Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 12
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Í Danmörku er komin upp pól-
itísk kreppa vegna gruns um að
bandarískar vélar hefðu farið um
danska lofthelgi með fanga inn-
anborðs sem verið er að flytja til
pyntinga í öðrum löndum.
Samkvæmt upplýsingum flug-
málastjórnar á Keflavíkurflug-
velli hafa flugvélar með þeim
skrásetningarnúmerum sem
greint var frá í fyrirspurn á
danska þinginu hins vegar lent
miklu oftar á Íslandi en í Dan-
mörku. Nánar tiltekið hafa 15
flugvélar sem bandaríska leyni-
þjónustan hefur leigt til fanga-
flutninga ítrekað lent hér á landi
undanfarin fimm ár; sumar þeirra
allt að 15 sinnum. Nýjasta lend-
ingin var á Reykjavíkurflugvelli
þann 10. október.
Þessi uppákoma er sú seinasta í
áratuga „varnarsamstarfi“ Íslands
og Bandaríkjanna sem jafnan
hefur einkennst af því sama.
Allt frumkvæði hefur komið frá
Bandaríkjunum og tilgangurinn
verið að tryggja þá hagsmuni sem
bandarísk stjórnvöld hafa talið
sig hafa hverju sinni.
Þessi saga hófst með herstöðva-
beiðni Bandaríkjanna árið 1945.
Framkomu bandaríska sendiherr-
ans við það tækifæri hefur verið
líkt við „yfirgang landstjóra eða
jarls, sem telur sig geta notað öll
meðul í því skyni að koma fram
vilja stjórnar sinnar og gæta
hagsmuna hennar í hálfkúguðu
landi.“ (Matthías Johannessen,
Ólafur Thors. Ævi og störf, 2
bindi, Reykjavík, 1981, II, bls. 9)
Hið sama gerðist með Keflavíkur-
samningnum 1946, inngöngu
Íslands í Atlantshafsbandalag-
ið 1949 og að lokum hinum svo
kallaða „varnarsamningi“ frá
1951. Frumkvæðið kom jafnan
frá Bandaríkjunum og íslensk
stjórnvöld brugðust við. Svo kall-
aðar „landvarnir“ skiptu íslenska
ráðamenn litlu máli í þessu sam-
hengi vegna þess að vera Banda-
ríkjahers á Íslandi kom ekki til að
þeirra frumkvæði.
Ákvörðun um að nota Ísland sem
millilendingarstað fyrir flutning
á stríðsföngum væri að því leyti
rökrétt framhald af þeirri utan-
ríkispólitík sem íslensk stjórnvöld
hafa rekið undanfarin 60 ár: Hags-
munir Bandaríkjastjórnar marka
stefnuna.
Það var ekki fyrr en herinn í
Keflavík tók að draga saman segl-
in að íslensk stjórnvöld bjuggu sér
til varnarþörf sem miðuð var við
fjórar herþotur. Enda er það gömul
saga að opinber útgjöld skapa þörf
fyrir að halda þeim áfram, ekki
síst ef það eru erlendir skattgreið-
endur sem borga brúsann.
En hver nákvæmlega er þörf
Íslendinga fyrir slíkar landvarn-
ir? Engin raunveruleg ógn steðj-
ar að landinu um fyrirsjáanlega
framtíð. Þá er það hin ímyndaða
ógn. Þeir sem hafa það verkefni
að eyða fjármunum ríkja í her- og
öryggismál eru nefnilega í eðli
sínu eins og tryggingasölumenn
sem ala á óttanum við óvænt áföll.
Engar aðrar opinberar stofnan-
ir komast upp með að vinna jafn
lítið gagn fyrir fé sem til þeirra
er varið. Lifibrauð þeirra er ótt-
inn við hið óþekkta, mögulega ógn
sem birtist ekki í 50 ár eða 100 ár
en kallar á stöðuga árvekni.
En hin ímyndaða ógn er í eðli sínu
óútreiknanleg og engin ástæða til
að miða við fjórar herþotur frekar
en hvað annað. Alveg eins mætti
rökstyðja að Íslendingar þyrftu að
eiga kjarnorkuvopn til að bregðast
við henni. Þá mætti loksins nota
byrgin sem smíðuð voru í Kefla-
vík um 1960. En auðvitað geta
verndarar okkar aldrei verndað
okkur fyrir allri ímyndaðri ógn,
t.d. ekki þeirri sem stafar af þeim
sjálfum.
Óttinn við hryðjuverk er líka að
mestu leyti ímynduð ógn. Hryðju-
verk eru sérlega fátíð miðað við
önnur ofbeldisverk og væru enn
fátíðari ef Írak hefði fengið að
vera áfram undir stjórn Saddams
Husseins. Það er staðreynd að árið
2004 var rúmur helmingur þeirra
ofbeldisverka sem Bandaríkja-
stjórn skilgreinir sem hryðjuverk
sér stað í Írak, bein afleiðing af
hernámi landsins.
Öllu hugsandi fólki ætti að vera
ljóst að herflugvellir koma ekki
í veg fyrir hryðjuverk. Hryðju-
verkamenn ráðast ekki á „veik-
asta hlekkinn“. Þvert á móti hafa
öflugustu hryðjuverk íslamskra
öfgamanna í Evrópu undanfarin
ár átt sér stað í þeim löndum sem
mesta reynslu hafa í að berjast
við hryðjuverkamenn og hafa
haft mestan viðbúnað gegn þeim,
Bretlandi og Spáni.
Nei, þótt íslenskir ráðamenn reyni
að telja okkur trú um annað þá
snýst „varnarsamstarfið“ ekki um
neina íslenska hagsmuni. Sem fyrr
ræður vilji og hagsmunir Banda-
ríkjastjórnar ferðinni. Núna felast
hagsmunirnir í því að nota Ísland
sem millilendingastöð fyrir fanga
sem njóta engra mannréttinda. ■
Fangaflugið og íslensk
utanríkisstefna
Í DAG
ÖRYGGISMÁL
SVERRIR
JAKOBSSON
Ákvörðun um að nota Ísland
sem millilendingarstað fyrir
flutning á stríðsföngum væri
að því leyti rökrétt framhald
af þeirri utanríkispólitík sem
íslensk stjórnvöld hafa rekið
undanfarin 60 ár: Hagsmunir
Bandaríkjastjórnar marka
stefnuna.
Öfgafullur
Bakþankar Jóns Gnarr í Fréttablaðinu
hafa vakið athygli og umtal, einkum
vegna trúarlegrar áherslu sem þar er
jafnan að finna. Ekki fer milli mála
að Jón er sannfærður um mikilvægi
kristinnar trúar og breytni. Sumum
finnst full mikill bókstafsandi svífa yfir
vötnum. Hafa um það skapast umræð-
ur á blogg- og spjallsíðum á netinu.
Einn þeirra sem lagt hefur orð í belg er
Magnús Davíð Norðdahl, pistlahöfundur
á vefsíðnni Djöflaeyjunni. Hann segir að
í upphafi hafi honum fundist skrif Jóns
„hið besta mál“, en nú séu hins vegar
farnar að renna á sig tvær grímur. Jón
sé að verða eilítið öfgafullur.
Gekk of langt
Magnús gerir síðan að umtalsefni
Bakþanka Jóns á fimmtudaginn sem
birtir voru undir fyrirsögninni Sjúkdóm-
ar. Þar „gengur Jón Gnarr að mínu mati
of langt og tekur stórt skref í þá átt að
skipa sér í hóp með boðberum trúar-
legrar kreddufestu og fávisku“, segir
Magnús. „Hann tilgreinir að í Biblíunni
sé sagt að syndir geti af sér sjúkdóma.
Í kjölfarið segir Jón orðrétt: „Og það er
ótrúlegt hvað hún [þ.e. Biblían] hittir
naglann á höfuðið í þessum efnum.“
Magnús segir að öll umgjörðin í kring-
um þessar hugleiðingar Jóns sé með
þeim hætti að hann horfi „gjörsamlega
fram hjá fjöldamörgum öðrum orsökum
ýmissa sjúkdóma sem hafa nákvæm-
lega ekki neitt með syndugt líferni að
gera“. Á þennan hátt sýni hann ákveðið
virðingarleysi í garð þeirra aðila sem eru
veikir án þess nokkurn tímann að hafa
verðskuldað slíkt með einhvers konar
syndugu líferni.
Jarðtengi sig
Magnús skrifar: „Ég get ekki séð að
að einhver sem fæðist inn í ákveðna
fjölskyldu og fær í arf auknar líkar á
ýmsum kvillum, eins og t.d. hjartasjúk-
dómum, alzheimer og krabbameini,
hafi syndgað og þar með kallað
þetta yfir sig. Þarna er tilviljun ein á
ferðinni eins og svo oft með sjúkdóma.
Þröngsýnt sjónarhorn pælinga Jóns
Gnarrs um sjúkdóma og syndina og
sú staðreynd að hann minnist ekki á
aðrar orsakir sjúkdóma finnst mér gefa
til kynna að hann sé aðeins farinn að
gleyma sér í hinum trúarlegu pælingum
og þurfi kannski að fara að jarðtengja
sig aftur áður en hann fellur í hóp
þeirra fjöldamörgu einstaklinga sem
útiloka öll önnur sjónarhorn en hið
trúarlega“.
gm@frettabladid.is
Hringbrautin nýja í Reykjavík er orðin eitt af undrum höfuð-borgarinnar. Hún sómir sér vel á skrá yfir misheppnuð-ustu mannvirki landsins. Látum vera að þegar ekið er í
austur lenda menn vestur í bæ. Látum vera að skrautgöngubrýr,
sem eru hundruð metra að lengd og kostuðu milljónatugi, verða
sennilega lítið sem ekkert notaðar. Hörmulegast er hvernig farið
hefur verið með verðmætasta byggingarland borgarinnar sem
lagt hefur verið undir malbik.
Mistökin blasa við sérhverjum manni með meðalbrjóstvit en
hafa af einhverjum ástæðum algjörlega farið framhjá verkfræð-
ingunum sem önnuðust hönnunina og fráfarandi borgarstjórn-
armeirihluta R-listans sem knúði framkvæmdina í gegn í óþökk
fjölda borgarbúa og skellti skollaeyrum við varnaðarorðum
dómbærra manna. Þar til nú mörgum milljörðum seinna – að
tveir þeirra valdamanna borgarinnar sem mesta ábyrgð bera á
hneykslinu, borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Dagur B.
Eggertsson, gefa sig fram og tala um að Hringbrautin hefði átt
að fara í stokk. „Mér urðu á mistök,“ sagði Árni Þór í sjónvarps-
viðtali í vikunni. Það er vissulega drengilegt að viðurkenna slíkt,
en sú spurning vaknar hvort hægt sé að tilkynna um milljarða
mistök eins og borgarfulltrúarnir eru að gera án þess að fylgja
því eftir með afsögn.
Vert er að rifja upp að nokkur undanfarin ár hafa Höfuðborgar-
samtökin og Samtök um betri byggð og sérstakur Átakshópur á
þeirra vegum barist gegn lagningu hinnar nýju Hringbrautar,
hvatt til þess að hún yrði í staðinn sett í stokk og lagt fram tillög-
ur og kostnaðarmat máli sínu til stuðnings. Fór Örn Sigurðsson
arkitekt fyrir þessum samtökum og vakti athygli fyrir rökfastan
og skynsamlegan málflutning. R-listinn með Árna Þór Sigurðs-
son og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar blés þá á andmælin
og tillögurnar. Var fáránlegustu rökum beitt til að kveða þessar
grasrótarhreyfingar í kútinn, en þó var verst hvernig reynt var
að þagga baráttuna niður. Engir borgarfulltrúar R-listans mættu
á borgarafundi um málið sem Höfuðborgarsamtökin efndu til í
Ráðhúsi Reykjavíkur í febrúar og mars í fyrra.
Í ljósi þessa er ekki nema eðlilegt að ofangreind samtök sendi
nú frá sér yfirlýsingu þar sem því er lýst yfir að dapurlegt sé að
heyra fyrrnefnda borgarfulltrúa „ræða fjálglega hve gott sé að
setja stofnbrautir í stokka til að spara dýrmætt byggingarland
og til að þyrma viðkvæmu borgarumhverfi“.
Allt er Hringbrautarmálið hneyksli sem nýr borgarstjórnar-
meirihluti verður að fara í saumana á og finna leiðir hvernig
hægt er að bæta úr. Það verður líklega dýrasta skipulagsleið-
réttingin í sögu Reykjavíkur og snautlegur bautasteinn R-listans
eftir tólf ára valdatíð. ■
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Forystumenn í R-listanum viðurkenna að
Hringbrautin er misheppnuð.
Bakþankar eftir
milljarða mistök
Allt er Hringbrautarmálið hneyksli sem nýr borgar-
stjórnarmeirihluti verður að fara í saumana á og
finna leiðir hvernig hægt er að bæta úr. Það verður lík-
lega dýrasta skipulagsleiðréttingin í sögu Reykjavíkur
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
UGL† INGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
– stórkostleg ævisaga –
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Gildir til 15. nóvember 2005
30% afsláttur
Engar málamiðlanir,
ekkert er dregið undan
né lagt flótta þegar
óþægileg mál ber á góma.
Pétur poppari er einstæð ævisaga
manns sem þoldi ekki lygina.
Kristján Hreinsson segir sögu
Péturs af hreinni snilld og er trúr
minningu popparans.
Pétur poppari,
grátið með bros á vör