Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 3 NÝIR JÓLASIÐIR TEKNIR UPP HÉR Aöventusiðir eru tiltölulega ungir hér á landi. Timamynd Róbert. Mikið var um að vera um helgina i blómaverzlunum, þar sem seldir eru aðventu- kransar og efni i þá. Það er þó ekki gamall siður á Islandi að hafa aðventukransa til skrauts fyrir og um jólin. Algengir urðu þeir ekki fyrr en á siðasta áratug eða svo. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur tjáði okkur, að aðventukransar væru ekki eldri hér á landi en 50 ára i mesta lagi og þeir hefðu ekki tiðkazt meðal almennings hér fyrr en miklu siðar. Hann hefði talað við fólk, sem myndi eftir þeim um 1940 og e.t.v. væru þeir eitthvað eldri. Aðventukransar eru trú- lega komnir hingað fyrir dönsk áhrif, og sá siður að kveikja á fyrsta kertinu fyrsta sunnudag i aðventu, tveim annan sunnu- daginn, og svo koll af kolli. Aðventan er samkristið fyrir- bæri og jafngömul guðskristni i landinu. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag i aðventu, en kirkjuárið er annað en hið veraldlega ár, sem hefst um áramótin. Aðventusiðir eru tiltölulega ungir hér á landi, svo sem fram kom hér að framan um að- ventukransana. Fólki leyfðist minna á jóla- föstunni en á öðrum árstimum, rétteinsogá páskaföstu. Mönnum bar að halda i við sig i mat og drykk og hömlur voru lagðar á kynlif, t.d. tíðkaðist ekki að brúðkaup væru haldin á að- ventunni. Vinnuálag var mikið á jóla- föstu, þótt ekki teljist það til sér- stakra aðventusiða, og^ var þá einkum fengizt viö tóvinnu,en enginnmátti fara i jólaköttinn og þvi reið á að hafa plögg tilbúin handa öllu heimilisfólki fyrir jól. Annað sem gerðistá jólaföstunni á tslandi var að jólasveinarnir voru taldir koma til byggða niu eða þrettán dögum fyrir jól. Ekki fer sögum af kristilegum hátiðisdögum á jólaföstunni hér, sem haldnir voru hátiðlegir i öðrum löndum Nikulásardagur, 6. desember, er hátiðisdagur i Mið-Evrópu og viðar, en heimild- ir geta ekki um tilhald hér þann dag, þótt það sé ekki sönnun þess að svo hafi ekki verið. Margar kirkjur hér á landi voru helgaðar heilögum Nikulási i kaþólskum sið. LUsiumessa, 13. desember, hefur af sumum verið haldin hátiðleghér á siðustu árum, oger það fyrir sænsk áhrif. En hún var ekki hátiðisdagur hér áður fyrr. I stað þessara hátiðisdaga átt- um við okkur sérstakan dag — Þorláksmessu, 23. desember, er dánardagur Þorláks biskups helga. Einnig er til Þorláks- messa á sumri, sem er 30. júli, en þann dag voru bein Þorláks lögð f skrin. Þorláksmessa á sumri var mikil hátið i Skálholti i kaþólskum sið, og kom fólk viðs- vegar að til að taka þátt i henni, enda var hún rétt eftir alþingi, og margir áttu leið um héraðið. A Þorláksmessu gera margir sér dagamunenn i dag. — drekka brennivin, borða skötu eða hangi- kjöt. Sá siður að borða skötu á Þorláksmessu er trúlega upprunninn i sjávarplássum. Og mörgum borgarbúum finnst það tilheyra Þorláksmessu að fara út og verzla og fá sér i staupinu i leiðinni. Dagurinn fyrir Þorláksmessu er kallaður Hlakkandi á Mýrum. Kvaðst Arni Björnsson þjóð- háttafræðingur ekki hafa heyrt þennan dag nefndan þessu nafni fyrr en fyrir ári eða svo, og sennilega væri notkun þess ein- göngu bundin við Mýrar vestur. Aðventukvöld og aðventusam- komur i kirkjum eru sennilega tiltölulega nýjar af nálinni og hafa orðið til i þéttbýlinu. Ekki fara sögur af þeim hér á landi áður fyrr, en e.t.v. hafa ein- hverjar áþekkar samkomur verið haldnar á jólaföstunni á biskups- stólunum, þar sem fjölmenni var fyrir. Aðventukvöld eru liður i þeirri viðleitni prestanna að ná til fólksins. Aður fyrr var mikil og almenn kirkjusókn á fyrsta sunnudag i aðventu eins og á jól- um og páskum. Þá tiðkaðist að menn gengju til altaris og bæðu fyrirsér — og öðrum á nýbyrjuðu kirkjuári. Þótt atventukransar hafi ekki tiðkazt hér til skamms tima eins og i öðrum löndum, er það gamall siður á Islandi að kveikja á jóla- skertum á fyrsta sunnudegi i aðventu og á jólaföstu leyfðist fólki að lesa lengur á kvöldin og fara ósparlegar með ljós en ella. -SJ. Hvaðö ©r PIONEER? PIOMEER ER BRAUTRYÐJANDI PIOIMEER ERU FRÁBÆR HLJÓMTÆKI PIOIMEER HEFUR STÓRKOSTLEGAN HLJÓMBURÐ PIONEER GEFUR 3ja ÁRA ÁBYRGÐ PIOIVieeR FÆST Á HAGSTÆÐU VERÐI PIOMEER FÆST MEÐ GÓÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM ■ ■ • ■- ■ ■■■ ^ s \ ■ 3ja ára ábyrgð Við gefum 3ja ára ábyrgð og það þýðir að við treystum Pioneer og það þýðir að þú getur treyst Pioneer líka. Spyrjið þá fjölmörgu, sem eiga PIOIVEER hljómtæki. Þeirra vitnisburður er okkar auglýsing. Sérblöð 1 hljómtækni keppast við að hrósa tæknimönnum Pioneer fyrir frábæran árangur á sviði hljómtækni og þá sérstaklega fyrir frábæran hljómburð Pioneer. PIOIMEER MAGNARAR 7 gerðir PLÖTUSPILARAR 6 gerðir Og síðast en ekki sízt — Við eigum Pioneer ÁVALLT til afgreiðslu STRAX. HEYRNARTÆKI 7 gerðir ÚTVARPSMAGNARAR 1 2 gerðir KASETTUTÆKI 7 gerðir PIOIMEER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.