Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 4
4 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra hefur varið nær
800 milljónum króna í verkefni
tengd íslenska hestinum í ráðherra-
tíð sinni. Það þýðir að árlega, frá
árinu 2000, hafi um 130 milljónum
af opinberu fé verið veitt í íslenska
hestinn. Til viðbótar við þessar 800
milljónir er fjárveiting frá sam-
gönguráðuneytinu vegna reiðvega-
gerðar.
Stærstu upphæðirnar fóru í
hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut,
sem sér meðal annars um skýrslu-
hald, eða rúmar 270 milljónir í
hvort. Þetta kemur fram í nýjasta
tölublaði Eiðfaxa. Í viðtali við blaðið
segir Guðni að árangurinn af stuðn-
ingi ríkisins komi skýrast fram í
þeim miklu framförum í ræktun og
fagmennsku sem við blasi á lands-
mótum og heimsmeistaramótum.
„Ljóst er að miklir peningar hafa
farið í málaflokkinn, en ég hef trú á
því að þeir hafi skilað sér margfalt
til baka,“ segir Guðni.
Hann segir að inni í tölunni
séu meðal annars fjárveitingar
til kynbótastarfs í hrossarækt og
dýralæknis hrossasjúkdóma svo
og stuðningur við Hestamiðstöð
Íslands í Skagafirði og átaksverk-
efni í hrossarækt. - sda
RÁÐHERRA Í REIÐTÚR Guðni Ágústsson í
reiðtúr í Almannagjá.
ATVINNULÍF Hollenska starfsmanna-
leigan Inter-Galaxy hefur hafið
undirbúning að stofnun útibús hér
á landi. Forstjóri fyrirtækisins,
Charles Ezedi, staðfestir þetta.
Hann segist vita af þeim vanda
sem starfsmannaleigur hafa vald-
ið stjórnvöldum hér og segist til-
búinn að hjálpa til við að vinna úr
þeim vanda.
Ezedi var hér á landi í vikunni
þar sem hann leitaði sér upplýs-
inga, meðal annars hjá félags-
málaráðuneytinu.
Inter-Galaxy er alþjóðleg starfs-
mannaleiga sem hefur starfað frá
árinu 1997. Stór hluti starfsmanna
Inter-Galaxy er frá Nígeríu. ■
Hollensk starfsmannaleiga:
Undirbýr útibú
hér á landi
Fjárveitingar til verkefna tengdum hestum í ráðherratíð Guðna Ágústssonar:
800 milljónum varið í hestinn FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS 130,3milljónir
ÁTAKSVERKEFNI Í
HROSSARÆKT
75,0
milljónir
HESTAMIÐSTÖÐ
125,0
milljónir
HÓLASKÓLI, HROSSABRAUT
274,2
Milljónir
RÁÐUNAUTUR
96,6
milljónir
DÝRALÆKNIR
HROSSASJÚKDÓMA
34,8
milljónir
UMBOÐSMAÐUR
ÍSLENSKA HESTSINS
22
milljónir
ÞRÓUNARVERKEFNI
Í HROSSARÆKT
25
milljónir
FJÁRFRAMLÖG Stöplaritið sýnir fjárframlög
til íslenska hestsins í tíð Guðna Ágústsson-
ar landbúnaðarráðherra 2000-2005.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 04.11.2005
Gengisvísitala krónunnar
59,85 60,13
105,7 106,22
71,44 71,84
9,57 9,626
9,173 9,227
7,442 7,486
0,5086 0,5116
86,01 86,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
100,5898
Prófkjör sjálfstæðismanna 4. og 5. nóv. 2005
www.ragnarsaer.is - Kosningaskrifstofa Ármúla 1.
5. sæti
Ragnar Sær
í borgarstjórn
LÖGREGLA Manni sem setið hefur í
gæsluvarðhaldi vegna rannsókn-
ar lögreglu á fíkniefnasmygli um
pósthús í Reykjavík var sleppt
á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið
hefði annars átt að renna út í gær.
Að sögn Harðar Jóhannesson-
ar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík,
hafa ekki aðrir verið handteknir
vegna málsins enn sem komið er,
en rannsókn þess heldur áfram.
Ungri konu, starfsmanni póst-
hússins var sleppt úr gæsluvarð-
haldi í lok síðustu viku.
Parið var handtekið 19. októ-
ber. Þá hafði lögregla fylgst með
þeim fara með umslag af póst-
húsinu, en úr því hafði verið tekið
kókaín og litarefni sett í staðinn.
Í fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði
héraðsdóms kom fram að grunur
léki á um að fleiri eiturlyfjasend-
ingar kynnu að hafa borist til
landsins með þessum hætti. - óká
Fíkniefnasmygl um pósthús:
Maður laus úr
gæsluvarðhaldi
Stjórnvöld ómálefna-
leg í gagnrýni sinni
Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað
hafi til sín hafi oft vakið sér nokkurn ugg. Stjórnvöld gagnrýni úrskurði á ómál-
efnalegan hátt og persónugeri þá.
STJÓRNVÖLD Umboðsmaður Alþing-
is segir að viðbrögð fyrirsvars-
manna stjórnvalda gagnvart þeim
sem leitað hafi til umboðsmanns
vegna tiltekinna mála veki hjá sér
nokkurn ugg.
„Ég hef fyrst og fremst í huga
þau tilvik þar sem ég tel að við-
brögð stjórnvalda séu þess eðlis
að þau geti haft áhrif á það hvort
almenningur, jafnt einstaklingar
sem fyrirtæki, leiti til umboðs-
manns Alþingis,“ segir hann.
Þetta kemur fram í nýútkominni
skýrslu frá umboðsmanni um árið
2004 .
Hann segir að athugun umboðs-
manns Alþing-
is á máli einstaklings sem beri
fram kvörtun hafi þá sérstöðu,
til dæmis umfram rekstur dóms-
máls, að ákveði umboðsmaður að
taka málið til athugunar er það
alfarið ákvörðun hans að hverju
hún beinist. Honum sé veittur rétt-
ur til að krefja stjórnvöld um þær
upplýsingar og skriflegu skýring-
ar sem hann þarfnast. Niðurstaða
umboðsmanns byggi því á þeim
gögnum sem honum eru látin í té.
Það sé slæmt ef stjórnvöld svari
þeim, sem til umboðsmanns hefur
leitað og fengið hefur álit hans, á
þann veg að niðurstaða umboðs-
manns hafi byggst á takmörkuðum
gögn- um og ófullnægjandi
u p p l ý s i n g u m .
S t j ó r n v ö l d
g a g n -
rýni með öðrum orðum það að
umboðsmaður hafi fellt álit án
þess að hafa öll gögn í höndum,
en það sé einmitt á ábyrgð stjórn-
valda að láta honum þau í té.
Þá segir í skýrslunni að þróun
í fjölmiðlun hér á landi hafi leitt
til þess að umfjöllun fjölmiðla
sé persónulegri og leitist þeir
gjarnan við í fréttum sínum að
tengja hin einstöku mál við nafn-
greindar persónur. Hann telur að
þessi þróun hafi orðið til þess að
breyting hafi orðið á viðbrögðum
ákveðinna stjórnvalda þegar álit
umboðsmanns og aðrar niðurstöð-
ur séu birtar opinberlega. Við-
brögð stjórnvalda beinist að því að
gæta að ímynd sinni en ekki efni
málsins. Sem dæmi um þetta nefn-
ir hann fréttatilkynningar sem
stjórnvöld hafi sent í kjölfar álita
umboðsmanns, sem sé sjálfsagt
að gera, en hafa verði í huga að
mál sem umboðsmaður úrskurð-
ar um lúta ekki að hagsmunum
umboðsmanns eða persónu hans
heldur eigi í hlut einstaklingur
eða fyrirtæki sem hefur leitað til
hans vegna afskipta eða ákvörð-
unar stjórnvaldsins.
sda@frettabladid.is
TRYGGVI GUNNARSSON,
UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS
Segir að upp hafi komið tilvik
þar sem hann telur að viðbrögð
stjórnvalda séu þess eðlis að
þau geti haft áhrif á það hvort
almenningur leiti til umboðs-
manns Alþingis.
KÖNNUN Gísli Marteinn Baldursson
nýtur meira fylgis en Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson í baráttunni um fyr-
sta sætið í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins samkvæmt niðurstöðum
könnunar sem 365 Nýmiðlun gerði
á fylgi frambjóðenda í fyrradag.
Af þeim sem afstöðu tóku sögð-
ust 52,6 prósent kjósa Gísla Mart-
ein en 47,4 prósent Vilhjálm Þ.
Athygli vekur að rúmlega þriðj-
ungur segist enn óákveðinn. Könn-
unin sem var póstlistakönnun, var
gerð fyrir stuðningsmenn Gísla
Marteins og bárust rúmlega 4.500
svör. ■
Könnun 365 Nýmiðlunar:
Gísli Marteinn
með forskot
SLYS TF-Líf, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var kölluð út í gær vegna
konu sem dottið hafði af hestbaki.
Hún var um hádegisbil flutt á
slysadeild Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss.
Læknir í Laugarási hafði á
tólfta tímanum samband við
stjórnstöð Gæslunnar og óskaði
eftir þyrlunni, en konan hafði
verið á hestbaki við Syðra-Lang-
holt í Hrunamannahreppi.
Að sögn vakthafandi læknis
á gjörgæsludeild LSH, þar sem
konan liggur, er líðan hennar eftir
atvikum góð. Hann sagði hana
þó alvarlega slasaða, án þess að
vilja gefa nánari upplýsingar um
meiðsli hennar.
Þyrlan fór í loftið rétt fyrir
klukkan tólf og var lent aftur í
Reykjavík með konuna um tuttugu
mínútur fyrir klukkan eitt. - óká
Sjúkraflug Gæsluþyrlunnar:
Alvarlega slös-
uð eftir reiðtúr
Snörp hrina við Grímsey All-
snörp jarðskjálftahrina hófst
um 15 til 20 kílómetra austur af
Grímsey um miðjan dag í gær.
Fyrstu tuttugu mínúturnar fyrir
klukkan þrjú mældust 4 skjálftar
af stærðinni 3 til 3,5 á Richter,
auk smærri skjálfta. Svo dró
verulega úr virkni.
JARÐSKJÁLFTAR