Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 11 i Þorsteinn Erlingsson skáld þótti ekki trúaður á sumar kenningar kirkjunnar. Sumir töldu hann „trúlausan”. Aðrir, sem þekktu hann bezt, sögðu það hina mestu fjarstæðu. Hvað segir t.d. þetta, er hann kveður i þann mund, sem hann finnur að sólarlag ævinnar er að nálgast, þá hlakkar hann til að „vakna ungur einhvern daginn með eilifð glaða kringum sig.” — Og áhvað trúði hann? Þessu hefur verið svarað á þennan veg: „Hann trúði á fegurðina. Hann trúði á einlægnina. Hann trúði á miskunnsemina. Hann trúði á réttlætið. Hann trúði á kærleik- ann. Hann trúði á sannleikann.” Honum fannst ekkert eiga rétt á sér annað en það góða. 1 sama streng tók Matthias: Gjöfinsem Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER penni er lífstíðareign. PARKER pennar kosta frá kr. 490.- til kr. 12,945.- PARKER eftirsóttasti penni heims. j 11 0 ....Rétta stefnu siglir aðeins sá, sem hið góða ræður mestu hjá. Hvað sem liður trúarskoðun- um og játningum, þá hlýtur það að vera eitt aðalverkefni kirkj- unnar að kalla fram þaö góða i manninum: Og þar á hún nægjanlegt starf fyrir höndum, þtítt þjónar hennar séu ekki að eyða orku sinni i það að troða i okkur sérstökum kenningum eða samþykktum kirkjufunda, sem oft reynast sannkölluð neyðarbrauð. Sú er reynslan, að fjöldi ftílks gengur iðulega til altaris. Þetta er iraun og veru ósköp eðlilegt, þv! að ýmsir hafa margan breyzkleika á samvizkunni. Er þá notalegt að koma frá altaris- göngunni hvitþveginn af öllu sliku, þvi að prestarnir segjast hafa leyfi til að boða altaris- gestum, hverjum sem er, fyrir- gefningu syndanna. En hvaðan fá þeir leyfi til shkra hreingem- inga, svo að gagni megi koma? Ég bara spyr: Er þetta hægt? Eitt af þvi, sem þykir miklu skipta og sjálfsagt, að börn kunni og hafi yfir á fermingar- degi er trúarjátningin. En hvernig eiga vesalings börnin að tileinka sér hana i einlægni, þar sem orðalag hennar er á margan hátt „óttalegt ólán”? Það er t.d. sögulegt, en alls ekki trúarlegt atriði og skiptir engu máli i þessu sambandi hvort hann hét Pilatus eða hvað annað, sá sem var neyddur af mannfjöldanum til að dæma frelsarann til dauða. Og hvaða trúargildihefur það fyrir börnin að fá að vita það, að Jesús VERA AÐ HUGSA" Þetta erusifelldar „lullubiapré- dikanir”, og engin ný hugsun vakin hjá hlustendum. Verið ró- leg, gætu prestarnir sagt, við skulum taka af ykkur ómakið. Tómas skáld Guðmundsson segir svo um Einar H. Kvaran, að það hafi verið almenn skoð- un, ,,að hann væri einn allra- mestur vitsmunamaður sinnar kynslóðar á íslandi.” Og Halldór Laxnes hefur þetta um Einar að segja: „Liklega hefur enginn maður gert Krist öllu vinsælli á Islandi.” Hvað segja „bókstafstrúarprestar” um annað eins og þetta? Eru þeir menn til að taka Einari H. Kvaran fram i þessu efni? — Og um þröngsýni kirkjunnar hefur Einar þessa likingu fram að færa: „Jafnvel úthafið mundi verða að stöðupolli og að lokum þoma upp, ef ár og lækir jarðar- innar og regn himinsins streymdi ekki i það.” Oft heyrist kvartað undan lé- legri kirkjusókn. En varla styrkist sá þáttur, ef prestar reyna að gera kirkjuna að eins konar stöðupolli eða girða svo vandlega i kringum sig, að eng- in frjáls hugsun eigi þar inn- göngu. Þeir mega þá sjálfum sér um kenna. Kristur hafi stigið niður til helj- ar (orðið mildað frá latnesku merkingunni)? Og i trúarjátn- ingunni er þess ekki getið, hvaða erindi hann átti þangað. Og jafnvel enn er til, að talað sé um „upprisu holdsins” (í stað „upprisu dauðra”). Margt er þarna sem sagt litt skiljanlegt, svo sem „samfélag heilagra”. Hverjir vom þessir „heilögu”? Þó að það verði talið mér til syndar, get ég ekki komizt hjá þvi að láta i ljós, að trúarjátn- ingin á skilið betri meðferð. Hún á skilið að verða svo einföld I orðalagi, að hvert barn skilji, hugljúf i sniðum, trúverðug og sannfærandi. Að lokum þetta: Ef kirkjan vill halda reisn sinni, má hún alls ekki stefna að þvi að múl- binda fólkið við þröngsýnar kreddukenningar, heldur flytja þvi aðlaðandi gleðiboðskap, er lyfti þvi á hærra þroskastig og geri það sambúðarhæfara en raun ber vitni um. Blind bók- stafstrúarkenning gétur aldrei gefið þá sálubót, sem almenn- ingur þarfnast. Hverjum ber frekar en kirkjunni að „láta dyr standa opnar?” Flestir munu óska þess, að kirkjan beri þann blæ, sem segir i sálmi Vald.V. Snævarr: Vor dýra móðir, kristin kirkja, svo kærleiksrik og blið, vill hvetja, laða, styðja, styrkja til starfa drottins lýð. Húnleitar,kallar, liknar, fræðir og ljóssins trú i hjörtum manna glæðir Hún lætur hljóma lifsins mál, er lifgað getur hverja sál. Kirkjan á örugglega I fórum sinum þau dýrmætu smyrsl, er grætt geta hin dýpstu sár mann- legs llfs, ef rétt er á haldið. Björn Jakobsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.