Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 56
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR40 Tíu ára drengur, af tælensku bergi brotinn, finnst í frosnu blóði sínu við fjölbýlishús á köldu janúarsíð- degi. Það fer ekkert á milli mála að stráknum hefur verið ráðinn bani eftir að stungusár finnst á líkama hans. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur gengur vitaskuld beint í málið ásamt aðstoðarfólki sínu Sigurði Óla og Elínborgu. Það ligg- ur beinast við að álykta að morðið tengist kynþáttafordómum þó ekki sé heldur hægt að útiloka barna- níð þannig að Erlendur og félagar beina sjónum sínum að rasískum kennara við skóla drengsins og helstu barnaperrum hverfisins. Rannsóknin skilar þó fyrst í stað litlu og lögreglufólkið verður að víkka sjóndeildarhringinn og gera ráð fyrir fleiri og dapurlegri möguleikum. Arnaldur svíkur ekki Það er best að segja það bara strax að Arnaldur Indriðson svíkur ekki fjölmarga aðdáendur sína með þessari nýjustu sakamálasögu sinni. Hann er á sínu hefðbundna róli og spinnur morðgátuna af sömu leikni og hann hefur gert í síðustu bókum sínum um Erlend. Spennan hefur samt oft verið meiri enda hægir eðli glæpsins einhvern veginn á taktinum. Þetta dregur þó vitaskuld ekkert úr harmleiknum og Arnaldur byrj- ar söguna með miklum krafti og sýnir á áhrifamikinn hátt hversu stílfimur hann er orðinn í byrjun bókar þegar líkið finnst. Ömurleikinn grúfir yfir morð- inu og öllum sem því tengjast og það er aldrei skemmtilegra að lesa Arnald en þegar hann nær mynd- rænu flugi og leikur sér að því að blása lífi í aðstæður og atburði fyrir sjónum lesandans. Félagslegt drama Vetrarborgin minir á Grafarþögn að því leyti að félagslegt fjöl- skyldudrama hverfist um glæpinn. Aðlögunarerfiðleikar nýbúa koma mikið við sögu og árekstrar þeir- ra við framandi umhverfi og for- dóma setja sinn svip á söguna og hafa að sjálfsögðu áhrif á atburða- rásina. Glæpurinn týnist þó aldrei í sósíaldramanu og maður leggur ekki bókina frá sér fyrr en Erlend- ur er búinn að leysa málið og koma lögum yfir morðingjann. Félagslegi vinkillinn er þó ekki síður áhugaverður og það er gaman að því hvernig íslenska sakamálasagan hefur á nokkrum árum orðið samtímaspegill og það form sem rithöfundar kjósa að spinna saman við raunsæisbók- menntir. Arnaldur er síður en svo einn um þetta og mér sýnist nán- ast hver einasti krimmahöfundur sem gefur út bók fyrir þessi jól blanda samfélags- og þjóðmálum inn í sakamál sín, þó með ólík- um hætti sé. Það er ekkert nema gott um það að segja að íslenskir glæpasagnahöfundar skuli jafn fúslega axla félagslega ábyrgð í verkum sínum og smygla þjóð- félagsádeilu inn í vitund lesenda í Trójuhesti sakamálasögunnar sem hingað til hefur verið fundin frekar léttvæg. Þjóðin elskar Erlend Arnaldur er óumdeildur kóngur í þessum bransa og það þarf eng- inn að ímynda sér annað en að hann muni selja Vetrarborgina í jafn mörgum bílförmum og fyrri bækur sínar. Hann er þó ekki sá yfirburðahöfundur sem sölu- tölurnar gera hann að og bækur hans um Erlend rista ekki mikið dýpra en verk hinna íslensku sósíalkrimmahöfundanna. Að einhverju leyti hlýtur þetta að vera spurning um heppni og að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Og það verður ekki tekið af Arnaldi að hann hefur hitt í mark og skapað með Erlendi persónu sem mun líklega lifa með þjóðinni eins og Bjartur í Sumar- húsum. Þessi þunglyndi skarfur, sem er andlegur þríburi Taggarts og Frost, glímir við drauga fortíðar og í hverri bók gefur Arnaldur lesendum aðeins meiri innsýn í sálarlíf hans. Þetta er að ég held orðinn aðalspennuvaldurinn í verkum Arnaldar og bækur hans eru ekki síst lesnar upp til agna vegna forvitni um Erlend frekar en glæpanna sem slíkra. Félagar Erlendar, Elínborg og Sigurður Óli, eru enn hálfgerð- ar pappalöggur sem dregnar eru einföldum dráttum en það gæti verið að breytast. Elínborg er aðalskuggavera þessarar bókar en fær nokkrum sinnum ráðrúm til að hafa áhyggjur af dóttur sinni sem er með flensu. Sigurður Óli hefur hingað til verið marflöt og leiðinleg persóna en hann fær óvenju mikið vægi í Vetrarborginni og nær að vekja áhuga og samúð þó enn vanti mikið kjöt utan á beinin. Arnaldur sækir í sig veðrið með hverri bók þannig að þó hann hafi unnið flesta þá sigra sem hann getur unnið er hann enn að þróa og skerpa stíl sinn og með meiri áherslu á persónur sínar á hann tvímælalaust eftir að bæta einhverjum rósum til viðbótar í yfirfullt hnappagatið. Þórarinn Þórarinsson [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Erlendur klikkar ekki Aðkoman er einsog maður ímynd- ar sér við frumsýningu Hollywood kvikmynda í Bandaríkjunum. Rauð- ur dregill, gríðarleg kastljós utan á svölum Sheraton glæsihótelsins í Frankfurt í Þýskalandi, smok- ing klæddir dyraverðir og engum hleypt inn sem ekki er með boðs- kort með áprentuðu nafni. Þeir sem segjast hafa týnt því eru leiddir fyrir spariklædda ritara með tölvu sem fletta því upp − hér þýðir ekk- ert að vera boðflenna. Innandyra eru margir stórir salir fullir af fólki, ótal barir með litríkum drykkjum, hljómlistar- menn leika áreitislausa tónlist út í hornum, alvöru svertingjar sjá um djassinn; ljósmyndarar hlaupa um og taka myndir af frægu fólki sem varpað er á risatjöld jafnóðum, og strax í fyrsta salnum er svo mikið af fínum réttum að óvanur gest- ur borðar á sig gat og er fræddur þurrlega á því að þetta sé aðeins „forréttaherbergið“. Svona er forlagsboð þýsku Bert- elsmann útgáfunnar á bókakaup- stefnunni í Frankfurt á hverju ári, nú síðast 20. október. Mikið fjær for- lagskynningu á Súfistanum verður varla komist, og eitt er víst: ekkert í þessu boði minnir á bækur. Útibú um hálfan heiminn En kannski þarf ekki að minna gesti og starfsmenn Bertelsmann á þær. Samsteypan starfrækir tugi forlaga í Þýskalandi einu, en á útibú um hálfan heiminn − þar á meðal sjálft Random House í Bandaríkjunum. Og svo á þetta fyrirtæki, sem byrjaði sem frið- sæll þýskur bókaklúbbur, líka blöð, tímarit og sjónvarpsstöðvar. Bertelsmann notar þetta boð til að sýna mátt sinn og megin á bóka- messunni, sem oftast er kölluð svo. Og bókamessan í Frankfurt er stæ- rsta bókakaupstefna í heimi. Átta gríðarstórar sýningarhallir, á þrem hæðum hver, voru fylltar meir en nokkru sinni fyrr í ár, þegar nýtt þátttökumet var sett. 7200 sýnend- ur kynntu útgáfu sína, fulltrúar 101 lands mættu til leiks. Starfsfólk við bókaútgáfu, sem sækir sýninguna heim, er á fjórða tug þúsunda. Ef einhver heldur að bókagerð sé deyjandi starfsgrein á okkar rafvæddu tímum sannfærist hann um annað á þessum stað. Skiptist í ótal undirsýningar En stærðin veldur því líka að enginn getur þóst vita „hvernig sýningin var“, hvaða bækur sættu mestum tíðindum, hvaða viðskipti voru merkilegust. Hún skiptist eiginlega í ótal undirsýningar. Þjóðverjar eru heimamenn og halda sig mest í sínum sýning- arhöllum, enda streyma þangað venjulegir lesendur síðustu tvo dagana að kynna sér nýjar bækur; enski heimurinn hefur nánast höll útaf fyrir sig og Norðurlandabú- ar hópa sig saman á öðrum stað, verða svolítið einsog elskulegir en ögn drýgindalegir sveitamenn að leika heimsborgara hver fyrir annan. Minnkandi gildi messunnar En þrátt fyrir þessa miklu aðsókn fer viðskiptaleg þýðing mess- unar líklega minnkandi. Það er orðið miklu auðveldara að vera í sambandi við alla sína helstu við- skiptafélaga erlendis í gegnum tölvuna á skrifstofunni. Umboðs- menn falbjóða væntanlega Nób- elsverðlaunahafa jafnóðum með fréttabréfum á netinu, samningar fara á milli í rafpósti, það er hægt að senda bók í prentun hvert sem er í heiminum rafrænt, án þess að hafa nokkurn tímann stigið fæti inn fyrir viðkomandi smiðju eða hitt einhvern sem þar starfar. Sígilt bókaform Gutenbergs virðist klára sig ótrúlega vel í gegnum tölvuvæðinguna, rafræn- ar bækur er til dæmis ennþá alger aukageta forlaga, en sjálf viðskipt- in eru gerbreytt og þjappast ekki utan um nokkrar alþjóðlegar sýn- ingar einsog áður. Af hverju reynir þá hver einasti útgefandi sem vettlingi getur valdið að fara á þessa kaupstefnu, ef hann getur gert öll sín kaup utan henn- ar? Þar koma boðin og veislurnar til skjalanna. Á þeim gefst einstakt tækifæri til að sjá framan í fólk sem menn hafa verið að versla við, skiptast á sögum, fá tilfinningu fyrir viðkomandi fyrirtæki. Innihaldið þrátt fyrir allt Bækur eru þrátt fyrir allt inni- haldsvara, og rétt einsog mörg- um lesendum finnst gaman að sjá og heyra sinn uppáhaldshöfund, þykir útgefendum gaman að hitt- ast og máta sig hver við annan; bókakaupstefnan er tískusýning andans. Þess vegna reyna líka allir að halda boð og þau eru af öllum stærðum og gerðum, frá litla for- laginu sem býður upp á volgt hvít- vín og aldrað kex á sýningarbásn- um sínum og til stórveislunnar sem lýst var hér í upphafi. Litla forlagið býður örugglega upp á jafn merkilegar bækur, en á móti kemur að Bertelsmann er eina bókaútgáfan sem á sinn eigin gervihnött. Halldór Guðmundsson Úr sirkus bókanna � � KVIKMYNDIR � 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir írönsku myndina Gabbeh frá árinu 1996 í leikstjórn Mohsen Makhmal- baf, eins þekktasta leikstjóra Írana. Þetta er önnur þriggja mynda sem Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóri valdi til sýninga í Bæjarbíói í vetur. � � TÓNLEIKAR � 12.00 Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrar- kirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach og Pablo Bruna. � 15.00 Hljómsveitin IceMarimba frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í S- Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Saln- um í Kópavogi. Á dagskránni er framandi og skemmtileg tónlist, að- allega frá Zimbabwe og Suður-Afríku. � 17.00 Minningartónleikar um séra Árna Berg Sigurbjörnsson verða haldnir í Áskirkju. � 21.00 Færeyski sextettinn Ygg- drasil heldur hljómleika í Kaffi Reykjavík í Reykjavík � 22.00 Ylfa Lind verður með út- gáfutónleika á Classic Rock í Ármúla og spilar lögin af sinni fyrstu plötu, sem heitir „Petite Cadeau“. � � LEIKLIST � 20.00 Stúdentaleikhúsið frumsýn- ir Blóðberg eftir P.T. Andersson í Loftkastalanum í leikstjórn og leik- gerð Agnars Jóns Egilssonar. � � OPNANIR � 17.00 Listakonan Guðrún Bene- dikta Elíasdóttir opnar sýninguna Bergnumin á Thorvaldsen Bar, Aust- urstræti. � � SKEMMTANIR � 22.00 Harmonikufélag Reykjavíkur og Harmonikufélag Selfoss efna til harmonikuballs í Glæsibæ við Álf- heima. � 23.00 Hinn einni sanni Geirmund- ur Valtýsson skemmtir gestum Kringlukráarinnar. � Stórsveitin Logar frá Vestmannaeyj- um verður með dansleik í Klúbbnum við Gullinbrú. � Hermann Ingi jr. skemmtir á Café Catalinu. � � SAMKOMUR � 16.00 Spurningakeppnin Svör við öllu fer fram í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Spyrill les upp 30 spurningar og fá þátttakend- ur auð blöð og penna. Að spurning- unum loknum er farið yfir lausnir og fenginn sigurvegari. Í þetta fyrsta skipti sem keppnin fer fram í vetur verður spurt úr bókum Arnalds Ind- riðasonar. 38 1. júlí 2005 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Laugardagur NÓVEMBER Slangan 4.11.2005 16:08 Page 2 BÓKAMESSAN Í FRANKFURT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.