Fréttablaðið - 05.11.2005, Síða 33
[ ]
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FIA og forráðamenn keppnis-
liða í Formúlu 1 kapp-
akstrinum samþykktu nú í
lok október nýjar reglur fyrir
keppnistímabil formúlunnar
2006 og 2007. Tímatökur
verða nú með útsláttarfyrir-
komulagi í tveimur umferðum
og í þriðju og síðustu umferð-
inni keppa 10 fljótustu bílarnir
í 20 mínútur um besta rásstað
á ráslínu. Í ár fengu ökumenn
ekki að skipta um dekk í
miðri keppni en því verður
breytt aftur. Auk þess verða
ný keppnisdekk með engum
raufum tekin í notkun og tveir
sjálfstæðir afturvængir verða á
keppnisbílunum 2007.
Iceland express er með
heitan pott með sértilboðum
á heimasíðu sinni. Þar er hægt
að fá flug til ýmissa landa á
ótrúlega góðu verði fyrir utan
flugvallarskatta. Fargjöldin í
heita pottinum er aðeins hægt
að bóka aðra leið og bara fyrir
einn í einu.
Úrval-Útsýn býður upp á ferð-
ir til Kúbu í vetur fyrir þá sem
vilja komast úr kuldanum í sól-
ina. Næsta ferð verður 16. nóv-
ember og frá og með 6. mars
verður stóraukið framboð af
ferðum þangað.
LIGGUR Í LOFTINU
[BÍLAR - FERÐIR]
Reykjavík 9.24 13.11 16.58
Akureyri 9.20 12.56 16.31
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 5. nóvember,
309. dagur ársins 2005.
Feðradagurinn er
eins og mæðradag-
urinn nema hvað
það er nóg að gefa
pabba bara koss!
KRÍLIN
Leifur Steinn Elísson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Visa Íslands, á eitur-
grænan Saab, árgerð 1978, sem hefur
meðal annars fengið umfjöllun í sænsku
blaði.
Leifur Steinn segir að hann hafi uppruna-
lega keypt bílinn inn frá Svíþjóð því dóttur
hans hafi svo mikið langað í Saab. ,,Dóttir
mín var einn vetur í menntaskóla í Svíþjóð
á sama tíma og móðir hennar var þar í námi.
Þegar hún kom heim þá fór hún að tala um
að hana langaði svo í sænskan bíl. Þannig
að ég hafði samband við kunningja minn frá
því að ég var í námi í Svíþjóð og ég bað hann
um að hafa augun opin.“
Þetta var árið 1996 og dóttir Leifs Steins
hafði bílinn til umráða en eftir að hún hélt
til Bandaríkjanna í nám tók Leifur Steinn
aftur við umsjón bílsins. ,,Annaðhvort
þurfti ég að henda honum eða gera eitthvað
úr honum. Þannig að ég tók til hendinni og
tók hann algjörlega í gegn, ýmist sjálfur eða
með aðstoð annarra. Ég sprautaði hann til
dæmis allan í upprunalega litnum og hann
kom á göturnar aftur í vor,“ segir Leifur
Steinn og bætir við að þar sem bíllinn sé
orðinn að fornbíl þá hafi hann getað fengið
númeraplötu í samræmi við það þegar hann
var nýr. ,,Ég fékk nýjar plötur hjá Fornbíl-
afélaginu og þar sem ég er hreinræktaður
Dalamaður skellti ég mér á númerið sem
pabbi minn og mamma höfðu átt, D 9.“
Í vor hefur sonur Leifs Steins, Sindri, feng-
ið bílinn til afnota og þrátt fyrir ungan
aldur segir Leifur að Sindri hafi borið mikla
virðingu fyrir bílnum og umgengist hann
af alúð. Í júlí fékk bíllinn svo það sérstaka
hlutverk að vera brúðarbíll hjá dóttur Leifs
Steins og þar komst presturinn svo að orði
að bíllinn væri eiturgrænn. Í sjálfri brúð-
kaupsveislunni var sænskur ljósmyndari
sem tók myndir af bílnum. Ljósmyndarinn
sýndi svo blaðamanni í Svíþjóð myndirnar
og voru þær birtar ásamt viðtali við Leif
Stein. Þannig að hróður bílsins hefur farið
víða.
Saabinn var brúð-
arbíll í sumar
Leifur Steinn og sonur hans, Sindri, sem hefur mikið verið á bílnum að undanförnu.
Greinin um bílinn í sænska blaðinu.
REYNSLUAKSTUR
Traustur Subaru Forester
FERÐASAGA
Umhverfis jörðina
á 30 dögum