Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 27
TÍMAFREKT OG FLÓKIÐ
■ Þegar umgengnisdeilur enda
hjá sýslumanni getur ferlið
verið bæði tímafrekt og flókið, en
fullnustuúrræði eru fyrir hendi.
Ef annað foreldrið höfðar mál
fyrir dómstólum og krefst forsjár,
þá getur það foreldri krafist þess
að dómstóllinn ákveði jafnframt
umgengni foreldris við barnið sitt.
Að öðrum kosti er það starf sýslu-
manna, samkvæmt barnalögum,
að skera úr um umgengnisdeilur,
og er það mun algengara að
sýslumenn sjái um þessi mál
en dómstólar. Hafa ber í huga
að sameiginlegt markmið allra
opinberra aðila í þessu ferli eru
hagsmunir barnsins. Sameiginlegt
forræði var ekki löglegt á Íslandi
fyrr en árið 1992, og dagsektirnar
komu til skjalanna á þessari öld.
Þegar leitað er til sýslumanns:
* Í umgengnisdeilum getur hvort foreldri
fyrir sig farið til sýslumanns og beðið um
löglegan umgengnisúrskurð.
* Sýslumaður byrjar á sáttaumleitunum,
kallar á báða foreldra í viðtal og býður
sáttaráðgjöf hjá sálfræðingi. Ef ástæða
þykir til er Barnavernd kölluð til, og eftir
viðræður og heimsóknir leggur hún
sýslumanni til umsögn sína, en tekur
engar ákvarðanir.
* Þegar báðir foreldrar hafa tjáð sig og
málið er talið fullrannsakað, úrskurðar
sýslumaður um umgengni eða vísar
málinu áfram til dómstóla. Þetta er að
meðaltali sex til níu mánuðum eftir að
málið fyrst kemur til sýslumanns. Hægt
er að kæra úrskurð sýslumanns.
* Ef sýslumaður úrskurðar um umgengni
en forsjárforeldrið beitir umgengnistál-
mun, geta dómstólar beitt þvingun-
arúrræðum og sektað viðkomandi.
Sýslumaður sér um að innheimta þessa
dagsekt, allt að 30.000 krónum fyrir
dag hvern frá og með deginum sem
foreldrið beitir umgengnistálmun, og
rennur sektin í ríkissjóð. Afar fágætt er
að farið sé í fjárnám, en sektin er ekki
innheimt nema foreldrið sem ekki fær
að sjá barnið fari fram á það. Eftir að
foreldrið sem hefur umgengnisrétt hefur
hitt barnið einu til þrisvar sinnum, þá
fellur uppsöfnuð sekt niður. Ef úrskurður
sýslumanns er kærður, er ekki hægt að
fara fram á dagsektir fyrr en málinu er
lokið hjá dómsmálaráðuneytinu.
* Ef dagsektir virka ekki, getur fulltrúi
sýslumanns sótt barnið á heimili for-
sjárforeldrisins í svokallaðri aðfaragerð,
og farið með það til hins foreldrisins.
Þessu úrræði hefur aldrei verið beitt í
Reykjavík.
* Við 12 til 14 ára aldur barnsins fer
umgengnin eftir vilja barnsins, og ekki
er hægt að beita dagsektum ef barnið
neitar að hitta foreldri sitt.
„Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir
foreldrar taki ábyrgð á börnunum.
Ýmsar rannsóknir benda til þess
að sameiginlegt forræði leysi úr
ágreiningi foreldra í mörgum tilvik-
um. Þegar svo er ekki, þá er ágrein-
ingurinn oftar en ekki jafn harður,“
segir Garðar Baldvinsson, fyrrum
formaður Félags ábyrgra feðra, sem
segist hafa árlega fengið yfir 400
forræðis- og umgengnismál inn á
borð til sín.
Einungis 2,5 prósent barna fara í
forsjá feðra við sambúðarslit. Rúm-
lega helmingur barna fer í forsjá
beggja foreldra við sambúðarslit og
hjónaskilnað.
Forsjárnefnd, sem skipuð var
fyrir átta árum, skilaði af sér skýrslu
í vor, þar sem hún lagði meðal
annars til að meðlög og barnabætur
foreldra með forsjá væru fryst á
meðan umgengni foreldris við barn
væri torvelduð, og tekur Garðar
undir það. Jafnframt vilji félagið að
þessi mál fari fyrir sérstakan dóm-
stól eða stofnun, sem eingöngu sæi
um forsjár- og umgengnismál, og
tæki ekki lengri tíma en þrjá mán-
uði til þess að kveða upp úrskurð.
Sameiginleg forsjá
leysir oft ágreining
GARÐAR BALDVINSSON Félag ábyrgra feðra
hefur viljað að við sambúðarslit verði börn
sjálfkrafa undir sameiginlegu forræði for-
eldra sinna, nema óskað sé eftir öðru.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
„Mál þar sem forsjárforeldrið neitar
hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra
eru kannski ekki algeng, en þau eru
heldur ekkert óalgeng,“ segir Ingi-
mundur Sveinn Pétursson, formaður
Félags einstæðra foreldra, en félagið
býður lögfræðiaðstoð í deilum sem
þessum.
Yfirleitt telur foreldrið sem hindrar
umgengnina að það sé að gera rétt og
liggja misjafnar ástæður að baki þeirri
trú. Til dæmis getur áfengis- eða fíkni-
efnamisnotkun, jafnvel þótt neyslan
fari ekki fram þegar barnið er nærri,
sem og trúarbragðaágreiningur valdið
því að forræðisforeldrið telji að barnið
sé betur statt án hins foreldrisins. Þó er
það til að forsjárforeldrið sé í hefndar-
hug og noti barnið til að ná sér niðri á
fyrrverandi maka sínum.
Ingimundur nefnir dæmi um að
báðir foreldrar hafi hringt í hann og
gefið hvort sína söguna, báðar jafn
trúverðugar. „Sýslumaður er í ofboðs-
lega erfiðri aðstöðu þegar annar
bendir á hinn. Ég hefði ekki hugmynd
um hvernig leysa skyldi svona mál,“
segir Ingimundur. „En það er auðvitað
ekkert skrítið að barnið vilji ekki hitta
foreldri sitt, ef forsjárforeldrið er búið
að hamra á því í nokkur ár að hitt for-
eldrið sé ekki nógu gott.“
Umgengni hindruð í góðri trú
INGIMUNDUR SVEINN PÉTURS-
SON Formaður Félags einstæðra
foreldra.
www.zendium.no
STYRKIR VARNIRNAR Í MUNNINUM
zendium inniheldur mild efni sem
vinna með náttúrulegum hreinsi-
eiginleikum munnholsins.
Nýja zendium tannkremið inniheldur
ensím, zink og colostrum
(broddmjólk) og veitir tönnunum
mjög góða vörn gegn bakteríum.
Með zendium tannkremi verður
tannhirðan hvort tveggja í senn,
mild og árangursrík.
Prófið einnig nýja
tannkremið
Fresh+White
Hvítari tennur
Frísklegt bragð
Inniheldur zink sem
vinnur gegn andremmu
zendium er milt á bragðið og freyðir
lítið en er engu að síður öflugt
tannkrem.
zendium virkar vel þótt það freyði
lítið vegna þess að góð tannhirða
snýst ekki um mikla froðu og bragð.
Getur milt tannkrem
verið árangursríkt?
Án
triclosan