Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. LÓ° 55-'*'" tmv , ' : ***,,*«tfX ™ * ...... ' - —............. Björn Jakobsson frá Varmalæk: Guð minn guö ég hrópa gegnum myrkrið svarta, — líkt og lit úr ofni æpi stiknað hjarta, gefðu dag i dauða, Drottinn, minu skari, vonarsnauða vizkan veldur köldu svari. Og ein fegursta bæn er þessi i einfaldleik sinum: Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þinu barni, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og litill lækur ljúki sinu hjali, þar sem lygn i leyni liggur marinn svali. Hverfum aftur að spiritism- anum. Ef hann er sá versti löst- ur, sem leiddur hefur verið yfir þessa þjóð, þá er ekki úr mörgu að moða fyrir kirkjunnar menn. Ef kirkjan lftur fram hjá öllum öðrum syndum, sem hér eru framdar, er sjón hennar orðin býsna dauf. Þá fer trúin ein að nægja mönnum, þó að siðgæðið sé á eins lágu stigi og komizt verður. Að sumu leyti virðist kirkj- unni hafa hrakað. Sú var tiðin, að hópur presta gekk i bindindi og snertu ekki áfengi. En hvað er að segja um bindindisstarf- semi kirkjunnar nú á dögum? Hvað hefur hún t.d. gert til að bjarga þeim stóra hóp fjöl- skyldna, sem liða og þjást vegna neyzlu áfengis? 1 þessum sökum hefur kirkjan ekkert látið til sin heyra. Það er þó deginum ljósara, að ótölulega margir glæpir eru framdir vegna neyzlu þessa görótta drykks. Hins vegar hefur ekki heyrzt þess getið, að spiritistar væru sérstaklega valdir að ófremdarástandi þjóðarinnar I nokkurri grein. 1 einni af sögum Einars H. Kvarans skálds er sagt frá konu, sem var si og æ með guðsorð á vörum, en var i raun og veru hiö mesta forað. Slikar konur kallaði skáldið „bibliu- varga”. Það er nefnilega sitt- hvað trúeöa siðgæði. Svo að við fáum út fagurt mannlif, er ekki nóg að vera „bibliuvargur”. — Það er vissulega betra að gæta sin, ef menn vilja i einlægni feta i „fótspor meistarans”. Svo er sagt, að prestur einn hafi að lokinni messu spurt bónda Ur söfnuðinum: Hvernig likaði þér ræðan?” Sú varð raunin, að bóndinn taldi ræð- unni fátt til gildis. Varð presti þá að orði: „Það var varla von á góðu, þvi að guðspjallið var óttalegt ólán.” Þegar þess er gætt, hversu mörg gullkorn er að finna i Bibliunni, setningar hlaðnar fegurð og lifspeki svo að hvergi finnast dæmi til sliks annars staöar. þá má furðu gegna, hversu mörgum prestum tekst að finna guðspjöll, sem eru „óttalegt ólán,” svo að við, hinir óvigðuskiljum ekki, hvert verið er að fara með okkur. Leikur sá grunur á, að ýmislegt hafi skol- ast til i meöferðinni frá upphafi vega. • Svo sem kunnugt er, flytja prestar morgunbænir hvern dag. I fyrstu var prestunum ekki haslaður völlur og réttu aö fólki margvisleg umhugsunar- efni — En nú hefur sjónarsviðið verið þrengt allhastarlega, svo að nú liðst prestum ekki lengur að vera að stugga við fólki. Þetta er orðið eins og lygn stööupollur, þar sem engar gár- ur eru lengur til. Hinir morgun- svæfu fá að lúra i fullum friði. Prestarnir þakka Guði með hjartnæmum orðum fyrir hand- leiðsluna, engar smásyndir lengur til, hvað þá hinar stærri. JOLA- hangi kjötið 1/1 læri 1/1 frampartar 1/2 skrokkar Útb. hangilæri Útb. hangiframpartar kr. kg ATHUGIÐ! Goða London Lamb — það albezta á markaði aðeins 1480 kr. kg. kr. kg. 6 72 kr. kg. 528 kr. kg. 579 kr. kg. 1150 9 50 v&zixsjumxm TT®{DD[R£] LAUQALÆK iml Zí. 35QSO Staða fulltrúa í fjölskyldudeild stofnunarinnar er laus til umsóknar. Umsækjendur með próf I félagsráðgjöf ganga fyrir. Laun samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 5. janúar n.k. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Fyrir nokkrum árum átti ég langt viðtal við mann, sem tal- inn var i hópi þeirra, sem kalla mátti „bókstafstrúar”. Við' j-æddum i mesta bróðerni um *ýmis málefr.i, m.a. um trúmál. Gerði ég frekar að spyrja en svara skoðunum hans. Kom þó fljótt i ljós, að i mér var meira Tómasareðli en honum likaði. 1 mig vantaði bókstafstrúna og að ég væri að hugsaum ýmsa hluti á annan veg en „kenningin” boðaði. Þegar ég nefndi orðið „hugsa”, varð hann snöggur upp á lagið og sagði hvat- skeytislega: „Þú átt ekki að vera að hugsa, bara trúa!” Var það ekki eitthvað þessu likt, sem kom fram á hinum fræga og margumrædda Skál- holtsfundi á s.l. sumri og i grein, sem birtist i Kirkjuritinu, eftir núverandi æskulýðsfræðara við skólann i Skálholti? — Sú skoð- un kom fram á fundinum hjá ýmsum „gáfnaljósum ” i prestastétt,aöalmenningur ætti ekki að þreyta sig á því að hugsa heldur trúa i algeru hugsunar- leysi hverju einu, sem I „helg- um” ritum stæði. En einkum fannst umræddum prestum, að okkur væri hreinn sálarvoði vis, ef við færum að skyggnast yfir landamæri lifs og dauða og á þann hátt sannaðist, að til væri annað lif. Samt rembást þeir eins og rjúpan við staurinn, að boða okkur trú á annað llf, og þykjast geta sagt — likt og Þor- leifur á Háeyri — „bókstafurinn bllíur”. En ef til vill hefur Sigurður Breiðfjörð haft nokkuð til sins máls, þar sem hann seg- ir: „Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja: En skyldi þeim engum bregða I brá, blessuðum, nær þeir deyja?” A Skálholtsfundinum réðust nokkrir prestár með offorsi á splritismann. Hann töldu þeir hinn mesta ófögnuð, sem fest hefur rætur hér á landi. — En þegar viö hugsum til þess, hverjir voru frumherjar spiri- tismans á landi hér, þá gengur illa I fólk sá boðskapur þessara presta, að þeir Haraldur prófessor Nielsson og Einar H. Kvaran skáld hafi verið ótindir syndaselir. Ef þeir ætlast til þess að almenningur gleypi við sliku, má búast við, að fjöldi manna fari að telja þessa presta nokkuð valta á fótunum i öðrum boðskap sinum. Vissulega má kirkjan þola margt, ef hún fær staðizt slikar kenningar. Sagt er, að til séu menn, jafnvel hempuklæddir, sem lenda i þvi þröngsýni, að þeir nota vit sitt, mátt og megin til að loka himnariki fyrir fólkinu. Viðsýni og umburðarlyndi, sem þeir þó berjast við að boða, eru i algeru lágmarki, og kirkjunni, sem þeireru kvaddir til að þjóna, til niðurdrepa og vanvirðu. Matthias Jochumson var prestur og um leið eitt hugljúf- asta skáld, sem Island hefur eignazt. Hann var skáld „and- ans, hugsjónanna og eilifðarinn- ar”. — „það var ekki litið verk, sem hann lagði i það að fækka tárunum i veröldinni. Allur sá straumur af huggun og hlut- tekning, sorgaléttisviðleitni og sigurvonum, sem kemur fram i erfiljóöum hans”, var stór- merkur hluti ljóða hans. Og svo rikur var hann af bjartsýni og vfðsýni, að lengra varð ekki komizt. Þó að ótrúlegt sé, lá við að frjálslyndi hans sem prestur ætlaöi að verða honum að fóta- kefli. Svo harðorð voru ummæli hans um útskúfunarkenning- una, að við lá, að hann yrði dæmdur frá kjóli og kalli. — í eðli sinu var hann trúmaður svo sem frekast má verða. En and- legt lif hans var i raun og veru „sifelld barátta milli skyn- seminnar og trúarinnar......... þangað til spíritisminn kom inn i llf hans. Þá var þeirri baráttu lokið.” Matthias var eitt mesta trúar- skáld, sem við höfum átt. Samt hvarflar að manni sú hugsun, að brátt finnist i hópi presta svo mikil þröngsýni, að þeir þyki ekki fært að láta syngja sálma séra Matthiasar. Hann var einn af þeim, sem krafðist þess að fá að hugsa. Hvar er trú áð finna, ef ekki I þessum ljóðlinum: Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannes. málaráöherra. Þessi marg eftirspuröa bók, sem veriö hefur uppseld árum saman er nú komin aftur í bókaverzlanir. Lög og réttur fjallar á greinargóöan hátt um ýmis meginatriöi íslenzkrar réttarskipunar. Bókin fæst hjá helztu bóksölum, og kostar kr. 2.700.- sölusk.). Félagsmenn,— og aö sjálfsögöu þeir, sem gerast félagsmenn nú, fá bókina meö 20% afslætti í afgreiöslu Hins íslenzka bókmenntafélags aö Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hiö íslenzka bókmenntafélag. „ÞÚ ÁTT EKKI AÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.