju malbiki. Hún nýtur þess
enn að sitja í garðinum heima á sumrin þar sem ekkert hefur breyst nema hæðin
á trjánum. Anna Margrét Björnsson fékk að vita hvert leiðir hennar lágu eftir það.
Áhrifavaldur Ragnars Sólbergs,
söngvara hljómsveitarinnar Sign,
er faðir hans heitinn Rafn Jónsson.
Rafn, sem var liðtækur tromm-
ari, lést á síðasta ári eftir lang-
vinna baráttu við MND-sjúk-
dóminn. Hann gerði garðinn m.a.
frægan í hljómsveitunum Grafík,
Sálinni hans Jóns míns og Bítlavina-
félaginu auk þess sem hann gaf út
nokkrar sólóplötur.
„Hann ól mig upp og var í tónlist-
inni sem maður leit alltaf rosalega
mikið upp til. Hún var aðalsportið,“
segir Ragnar. „Hann kenndi mér
og okkur bræðrum rosalega vel
að gera það sem við vildum gera
hvort sem það var rokk eða eitt-
hvað annað. Það skiptir svo miklu
máli að geta algjörlega elt eigin til-
finningar. Hann var mikill áhrifa-
valdur og ég hef alltaf verið mjög
hrifinn af flestu sem hann hefur
gert.“
Ragnar á erfitt með að nefna
erlendan tónlistarmann sem hefur
haft áhrif á hann. Þeir séu svo
margir. „Við getum sagt að kallinn
hafi verið aðaláhrifavaldur minn
í tónlistinni líka. Ég held að hann
sé næst því að vera áhrifavaldur
þar ef maður á að nefna einhvern
einn.“
Ragnar gaf nýverið út plötu með
hljómsveitinni Sign, Thank God
for Silence, en bróðir hans Egill er
einnig meðlimur sveitarinnar.
RAGNAR SÓLBERG Ragnar segir að faðir
sinn heitinn hafi hjálpað sér að elta eigin
tilfinningar.
Fékk tónlistaruppeldi
RABBI Rafn Jónsson, faðir Ragnars, var liðtækur trommari þar til hann greindist með MND-
sjúkdóminn.
GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
LAUFÁS
LÖNGUMÝRI
BEYKILUNDUR
RUE DE L‘OASIS
KVISTHAGI
BÓLSTAÐARHLÍÐ
RUE DRAPARNAUD
IMPASSE GUNTHER
NJÁLSGATA
OBA SOKAK
RUE DE LA ROQUETTE
RUE TROUSSEAU
HOLTSGATA
ÁHRIFAVALDUR RAGNAR SÓLBERG
Geggjaðir vinningar!
PlayStation2 tölva
• SingStar sett
• BUZZ sett
• SingStar 80´s
Kippu af Coca Cola
og margt fleira
Sendu SMS sk
eytið
á númerið1900
og þú gætir unnið
.
BTC SBF
Spurningarleikur
PlayStation2
Nýjasti SingStar
PlayStation2
PlayStation2
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
ti
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
1
49
k
r/
sk
ey
ti
ð
.
12. hve
r
vinnur!