Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 17 Indriði G. Þorsteinsson: Ætla þeir að verja landið? Þauþorskastrið, sem hér hafa verið háð, hafa leitt i ljós, að bandamenn okkar i Atlants- hafsbandalaginu hafa ekkert getað gert okkur til aðstoðar gegn ofurefli brezkrar vopna- maskinu. Bretar hafa getað beitt okkur hörðu þrátt fyrir veru okkar i Nato, og þrátt fyrir það, að hér er varnarlið sam- kvæmt sérstökum samningi við Bandarikjamenn, sem einn þáttur i gæzlu og varnarkerfi Nato á Noröur-Atlantshafi, og til varnar íslandi. En þegar okkur liggur lifið á, virðist hvor- ugur þessara þátta vera til mik- ils gagns. Eðlilega ræðir fólk nú þann möguleika að segja sig Ur Nato, og herði Bretar á ofbeldinu og ó- sannindavaðlinum um atburði á íslandsmiðum, má vænta þess að enn harðar verði haldið á kröfunni um endurskoðun á þátttöku okkar i varnarsam- starfi á Norður-Atlantshafi. Þetta eru auðskilin viðbrögð, og raunar furðulegt, að ekki skuli meir hafa hrikt i þessu varnar- samstarfi i liðnum þorskastrið- um en raun ber vitni um. Hvað Nato snertir liggur vandinn i þvi, að innan bandalagsins geta Bretar beitt neitunarvaldi, óski íslendingar eftir þvi að Nato sendi flotadeild hingað til að verjast endurteknum árásum brezkra freigátna á islenzk varðskip. öðru máli gegndi stæði fiskveiðideilan með nú- verandi hætti við þjóð utan bandalagsins. Þá virtist manni full ástæða til að leita til stjórn- ar bandalagsins um stuðning og aðstoð með von um árangur. En það er engu að siður ástæða til þess nú, þrátt fyrir það neitun- arvald, sem Bretar hafa, sem eitt af Nato-rikjunum, að rikis- stjórn landsins leiti til Nato um herskipavernd gegn endurtekn- um ásiglingum brezkra skipa, einnig vegna þeirrar hættu, sem þvi er samfara, að brezk her- skip sigla hér með mannaðar fallbyssur. Við eigum að láta Breta beita neitunarvaldi innan Nato, en við atkvæðagreiðslu sæist væntanlega hverjum þar á bæ er annt um að verja Islend- inga. Að þessari málaleitan lok- inni og að úrslitum fengnum getum við frekar en áður gert okkur grein fyrir og metið, hvers virði Atlantshafsbanda- lagið er okkur. Að hinu leytinu hafa gerzt þau tiðindi, að rétt er að freista þess að láta á það reyna hvers varn- arsamningur okkar við Banda- rikjamenn er megnugur. Fær- um við þá leið i þvi efni að óska þess við Bandarikjamenn að þeir veittu okkur flotavernd inn- an tvö hundruð milna, svo hægt væri að stunda þar löggæzlu- störf samkvæmt fslenzkum lög- um, myndi Bandarikjastjórn ef- laust svara þvi til að um væri að ræða deilu milli tveggja þjóða á hafsvæði, þar sem fiskveiðilög- saga tslendinga er ekki viður- kennd, og varnarsamningurinn tæki ekki til slikra deilna. Við getum að visu ekki viðurkennt slika skoðun, en hér er ekki um að ræða hverjum finnst hvað, heldur hitt að knýja á um aðstoð með þeim hætti, að óskum verði að svara þannig, að við höfum af þvi nokkurt gagn i baráttunni við Breta. Nú vill svo til, að Bretar hafa einmittnýverið færtokkur heim tækifærið til að krefjast þess að Bandarikin skerist i leikinn samkvæmt þeim varnarsamn- ingi, sem i gildi er milli rikj- anna. Arás dráttarbátanna á varðskipið Þór innan landhelgi íslands, þar sem lif islenzkra þegna var sett i hættu,var sams konar brot og árás á islenzka lögreglumenn i landi, eins og Clafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra benti á i ræðu á Alþingi. Innan landhelgi íslands rikir engin fiskveiðideila og ekkert þorskastrið. Þar eigast ekki tvær þjóðir við um fisk- veiðiréttindi. Allar árásir Breta innan fiskveiðilögsögunnar er aðför gegn hagsmunum, lifsaf- komu og réttindum tslendingá. En árás dráttarbátanna á Þór undan Seyðisfirði er sama og innrás á landamærum hvaða þjóðar sem væri. Sá er munur- inn að i Seyðisfjarðarmálinu var farið inn fyrir landamæri á sjó til árásar, • en i mörgum öðrum tilfellum og kannski auð- skildari, hafa árásir hafizt við landamæri, sem liggja um þurrt land. Samkvæmt þeim atburðum, sem urðu út af Seyðisfirði, gæti brezkt herskip skotið á varð- skipið Þór við bryggju á Seyðis- firði og sökkt þvi þar. Það væri enginn eðlismunur. Þegar styrktur dráttarbátur siglir á fullri ferð á varðskip, er það ekki á valdi skipstjóra dráttar- bátsins hvort hann drepur varð- skipsmenn og sekkur varðskip- inu. Gerðist það á umdeildu haf- svæði mundu bandamenn okkar eflaust þurfa að þinga um málið án mikilla aðgerða. En þegar Bretar gera tilraun til mann- drápa innan landhelgi snýr mál- ið allt öðruvisi við. íslendingar hafa þurft að þola það tvö þorskastrið i röð, að bandamenn okkar i vestri hafi litið sem ekkert lið getað lagt okkur i baráttu, sem varðar lif og framtið þjóðarinnar. Og nú er hið þriðja nýlega hafið, og sýnilega af meiri hörku af Breta hálfu, en nokkru sinni fyrr, hvað sem veldur. Aldrei fyrr hafa brezkir fantar sótt að okkur inn- an landhelgi, þ.e. á islenzku „landssvæði”, nema á Dýrafirði forðum þegar brezkir sjómenn voru næstum búnir aö ganga af Hannesi Hafstein dauðum, og drekktu fylgdarmönnum hans. En þessi siðari aðför að islenzk- um mönnum innan landhelgi er gerð á tima, þegar Islendingar mega sin meira. Nú er varnarlið i landinu, sem heyrir til flota þeirra Bandarikja- manna. Og við eigum kröfu á þvi, að þetta varnarlið, þessi bandariski floti, komi okkur til aðstoðar innan islenzkrar land- helgi. Varnarsamningurinn gerir beinlinis ráð fyrir þvi að flotastöðin á Miðnesheiði láti til sín taka, sé ráðist á landið. Nú hefur verið ráðistá landið, og nú verða báðir aðilar, bæði Banda- rikjamenn og Islendingar að dusta rykið af varnarsamningn- um og láta þau ákvæði hans koma til framkvæmda, sem kveður á um vernd okkar. Við eigum að óska þess að stjórn Bandarikjanna sendi hingað flotadeild, sem taki sér stöðu innan islenzku landhelginnar, og verji hana fyrir innrás brezkra skipa á meðan fisk- veiðideilan stendur. Þessi flota- deild innan landhelginnar er okkur nauðsyn eins og stendur, og geti stjórn Bandarikjanna ekki orðið við óskum okkar um að verja hana fyrir Bretum, verður einfaldlega að endur- skoða þá samninga, sem eru i gildi um varnir landsins. Við getum ekki unað þvi að brezk herskip og dráttarbátar elti löggæzluskip okkar inn á firði og flóa i þvi augnamiði að sökkva þeim eða gera þau ósjó- fær. I slikum eltingaleik inn fyrir landhelgina eiga Bretar að þurfa að mæta þeim aðila, sem hefur tekið að sér að verja land- iðfyrirárásum. Undan kröfunni um flotadeild, sem haldi sig inn- an islenzkrar landhelgi til verndar þeim varðskipum okk- ar, sem þangað þurfa að leita, geta Bandarikjamenn ekki vik- izt, og ekki borið þvi við að inn- an landhelginnar standi deila tveggja þjóða. Þessi bók er prentuð og bundin í 1495 tölusettum eintökum og er þetta eintak nr. Austurstræti 18, R.^ sími 19707—16997 0’'YY\\AA)fYY>^AAA- TÖMAS GUÐMUNDSSON STJÖRNUR VORSINS / titefni af 75 dra afmœli Tómasar Gudmundssonar skdlds 6. jan. 1976 gefur Almenna bókafélagiö út STJÖRNUR VORSINS i viðhafnardt- gáfu með myndskreytingum Steinunnar Marteinsdóttur. Formdla ritar Kristjdn Karlsson. Bókin er gefin dt i mjög takmörkuðu upplagi eða 1495 tölusettum eintökum, ö/l með eiginhandaráritun skdldsins. Bókin er til sölu i bókaverzlunum og hjd Almenna bókafélaginu d einu og sama verði allsstaðar og kostar kr. 7.800.- með söluskatti. Pantanir verða afgreiddar eftir þeirri röð sem þœr berast til okkar. ALMENNA \lbókafélagið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.