Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. ÞAÐ, SEM EKKI VERÐUR MEÐ ORÐUM, ER HUGSi AÐ SEGJA í MYND ÞEIR SEM lásu greinaflokkinn um tóm- stundavinnu fólks, sem birtist hér i blaðinu, sem fyrravetur, munu hafa komizt að raun um það, að mjög margir, og miklu fleiri en ætla mætti i fljótu bragði, ,,eiga sér einhvern Kirkjuhvol”, eitthvert hugðarefni, sem þeim er kært um aðra hluti fram, og sem bætir þeim upp gráan hversdags- leikann. 1 öllu þessu tómstundatali var þó einn hlutur, sem minna bar á, en verðugt hefði verið: tóm- stundavinnu húsmæðra. Vist er það svo, að i hugum flestra eru störf húsmæðra þvi nær eingöngu bundin heimilum þeirra, en hitt vita þó allir, að á öllum timum hafa verið til húsfreyjur, og þær ófáar, sem létu sér ekki nægja að elda mat, gera við slitin föt og halda hibýlum hreinum og vist- legum. Það er miklu meira en gaman Nú má ekki skilja þessi orð svo, að hér sé verið að fitja upp á nýj- um greinaflokki um „tómstunda- vinnu húsmæðra”. Greinarkornið sem hér fer á eftir, er aðeins stutt spjall við eina þeirra kvenna, sem hafa leitað út fyrir hring hinna hversdagslegu skylduverka, — án þess þó að séð verði að hún hafi á nokkurn háTtt vanrækt þau — og hefur fundið sköpúnarþrá sinni farveg. Þessi kona er Halldóra Sveinsdóttir. Hún leggur stund á myndvefnað þegar henni gefst tóm til, og nú skulum við heyra hvað hún hefur um þá iðju að segja. — Hvenær fékkst þú, Halldóra, fyrst hug á þessu verki? — Það eru tvö ár siðan. Ég fór þá á kvöldnámskeið i Myndlista- og handiðaskóla íslands, þar sem ég stundaði nám i hálfan vetur. Ég var svo heppin að þá var Asa ólafsdóttir komin að skólanum, þetta var hennar fyrsti vetur þar. — Og þetta hefur verið gaman? — Miklu meira en gaman. Það var dýrmæt reynsla að fá að kynnast þessu öllu, bæði mynd- vefnaðinum sjálfum og ekki siður kennurunum, skólanum og þvi andrúmslofti sem þar rikti. — Er þetta ekki langt og strangt nám, ef fólk á að ná ein- hverjum umtalsverðum árangri? — Það skilst mér. En kennslan sem veitt er i Myndlista- og handiðaskólanum er lika mjög góð, og þeir, sem áhuga hafa á þvi að læra þetta, eiga tvimælalaust að reyna að komast þangað. Gallinn er aðeins sá, að skólinn getur ekki tekið við nema mjög takmörkuðum hópi nemenda. — En nú hefur þú náð umtals- verðum árangri, eins og ég komst að orði áðan. Var nám þitt þá lengra en þessi hálfi vetur, sem þú minntist á? — 1 fyrsta lagi veit ég ekki, hvort ég hef náð þeim „umtals- verða árangri”, sem þú talar um. Hitt veit ég, að myndvefnaður lýtur sömu lögum og ailt annað sköpunarstarf að þvi leyti, að hann er vinna, vinna og aftur vinna. Það verður enginn „óbar- inn biskup”, i þvi fremur en öðru. Menn verða að aga sig og þjálfa, og hvorki láta hugfallast þegar illa gengur né heldur ofmetnast þótt þeir vinni stundum sigur á þvi verkefni sem þeir eru að glfma við. Um mig er það að segja, að ég fékk brennandi áhuga á þessu, og hef hann enn. Þetta sækir á mig, ég kemst bók- staflega ekki frá þvi. Og þegar eitthvert verk eða málefni er mönnum svo hugleikið, að þeir gripa bókstaflega hverja frjálsa stund til þess að sinna þvi, þá getur naumast hjá þvi farið, að þess sjáist einhvers staðar merki. Að leggja sál sina í verkið — Þú hefur sem sagt æft þig linnulaust, eftir að námskeiðinu var lokið? — Já, það gerði ég, þvi að hvort tveggja var, að mér þótti verkið ákaflega skemmtilegt, og svo var mér lika ljóst, að ég mátti ekki láta staðar numið, ef um einhvern árangur ætti að vera að ræða. Svo dreif ég mig aftur á nám- skeið i haust. Námskeiðin eru i tveim önnum, hin fyrri stendur frá októberbyrjun til 20. janúar, en hin siðari jafnlangan tima siðari hluta vetrarins. Kennsla fer fram tvö kvöld i viku, þrjá klukkutima i einu, en alls eru klukkustundirnar áttatiu. — Er ekki dálitið kostnaðar- samt að setja sig á laggirnar með svona vinnu i heimahúsum? — Nei, kostnaður er enginn, þvi að tækjabúnaðurinn er ekki annar en einföld trégrind, og venjuleg- ur gaffall úr eldhúsi. Hins vegar er annar kostnaður, en hann verður ekki metinn til peninga. — Hvað er það nú? — Sál þess, sem verkið vinnur. Hver maður, sem leggur út á þessa braut, verður að leggja alla sál sina i verkið, annars nær hann engum árangri. — Ég hef að visu ekki kynnzt almennum vefnaði mikið, en eftir þvi sem mér hefur sýnzt, er hann svo gerólikur myndvefnaði, að þar kemst enginn samanburður að. Almenn- ur vefnaður veitir ekki mikið svigrúm til tjáningar, en það gerir myndvefnaðurinn i rikum mæli, og þar skilur á milli. — Hefur þú þá ekki reynt að segja eitthvað með vefnaði þin- um? — Jú, reynt hef ég það. Littu á myndina af stúlkunni þarna, hún er að taka hendurnar frá andliti sér. Meö henni er ég að reyna að benda á hina miklu vakningu, sem nú hefur átt sér stað meðal kvenna. En hvort mér hefur tekizt að láta myndina tjá það sem mér bjó i hug, það er allt annað mál. Hins vegar þótti mér ákaflega gaman að glima við þessa mynd á meðan á þvi stóð. — Hefur ekki skólinn átt lika beinan þátt i að vekja ykkur? — Jú, meðal annars. Þar starfa konur, sem auðvelt er að hrifast af, eins og til dæmis Hildur Há- konardóttir skólastjóri og Asa ólafsdóttir kennari. Auðvitað hefur þetta sin áhrif. Auk þess er svo það, sem allir vita, að hand- lagni og meira að segja listrænir hæfiieikar blunda miklu viðar en við gerum okkur grein fyrir og þegar konurnar koma á slik nám- skeið, uppgötva margar þeirra allt i einu, að þær geta miklu meira en þær hugðu. Þær blátt áfram finna sjálfar sig, ef ég má nota svo hátiðlegt orðalag. — Annars er það um mig að segja, að ég hef alltaf haft einstaklega mikinn áhuga á slikum hlutum. Ég hef reynt að sjá ílestar mál- verkasýningar, sem hér hafa verið haldnar, og ég tala nú ekki um þá sjaldan tækifæri hefur gef- izt til þess að skoða myndvefnað. Andinn verður að vera reiðubúinn — Hefur þú kynnt þér list for- mæðra okkar, eins og hún birtist i þvi sem til er á Þjóðminjasafn- inu? — Þetta var óþægileg spurn- ing! Þú mátt ekki halda — og þvi siður telja lesendum þinum trú um — að ég sé einhver fræðimað- ur á þessu sviði. Hitt er rétt, að ég hef marga ferðina farið á Þjóð- minjasafnið, gagngert til þess að skoða handverk þeirra kvenna, sem uppi voru fyrir okkar daga, og ég hef lika afláð mér bóka um þessi efni, eftir þvi sem ég hef getað. Nú, auðvitað er þetta ekki nein fræðimennska, eins og hver maður getur skilið, en i samein- ingu eykur það þekkingu manns og þroskar smekkinn. — Þú sagðir áðan, að sá sem iðkar myndvefnað þyrfti að leggja sál sina i verkið. En er þá ekki erfitt að vefa, þegar sálin er döpur og niðurdregin? — Jú,biddu fyrirþér! Þaðeró- mögulegt. Ég hef ætlað að pina mig til þess að vefa, þegar þannig hefur staðið á, að timi hefur verið til þess, en andinn ekki reiðubú- inn. (Sem betur fer er þetta þó sjaldgæft, þvi að ástæður minar eru góðar, og ég hef sárasjaldan ástæðu til þess að vera hrygg i huga). En það er alveg sama, hvernig ég reyni, þegar svona er i pottinn búið, mér verður ekkert ágengt. Það er bókstaflega ekki hægt að vefa myndvefnað, þegar dapurleiki sækir á sálina. — Birtast ekki stundum mynd- ir I huga þér, sem þér finnst þú mega til með að vefa? — Jú, það er nú einmitt það. Það erþetta.sem sækir á,og ekki er svo auðvelt undan aö komast. Þár verða persónuleg áhugaefni drýgst, þau leita fastast á, og það eru þau, sem mig langar mest til að komist til annars fólks i formi mynda. Sumt er ekki hægt að segja i orðum, en væri ef til vill hægt i mynd, og satt að segja dreymir mig um að geta það, — einhvern tima. — Hefur þú gert þér grein fyrir þvi, hvaö það er, sem þú myndir helzt vilja segja á þann hátt? Ilalidóra Sveinsdóttir stendur hér hjá ófullgerðu verki sinu. Henni finnst stofan sfn ekki of fin fyrir slika starfsemi, enda veitast henni rlkuleg laun: Gleðin yfir vel unnu verki. — Tlmamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.