Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. Leiðir þorskastríðið til slita d stjórnmdlasambandi? Á fimmtudaginn sigldi dráttarbáturinn Lloydsman tvivegis á varðskipiö Þór. Þessi mynd sýnir fyrri ásigiinguna og þaö er dráttarbátur- inn Star Aquarius, sem er fjærst á myndinni. Ljósmynd Baldur Sveinsson. Engar samkomu- lagshorfur Siðustu atburðir þorskastriðs- ins benda til þess, að það verði hart og langt. Eins og nú stendur, virðast samkomulagshorfur eng- ar, þvi að Bretar neita áf si'num alkunna þráa að viðurkenna tvö höfuðatriði, sem nýtt samkomu- lag verður að byggjast á, ef til kemur. Annað er, að ástand þorskstofnsins er nú þannig, að hann þarfnast stóraukinnar frið- unar? Þetta hafa Vestur-Þjóð- verjar viðurkennt með þvi að draga úr sókn sinni i þorskinn um 75%, miðað við siðustu árin fyrir útfærsluna 1972. Hitt er það, að Bretar neita að viðurkenna for- gangsrétt strandrikis, þegar draga þarf af friðunarástæðum úr fiskveiðum á landgrunni þess. Þetta sjónarmið viöurkenndi þó alþjóðadómstóllinn i úrskurði sin- um, þótt hann færi eftir reglum, sem eru meira og minna úreltar. Hinar nýju reglur, sem eru að mótast, tryggja rétt strandrikis- ins fullkomlega. Fyrir íslendinga skiptir nú höfuðmáli að haga styrjöldinni við Breta á sem sigurvænlegast- an hátt. Það er á tveimur sviðum, sem styrjöldin mun vinnast fyrst og fremst. Annaö þeirra eru sjálf fiskimiðin við tsland. Það skiptir höfuðmáli, að Landhelgisgæzlan geti torveldað veiðar Breta sem mest, og komið þannig i veg fyrir að áform þeirra geti heppnazt. Þvi þarf hún að geta einbeitt afli sinu gegn Bretum. Jafnframt þarf að efla hana, eins og kostur er. Það þarf að sanna Bretum i verki, að ekki er hægt að halda uppi eðlilegum fiskveiðum undir herskipavernd. Hitt sviðið er áróðurssviðið, ef svo mætti að orði komast. Það þarf að kynna það sem bezt um allan heim, að stjórn Bretaveldis skipa á 8' tug tuttugustu aldarinnar slikir rányrkjumenn, að þeir viður- kenna ekki nauðsynlega vemd þorskstofnsins, enda þótt fiski- fræöingar þeirra hafi viðurkennt nauðsyn hennar. Það þarf að kynna það um allan heim, að stjórn Bretlands á áttunda tug tuttugustu aldarinnar er skipuð slikum nýlendukúgurum, að þeir viöurkenna ekki forgangsrétt strandrikis til veiða á landgrunni sinu, þegar öllum má augljóst vera, að draga verður úr veiðum af ótviræðum friðunarástæðum. Það þarf að kynna það um allan heim, hvernig miðaldamennirnir i stjórn Stóra-Bretlands á siðari hluta tuttugustu aldar reyna að eyðileggja lifsmöguleika þjóðar, sem byggir afkomu sina nær ein- göngu á fiskveiðum og brjóta með þvi öll lögmál um nauðsynlega náttúrufriðun og forgangsrétt strandrikja. Ásiglingar og stjórnmálaslit Sfðustu atburðir þorskastriðs- ins syna það ljóslega.að mikil hætta fylgir nú störfum land- helgisgæzlumanna. Alveg eins og i fyrri þorskastriðum eru tilraun- irtil ásiglinga tiðar. Tilgangurinn með þeim er að valda skemmdum á varðskipunum og gera þau þannig óvíg i lengri eða skemmri tima. Alveg eins má búast við, að þessi viðleitni andstæðingsins verði enn meiri nú en i fyrri þorskastrfðum, þvi að nú er hann að heyja örvæntingarfulla loka- baráttu. Yfirmenn varöskipanna þurfa þvi að gæta þess eftir megni að reyna að forðast slys á mönn- um og tjón á skipum. Þetta er allt annað en auðvelt, þegar jafn- framt þarf svo að halda uppi sem stöðugastri sókn. Taki menn tillit til þessa, er enn meiri ástæða til að dást að framgöngu varðskips- manna. Það er dcki aðeins ástæða til að vara innrásarherinn við frekari ásiglingum, heldur að leggja rika áherzlu, á að slikt getur haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar. Fyrir liggur samþykkt frá þingflokki Framsóknarflokksins, sem gerð var á Hallormsstað 1973. Þar seg- ir, að ásigling á islenzkt varðskip muni varða stjórnmálaslitum, eftir að Bretar hafi fengið viðvör- un. Jafnframt segir I ályktuninni, i að þá kunni svo að fara að aðild okkar að Nato verði tekin til endurskoðunar. Þessi ályktun er enn I fullu gildi. Viðnám ber árangur Fyrir skömmu voru birtir hér I blaðinu kaflar úr nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar um þjóðarbúskapinn. Þar var m.a. rakinn hinn mikli verðbólguvöxt- ur, sem hefur orðið hér siðustu misserin, og gerð grein fyrir or- sökum hans. Siðan var komizt þannig að orði: „Verðþróunin upp á siðkastið bendir hins vegar til þess, að verðbólguhraðinn hafi náð há- marki. Verðhækkanir á þriðja og fjórða fjórðungi þessa árs eru um það bil helmingi minni en þær voru að meðaltali 1974-1975. Þetta stafar að verulegu leyti af þeim hófsömu kjarasamningum, sem gerðir voru i júni 1975, en þeir bentu til þess, að verkalýðshreyf- ingin viðurkenndi þörfina á að samræma innlenda eftirspurn skertum tekjuöflunarmöguleik- um þjóðarinnar út á við. Niður- staða þessara samninga var mikilsverður árangur i jafn- vægisviðleitninni I efnahagsmál-' um. Júnisamningarnir, ásamt ýmsum ráðstöfunum stjórnvalda, hafa valdið mestu umþað, að 10% samdráttur þjóðarútgjalda — að þvi ætlað er- hefur orðið án þess að til nokkurs atvinnuleysis hafi komiö. Samdráttur eftirspurnar innanlands og verðáhrif gengis- lækkana og innflutningsverð- hækkunar virðast ætla að valda minnkun innflutningsmagns um 17% á þessu ári, eða likt og ætlað var i marz og april sl. Óhagstæð viðskiptakjör og sölutregða á út- flutningsmarkaði valda þvi hins vegar, að halli á viðskiptum við útlönd verður mjög mikill á ár- inu, eða sem næst 10% af þjóðar- framleiðslu, samanborið viö 12% árið 1974.” Mikil ábyrgð Þessar niðurstöður Þjóðhags- áætlunarinnar sýna, að stjórn- völdum hefur tekizt siðustu mán- uðina að ná auknum tökum á efnahagsmálunum, og þvi hefur dregið úr dýrtiðarvextinum og innflutningnum. Það gefur aukna von um, að þessu viðnámi verði unnt að halda áfram, að horfur eru á að viðskiptakjörin verði aðeins hagstæðari 1976 heldur en á þessu ári. Hins vegar byggir sá ávinningur i efnahagsmálum, sem náðst hefur siðustu mánuð- ina, enn á veikum grunni. Þar getur tvennt ráðið mestu. Annað er það, að rikisstjórn og Alþingi sýni sem mesta aðgæzlu i sam- bandi við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1976og aðrar ákvarðanir, sem að þeim lúta,beintog óbeint. Hitt er, að fullrar aðgætni verði gætt i sambandi við gerð væntanlegra kjarasamninga. Ef fulltrúar launþegasamtakanna sýna sama skilning i samningaviðræðunum og á siðast liðnu vori og stjóm- völd koma til móts við þá, eftir þvi sem hægt er, er full ástæða til að vænta þess, að náð verði enn traustari tökum á verðbólgu- þróuninni en þegar er orðið, þótt verulega hafi þegar áunnizt. Sá skilningur fer áreiðanlega vaxandi hjá launþegum, að þeir hagnist ekki á stöðugum vixl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags, nema siður sé. Þess vegna eigi fyrst og fremst að vinna að kjarabótum eftir öðrum leiðum, ef kostur er. Vonandi nær þessi skilningur orðið til forustumanna samtakanna einnig, enda má sjá þess ýmis merki i ályktun nýlok- innar kjaramálaráðstefnu Al- þýðusambandsins. En það veltur nú áreiðanlega mikið á afstöðu þeirra, hvort framhald getur orð- ið á þvi viðnámi, sem borið hefur augljósan árangur siðustu mánuðina. Þvf hvilir nú mikiT ábyrgð á þeim aðilum, sem um kjaramálin fjalla næstu vikurnar. Athyglisverður samanburður í málgögnum stjórnarand- stæðinga gætir mjög þeirra kenn- inga, að kjaraskerðing sú, sem hefur orðið hér siöustu misserin, sé rikisstjóminni að kenna. Hversu óréttmætar þessar fullyrðingar eru, sést bezt á nýrri skýrslu, sem er að finna i bækl- ingi um þjóðarbúskapinn, sem Þjóöhagsstofnunin gaf út 28. nóv. siðast liðinn. Þar er m.a. skýrt frá þvi, að séu þjóðartekjurnar á mann markaðar með visitölunni 100 árið 1971, hafi þær orðið 103.8 á árinu 1972, 112.4 á árinu 1973 og 111.3 á árinu 1974. Þær hafa þannig vaxið verulega frá þvi á árinu 1971 og þangað til á siðari hluta ársins 1974, þegar versn- andi viðskiptakjör fóru að hafa áhrif á þær til lækkunar. Það voru hinar vaxandi þjóðartekjur, sem gerðu það mögulegt að hækka launagreiðslur á þessum tima, auk þess sem lifað var um efni fram. 1 ár hefur orðið svo mikil rýrnun á þjóðartekjum, að visitl. þeirra eráætluðum 101.0 á mann, eða næstum hin sama og árið 1971. Þetta er að sjálfsögðu aðal- ástæða kjararýrnunarinnar I ár ásamt þvi, að viðskiptakjörin hafa þrengt kjör atvinnuveganna enn meira en þessar tölur gefa til kynna. Þrátt fyrir það, að þjóðar- tekjurnar á mann verða nú næst- um hinar sömu og á árinu 1971, verður kaupmáttur launafólks yfirleitt mun meiri i ár en 1971. Þannig er kaupmáttur dagvinnu áætlaður 111.5 á þessu ári, kaup- máttur vikulauna 106.8, og kaup- máttur ráðstöfunartekna 105.6. alltmiðaövið töluna 100 árið 1971. Þessar tölur sýna bezt, að hér hefur siður en svo orðið um óeðli- lega kjaraskerðingu að ræða, miðað við afkomu þjóðar- búskaparins. Sömu úrræðin Sú kjaraskerðing, sem hér hefur orðið, hefði orðið óhjákvæmileg vegna versnandi viðskiptakjara og þjóðarafkomu, hvaða flokkar sem hefðu verið i stjórn. Hún hefði orðið engu minni, þótt Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hefðu verið i stjórn. Reynslan sýnir, að úrræð- in hefðu þá ekki orðið neitt önnur. A kjörtimabilinu 1967-1971 átti Alþýðuflokkurinn hlutdeild I tveimur stórfelldum gengisfell- ingum, mikilli skerðingu visitölu- bóta ogstórfelldri kjaraskerðingu sökum versnandi viðskiptakjara á fyrri hluta kjörtimabilsins. Það var jafnframt gripið til svo mikils samdráttar, að stórfellt atvinnu- leysi kom til sögu og þúsundir manna flýðu land af þeirri ástæðu. Alþýðubandalagið stöð að gengisfellingu haustið 1972, þar sem útflutningsatvinnuvegirnir stóðu þá höllum fæti. Alþýðu- bandalagið var fylgjandi þeirri gengisfellingu, sem varð sumarið 1974, og tveir helztu forustumenn þess á fjármálasviðinu, Guð- mundur Hjartarson og Ingi Helgason, samþykktu beint og ó- beint gengisfellinguna i febrúar i ár. Þá stóð Alþýðubandalagið vorið 1974 að frumvarpsflutningi og bráðabirgðalögum, sem fólu i sér skerðingu visitölubóta. Reynslanhefur þannig margsýnt, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa ekki hikað við að gripa til svipaðra ráða og núver- andi rikisstjórn hefur gert, þegar hætta á stöðvun atvinnuveganna var annars vegar. Þótt þessir flokkar séu óábyrgir i málflutn- ingi sinum nú, sýnir reynslan, að þeir geta verið ábyrgir. þegar ábyrgðin hvflir á þeim. Það er þeim til lofs. Og kjaraskerðingin nú hefði ekkert siður komið til sögu, þótt þessir flokkarhefðu veriði stjórn. Hún var óumflýjanleg eins og á stóð. Niðurgreiðslur Nokkurt umtal er nú um það að breyta fyrirkomulagi á niður- greiðslum. Eðlilegt er, að slik mál séu eins og önnur tekin til endurskoðunar öðru hvoru. 1 þessiím efnum er lika hyggilegt að hafa hliðsjón af erlendri reynslu. Segja má, að viðast erlendis sé það rikjandi stefna, ef gripið er til niðurborgana á vöru- verði, að fyrst og fremst innlend- ar vörur séu niðurgreiddar. Þetta er t.d. stefna sósialdemókrata i Sviþjóð og Noregi. Astæðan er sú, að með þessu næst ekki aðeins það að verðlag sé lækkað i þágu neytenda. Með þessu næst einnig það, að þetta ýtir undir atvinnu i landinu og dregur úr gjaldeyris- eyðslu, þvi að yrði neytenda- styrkur ekki bundinn við ákveðn- ar vörur, gæti það alveg eins ýtt undir kaup á erlendum vörum og innlendum. A timum þegar hætta er á atvinnuleysi og gjaldeyris- skortur er mikill, er ekki sizt ástæða til að hafa þetta i huga. Fyrir íslendinga skiptir nú höfuðmáli að styðja innlenda framleiðslu sem mest. Þannig á það að vera skylda, að menn taki innlendar iðnaðarvörur fram yfir útlendar. Rett er að minna á, að félög iðnverkamanna hafa birt áskoranir um þetta, enda er þeim ljóst, að hér getur atvinna þeirra verið hú húfi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.