Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 18

Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 18
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR18 ■ LAUGARDAGUR, 29. OKT. Valköstur beinbrotinna blaðbera Veturinn kom skyndilega í gær. Mokaði tröppurnar svo að það hlaðist ekki upp valköstur af bein- brotnum blaðberum fyrir utan húsið. Það hlýtur að vera einhver lesendakönnun í gangi, því hér er bæði kominn Mogginn og DV. Til hvers eru lesendakannanir ef allir hamast við að svindla? ■ SUNNUDAGUR, 30. OKT. Var sjálfstæðisbaráttan góð hugmynd? Sbr. Kalla-Kaffi. Rólegur dagur. Fór í göngu- ferð með konunni minni. Og svo horfðum við á Örninn í sjónvarpinu. Tja. Mér þykir meira gaman að þáttum sem eru ekki alveg svona ameríkanís- eraðir, svo sem lögfræð- ingaþættirnir dönsku og Kröníkan. En það er óneitanlega dáldið athyglisvert að bera saman íslenskt og danskt ríkissjónvarp með því að horfa Kalla-Kaffi og Örninn sama kvöldið. Maður fær vissar efasemdir um að sjálfstæðisbar- áttan og aðskilnað- urinn við Dani hafi í rauninni verið góð hugmynd. ■ MÁNUDAGUR, 31. OKT. Geðveikur dagur Skítkalt. Fór til geðlæknis. Ég er hikandi við að trúa Dagbókinni minni fyrir þessu, en ég ætla samt að gera það. Það þykir bara kúl að fara í ristilspeglun, en hálf skammarlegt að fara til geðlækn- is. Ég heyri að vísu ekki dular- fullar raddir og ég held ekki að ég sé Napóleón endurfæddur. Ég er þunglyndur þótt ég hafi nóg að borða og þak yfir höfuðið. Burt- séð frá þunglyndinu hefði mér reyndar ekki veitt af því að hitta g e ð l æ k n i n n minn í dag því að í morgun var mér tilkynnt að ekki mundi tak- ast að klára að gera við bílinn minn; nú þyrfti að rífa úr h o n u m altern- a t o r - inn og s e n d a á annað v e r k - stæði. A n n - ars bara fínn og rólegur d a g u r . S p a g - hetti í k v ö l d - m a t i n n . Fékk netpóst frá norskum vini mínum, hann var líka að elda spaghetti, hinn forna þjóðarrétt norð- manna. sagði hann. Spaghetti, ekki svið og blóðmör. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 1. NÓV. ... ræningjar oss vilja ráðast á ... Síðdegis kom loksins símtalið sem ég hafði lengi beðið eftir: „Það er búið að gera við bílinn þinn. Þú mátt sækja hann.“ Aumingja maðurinn var soldið skömmustulegur yfir þessari töf, en hann var samt nógu brattur til að segja mér að viðgerðin kostaði 168 þúsund krónur. En af því að þetta hefði farið úr böndunum gæti ég fengið 10% staðgreiðslu- afslátt. Bíllinn minn er af tegund sem heitir BMW og mér líkar mjög vel við hann. Umboðið heitir Bílar og landbúnaðarvélar, og ég er ekki alveg viss um tilfinningar mínar í þess garð séu jafn hlýjar. Ég sönglaði „Fram fram fylk- ing“ í bílnum á heimleiðinni. „Forðum okkur hættu frá.“ Á meðan var þulurinn í útvarp- inu að þylja eftirfarandi: „Sjö stjórnendur hjá KB banka hagn- ast um nærri því 769 milljónir króna ákveði þeir að selja hluti sem þeir fengu samkvæmt kaup- réttarsamningi árið 2000. Stjórn- arformaður KB banka, keypti flesta hlutina eða um helming og nemur hagnaður hans því um 390 milljónum króna.“ Þegar ég kom að „ræningjar oss vilja ráðast á“ í söngtextan- um fór ég upp á háa-C-ið. Auð- veldlega. ■ MIÐVIKUDAGUR, 2. NÓV. Hamingjuvísitalan og púk- inn á fjósbitanum Íslendingar eru fjórða hamingju- samasta þjóð í heimi samkvæmt gagnabanka sem starfræktur hefur verið undanfarin 20 ár og nefnist World Database of Happiness. Hamingja níutíu þjóða var könnuð og í ljós kemur að Danir, Malt- verjar og Svisslending- ar eru hamingjusam- astir með átta stig af tíu mögulegum. Íslendingar eru svo fjórðu ásamt nágrönnum okkar á Írlandi með hamingjustuðulinn 7,8 en Svíar og Finnar fá 7,5. Norðmenn teljast óhamingju- samastir Norðurlandaþjóða og mælast með 7,4. Hamingjan reyndist hins vegar minnst í Tansaníu en þar mældist hamingjustuðullinn 3,2. Simbabvebúar og Moldóvar komu þar rétt fyrir ofan með 3,3 og 3,5. Það er góð hugmynd að mæla hamingju þjóða. En betra væri þó að mæla hamingju einstakl- inga og reikna síðan út meðaltal- ið og fá út hamingjuvísitölu. Þá fyrst kæmi í ljós hvort góðærið hafi skilað sér. Þessi verðlags- vísitala segir manni sosum ekki margt um hvernig mannskapur- inn hefur það. Væri ekki skynsamlegra að reikna út ham- i n g j u - v í s i t ö l u fólksins o g leggja aðeins minni áherslu á að efnahagurinn bólgni eins og púk- inn á fjósbitanum? Reyndar sveiflast hamingju- vísitala mín ákaflega mikið. Hamingjuvísitala mín í gær t.d. var 8,0 þegar ég var búinn að drekka morgunkaffið. Og hoppaði upp í 10 þegar ég heyrði að búið væri að gera við bílinn. En hrapaði niður í 3,2 þegar ég heyrði hvað þetta kostaði. Fór upp í 9,0 þegar ég var að lesa fyrir fólkið. Og fór niður fyrir alkul þegar ég heyrði fréttina um bankaræningjana. En svo sofnaði ég glaður og vær. ■ FIMMTUDAGUR, 3. NÓV. Um raðmorðingja Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera rithöfundur. En mér finnst það samt betra en að vinna heiðarlega vinnu. Ég er ekki góður vinnukraftur. Ef ég væri hjá starfsmannaleigu væri ég senni- lega laminn. En ef ég fæ að dútla úti í horni einn og ótruflaður er ég yfirleitt ekki til vandræða. Í dag var ég að reyna að koma skipulagi á næstu bók sem ég ætla að skrifa. Hún heitir í augna- blikinu ENGILL DAUÐANS og fjall- ar um afkastamesta raðmorðingja okkar tíma, raðmorðingja sem leikur lausum hala og enginn treystir sér til að stöðva. Hún fjallar um eiturlyf. Svo fjallar hún líka um ósköp afkastalítinn r a ð m o r ð - ingja sem sálgar bara n o k k r u m persónum og er hand- tekin(n) í lokin. Af hverju langar mig að skrifa um svona voðalega hluti? Jú, þeir eru partur af umhverfinu. Og mér finnst að við eigum að tala upp- hátt um það sem við sjáum og það sem við upplifum. Þögnin er eins og myrkur, þar er á reiki margur óhreinn andinn. ■ FÖSTUDAGUR, 4. NÓV. Óðaverðbólga eða geðlyfin? Mælti mér mót við merkilegan mann sem er fús til að miðla mér af reynslu sinni svo að bókin sem ég er að undirbúa geti endurspegl- að raunveruleikann. Þessi maður er ekki raðmorðingi, öðru nær, hann er í fíkniefnalögreglunni. Ég hlakka til að hitta hann. Ég hlakka líka til að komast almenni- lega af stað við að skrifa bókina. Og svei mér, ef ég er ekki líka farinn að hlakka til jólanna. Það er óðaverðbólga í hamingju- vísitölunni. Eða ætli geðlyfin séu bara svona öflug? Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar „Hamingjuvísitala“ til að mæla góðæri Kæra Dagbók fjallar að þessu sinni um snjómokstur, geðlækna, bílaviðgerð, sjónvarpsefni, spaghetti og vísitölu hamingjunnar sem enn hefur ekki verið mæld þrátt fyrir að múgur og margmenni grúfi sig yfir verðlagsvísitöluna og hafi meiri áhyggjur af efnahagslífinu en mannlífinu. Þau voru ljós á leiðum okkar Á allra heilagra messu, sunnudaginn 6. nóvember, er látinna minnst. Vitjum leiða ástvina okkar með hlýhug og þakklæti. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma verður til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallagarði við Suðurgötu frá kl. 14-16. Boðið er upp á samfellda dagskrá í Fossvogskirkju á sama tíma, með helgri stund við kertaljós, tónlistarflut- ning, bæn og ritningarlestur. Gestir garðsins eru hvattir til að ganga í kirkju og eiga innihaldsríka stund í minningu ástvina. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu í Fossvogsgarði, Hólavallagarði og í Gufuneskirkjugarði. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna. 14:00 –14:30 Ritning og bæn: sr. Bára Friðriksdóttir Kórsöngur: Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Undirleikur: Marteinn H. Friðriksson 14:30 –15:00 Ritning og bæn sr. Bára Friðriksdóttir Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir Undirleikur: Eyþór Gunnarsson 15:00 – 15:30 Ritning og bæn sr. Miyako Þórðarson, Kórsöngur: Kór Bústaðakirkju Organisti: Marteinn H. Friðriksson 15:30 – 16:00 Ritning og bæn sr. Miyako Þórðarson. Kórsöngur: Kór Áskirkju Organisti: Kári Þormar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.