Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 2
2 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
SPURNING DAGSINS
Sigmar, ertu næsti Stefán Jón
Hafstein?
„Það vona ég ekki.“
Sigmar Guðmundsson verður næsti spyrill
í Gettu betur og fetar þar í fótspor manna
á borð við Loga Bergmann Eiðsson, Ómar
Ragnarsson og Stefán Jón Hafstein.
STJÓRNMÁL Svonefndur bensín-
styrkur öryrkja og aldraðra verð-
ur ekki afnuminn eins og gert er
ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra lýsti þessu yfir í utan-
dagskrárumræðum á alþingi í
gær um fjölgun og stöðu öryrkja.
Um 4000 ellilífeyrisþegar og
2650 öryrkjar njóta styrksins að
óbreyttu en hann nemur um 700
milljónum króna.
„Ég mun leggja þetta til við
aðra umræðu fjárlaga. Þetta verð-
ur því óbreytt og áform um að taka
400 milljónir króna í bætur og 100
milljónir króna í starfsendurhæf-
ingu eru þar með úr sögunni. Að
auki var gerð krafa um 200 millj-
óna króna hagræðingu og það mál
þarf að meðhöndla sérstaklega,“
segir Jón Kristjánsson.
Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinnar, þakkaði heil-
brigðisráðherra og kvað breytta
afstöðu stjórnvalda vera til marks
um að lýðræðið virkaði. „Hefði
heilbrigðisráðherra gætt samráðs
um þessa hugmynd hefði hann
aldrei sett hana fram í upphafi,“
sagði Helgi. - jh
Heilbrigðisráðherra skiptir um skoðun. Lýðræðið virkar segir Helgi Hjörvar:
Ekki hróflað við bensínstyrk
JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐ-
HERRA Jón er hættur við að afnema 700
milljóna króna bensínstyrk öryrkja og
aldraðra.
Loksins komin í kilju
Ein af metsölubókum
síðasta árs
Kilja
á góðu verði
1.799 kr.
Viðurkenning
Hagþenkis 2004
„Skemmtileg bók, lifandi
frásögn og umfram allt
einstaklega fróðleg lesning.“
Guðný Hallgrímsdóttir, kistan.is
„Aðdáunarvert framtak í þá
átt að reyna að stemma stigu
við fordómum og arabahatri.“
Sigríður Albertsdóttir, DV
BANDARÍKIN George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hefur aldrei verið jafn
óvinsæll og nú. Í skoðanakönnun
sem gerð var fyrir CBS-fréttastof-
una reyndust aðeins 35 prósent
þeirra sem spurðir voru ánægð
með störf forsetans.
Þetta er versta útkoma Bush
frá upphafi og jafnframt ein
versta útkoma sem nokkur for-
seti Bandaríkjanna hefur hlotið.
Til samanburðar má geta þess að
í nóvember 1973 voru 27 prósent
Bandaríkjamanna ánægð með
Richard Nixon í starfi forseta
en Watergate-hneykslið var þá
nýkomið upp. ■
George W. Bush:
Aldrei verið
óvinsælli
VARNARLIÐIÐ Kafbátaleitarflug-
vél af gerðinni P-3 Orion var
rifin í brotajárn á varnarstöð-
inni í Keflavík í fyrradag. Vélin
hefur staðið þar um árabil sem
minnismerki en nú liggur leið
hennar til Hringrásar þaðan
sem hún verður send til endur-
vinnslu.
Kafbátaleitarvélar voru hér
á landi á tímum kalda stríðsins
en ekki þykir lengur ástæða
til þess háttar eftirlits lengur.
Engar leitarflugvélar eru því
eftir á Íslandi, ekki einu sinni
minnisvarðar.
- saj
Kafbátaleitarflugvél rifin:
Brotajárn
varnarliðsins
LÍFIÐ ER ERFITT Bush hefur oft átt náðugri
daga í forsetatíð sinni en nú. AP
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
FANGAR Össur Skarphéðinsson,
þingmaður Samfylkingarinn-
ar, telur að yfirlýsing íslenskra
stjórnvalda frá því í mars 2003
um heimildir Bandaríkjamanna
til flugs í íslenskri lofthelgi og
afnot þeirra af Keflavíkurflug-
velli í tengslum við stríðið í Írak,
séu enn í gildi. „Stríðið í Írak
stendur enn og það er athyglisvert
hversu víðfeðm þessi yfirlýsing
var,“ segir Össur.
Hann segir að baráttan gegn
hermdarverkum standi enn sem
og stríðið í Írak. „Í yfirlýsingunni
er ekkert um að bannað sé að fara
með fanga til tiltekinna landa.
Auðvitað gátu íslensk yfirvöld
ekki frekar en aðrir búist við því
að heimildir af þessum toga yrðu
misnotaðar eða alþjóðalög brot-
in. Eftir stendur að yfirlýsingin
er í fullu gildi og hún er þannig
orðuð að Bandaríkjamenn geta
skotið sér á bak við hana.“
Össur vill að stjórnvöld dragi
heimildina til baka hið snarasta
og leggi auk þess bann við því að
flugvélar, sem vitað sé að notað-
ar hafi verið til fangaflutninga,
fái að lenda á Íslandi eða nota
íslenska lofthelgi.
Halldór Ásgrímsson, forsætis-
ráðherra, segir að nú sé unnið að
uppbyggingu í Írak og fráleitt að
ætla að heimild vegna Íraksstríðs-
ins frá 2003 gildi enn.
„Svona heimildir hafa verið
gefnar út. Ég nefni heimildir
vegna Persaflóastríðsins og Kos-
ovo og síðan Írak. Það er alveg út
í hött að halda því fram að til séu
yfirlýsingar sem gilda að eilífu.“
Halldór segir að þetta mál snú-
ist um grunsemdir um að menn
noti tiltekin fangelsi til að þvinga
fanga til sagna og jafnvel pynta
þá. „Slíkt stenst hvorki mannrétt-
indasáttmála Evrópu né mann-
réttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna. Við skulum vona að slíkt
hafi ekki átt sér stað. Hafi það
átt sér stað kemur sannleikurinn
áreiðanlega í ljós. Það er verið að
grennslast fyrir um þetta, bæði á
vegum Evrópuráðsins en einnig á
vegum Evrópusambandsins. Það
hefur jafnvel verið talið að slíkir
staðir séu innan lögsögu þess,“
segir Halldór.
johannh@frettabladid.is
Engar fangaflugs-
heimildir eru í gildi
Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot
Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum
við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson.
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
LEYNIFLUG Öryggisverðir á Mihail
Kogalniceanu-herflugvellinum í Rúm-
eníu með flutningavél Bandaríkjahers í
baksýn. Myndin er tekin í febrúar 2003.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylking-
arinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni,
dómsmálaráðherra bréf þar sem farið
er fram á að hann fyrirskipi opinbera
rannsókn á meintum flutningum
fanga um íslenska lofthelgi á vegum
bandarísku leyniþjónustunnar.
Í bréfinu segir að umræddum föngum
sé meinuð réttarstaða stríðsfanga og
þeim sé haldið föngnum án dómsúr-
skurðar. Þá leiki sterkur grunur á því
að fangarnir séu beittir pyntingum við
yfirheyrslur í fangelsum sem við sögu
koma.
Helgi vekur athygli á að brot af þess-
um toga geti verið refsiverð sam-
kvæmt íslenskum hegningarlögum og
unnt sé að sækja menn til saka fyrir
grimmdarverk eða pyntingar fyrirskipi
dómsmálaráðherra rannsókn eða
málshöfðun. Helgi tilgreinir þrjár auð-
kenndar flugvélar sem hann vill láta
rannsaka vegna viðkomu hér á landi
í meintum fangaflutningum.
Ráðherra fyrirskipi
opinbera rannsókn
■ Helgi Hjörvar:
Flugmálayfirvöld bæði í Rúmeníu og
Póllandi neituðu því í gær að meint
leynifangelsi CIA væri að finna við flug-
velli í þessum löndum eins og getum
hefur verið leitt að.
Stjórnendur Szczytno-Szymany-flug-
vallar í Póllandi staðfestu hins vegar að
bandarísk Boeing 737-þota hefði lent á
vellinum þann 22. september 2003, sú
sem Mannréttindavaktin segir að hafi
flutt leynifanga CIA, en aðeins haft um
klukkustundar viðdvöl þar.
Talsmaður Mannréttindavaktarinnar
(Human Rights Watch) sagði í fyrradag
frá því að samtökin hefðu vísbending-
ar um að Szczytno-Szymany-flugvöllur
og Mihail Kogalniceanu-herflugvöllur-
inn í Rúmeníu hefðu verið notaðir að
minnsta kosti sem millilendingarstöðv-
ar fyrir leynilegt flug á vegum CIA með
meinta al-Kaída-liða frá Afganistan.
■ Meint leynifangelsi CIA:
Kenningum vísað á
bug eystra
ATVINNA Síminn hefur sagt sex
starfsmönnum upp á Suðurlandi í
hagræðingarskyni.
Að sögn Evu Magnúsdóttur,
upplýsingafulltrúa fyrirtækisins,
verður fækkað um tvo starfs-
menn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli
og einn í Vík í Mýrdal. „Alls eru
þetta sex störf, en einn kemur
svo og verður verktaki hjá okkur
og svo er ósamið um verktöku á
Hvolsvelli,“ segir hún, en telur að
koma verði í ljós hvort þar verði
samið við einn eða tvo.
„Við höfum verið að endurskipu-
leggja starfsemina að undanförnu
og þétta hjá okkur starfsstöðvarn-
ar,“ segir Eva og bætir við að verið
sé að semja við starfsmann Símans
í Vík í Mýrdal um verktakavinnu.
„Síðan verður lögð niður stöðin
okkar á Hvolsvelli. Þjónusta við
Suðurland fer því að mestu fram
frá Selfossi hér eftir og frá þess-
um starfsmanni í Vík. Síðan er lík-
legt að samið verði við einhverja á
Hvolsvelli um að vera í verktöku
fyrir okkur ef þörf krefur, en það
á eftir að koma í ljós.“
Eva segir ekki von á frekari
hagræðingu í bili. „Rekstur Sím-
ans, eins og annarra fyrirtækja, er
náttúrlega stöðugt í endurskoðun.
En fyrir þessu eru margar ástæð-
ur. Tæknin er að mörgu leyti orðin
miðlægari og því hægt að þjón-
usta kerfin á annan hátt og kerfin
orðin betri. Við teljum okkur geta
veitt góða þjónustu frá Selfossi og
Reykjavík ef því er að skipta.“
- óká
Hagræðing heldur áfram í tengslum við starfsstöðvar Símans úti á landi:
Línumönnum sagt upp
EVA MAGNÚSDÓTTIR Eva, sem er upplýs-
ingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ætla að
fækka störfum um sex á Suðurlandi..