Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 14. desember 197S. TtMTNN 29 Sigurður Þórarinsson og Gunnar Hannesson: VATNAJÖKULL tignarheimur frosts og funa 96. bls. Heimskringla 1975. A ágústmánuði slðast liðnum birtist hér i blaðinu samtal við Gunnar Hannesson, hinn þjóð- kunna og snjalla ljósmyndara. Þar sagði hann frá fjallaferðum sinum og jökulgöngum og lét þess getið, að hann hikaði ekki við að telja Vatnajökui „sér- stæðastastað á jörðinni.” Vafa- laust mun mörgum lesendum hafa þótt þetta stór fullyrðing, einkum þeim, em aldrei hafa á Vatnajökul komið, en aftur á móti munu ummælin ekki hafa svo mjög hneykslað hina, sem þekktu eitthvað að ráði til þessa sérkennilega hluta Islands. Og nú er komin út bók um Vatnajökul, gerð af þeim Gunnari Hannessyni ljós- myndara og dr. Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi. Það er bezt að segja það umbúða- laust, að sú bók er bókaprýði, hvort sem litið er til ytra útlits eða innri gerðar. Bókin hefst á ritgerð dr. Sig- urðar Þórarinssonar. Hún er að sönnu ekki ýkjalöng, en þeim mun girnilegri til fróðleiks. Dr. Sigurður byrjar ritgerð sina á þvl að slá fram þeirri bráðsnjöllu hugmynd, að „væri sögninni um Hrafna-Flóka ekki til að dreifa, væri eðlilegast að álita, að nafriið Island hefði landið hlotið af þeim jöklum, er fyrstir risa úr hafi, þegar siglt er til landsins stytztu "leið frá heimkynnum hinna norrænu landnámsmanna. Hljóta þessir sæfarar að hafa undrazt ofgnótt þessara isa, sem eru svo miklir um sig, að svo virðist, þegar siglt er upp undir suðaustur- ströndina, og vestur með henni, sem landið sé þakið nær sam- felldri ishellu.” Vist er hér ekki ólíklega til getið, og vera má, að dr. Sig- urður Þórarinsson sé ekki einn um þessa skoðun, en hvað sem þvi liður er hugmyndin allrar athygli verð, og erfitt er að hugsa sér snjallara upphaf á bók, em fjallar um Vatnajökul. Siðan taka staðreyndirnar við i ritgerð dr. Sigurðar.Hann get- ur þess, að langt fram eftir öldum hafi menn ekki gert sér ljóst, hversu mikill hluti tslands sé hulinn jökli, og einkum hafi menn vanmetið viðáttu Vatna- jökuls. „Af þessari ástæðu varð ísland ærið kviðdregið á landa- bréfum allt fram á 19. öld,” segir Sigurður. Ætla mætti, að tölfræðilegar upplýsingar um þykkt jökla, ástand, eðli og mismunandi út- breiðslu skriðjökla, væri heldur Undraheimur frosts ogfuna þurr lesning og litið skemmti- leg. Sú er þó ekki raunin i þvi tilviki sem hér um ræðir, og að visu ber þar margt fleira á góma en blákalda jarðfræði. Þar er talað um ferðir manna yfir Vtnajökul fyrr og nú, og sagt frá samskiptum Skaftafells og Möðrudals á Efra-Fjalli til foma. Kirkjan i Möðrudal átti „XII trogsöðla högg” i skógi Skaftafells, og Skaftafell átti fjórtán hesta sumarbeit i Möðrudalslandi samkvæmt jarðabók frá 1797, en tekið er ’fram, að itak þetta sé ei notað sökum jökla. Hins vegar er það gömul sögn, að á hvorum bæn- um um sig skyldi jafnan standa uppbúið rúm handa smalanum frá hinum bænum, ef hann skyldi bera að garði, og bendir sögnin eindregið til þess, að ein- hvern tima hafi mönnum ekki vaxið i augum að skokka þessa bæjarleið, þótt yfir sjálfan Vatnajökul væri að ræða. Gaman væri að ræða mörg fleiri atriði f ritgerð dr. Sigurðar Þórarinssonar, en af ýmsum á- stæðum verður það ekki gert hér. Sigurður Þórarinsson er einn þeirra manna sem njóta þeirrar náðar að geta gert alla hluti skemmtilega sem þeir koma nálægt. Það er sama hvort hann flytur erindi á hraðfleygri skemmtistund, þegar Austfirðingar i Reykja- vik gera sér glaðan dag, eða skrifar fræðilega ritgerð um Vatnajökul: Það er altaf ein- hver heillandi glæsileiki yfir öllu sem frá manninum kemur, og hann telur sig ekki heldur yfir það hafinn að bregða á létt gaman, sem hvorki hann né aðrir ætlast til að sé vegið á strangfræðilega vog, sbr. Mariukvæði hans, hérna um árið, sem allir lærðu og flestum þótti skemmtun að, þótt til væru þeir, sem töldu slik gamanmál of litið hátiðleg til þess að vera ort af slikum manni sem Sigurði Þórarins- syni. Myndirnar i Vatnajökuls- bókinni — myndir Gunnars Hannessonar —eru langt fyrir ofan mina gagnrýni af þeirri einföldu ástæðu, að ég ber ná- kvæmlega ekkert skynbragð á hvað til þess þarf að vinna slikt verk. Allt eru þetta litmyndir. Sumar sýna menn á göngu, bundna saman með langri taug, einsogsiður er jöklafara, á ein- um stað sjást bilaslóðir eftir hjarnbreiðunni, á öðrum gnæf- andi hamraflug eða ægileg jökulsprunga, á enn öðrum stað er leikið að litadýrð, þar sem heitar gufur stiga upp af jörðinni. Það er nefnilega ekki svo litill jarðhiti I og undir þessu mikla iströlli. „Vestri helft Vatnajökuls er virkt eldfjalla- svæði. Þar er miðsvæðis á jöklinum sú eldstöð, sem oftast hefur gosið á Islandi siðan landið byggðist”, sagði dr. Sig- urður Þórarinsson i ritgerð sinni. — Það eru þvi að visu engin undur, þótt Vatnajökull, i öllum sinum mikilleik andstæðum og furðum, hafi seitt til sin menn á borð við Gunnar Hannesson. 1 upphafi þessa greinarkorns var vitnað til þeirra orða Gunnars Hannessonar, að Vatnajökull væri tvimælalaust sérstæðasti staður jarðarinnar. Þeirri fullyrðingu skal hvorki játað né neitað hér. Þvi siður dettur mér i hug að hafa uppi neinar ágizkanir um það, hvort þeir Sigurður Þórarinsson og Gunnar Hanness. séu að sinu leyti álika sérstæðir meðal manna eins og Vatnajökull er meðal jökla. Slikt væri mikils til of stór biti einum vesælum blaðamanni. Hitt fer ekki á milli mála, að i bókinni sem hér hefur verið litillega minnzt á, hafa tveir snillingar lagt fram krafta sina og stefnt þeim að sameiginlegu marki, enda er árangurinn eftir þvi. — VS. (JpUlt i eiqutæki Plötuspilari, kasettu-segulband, magnari og útvarpsstillir Verð á allri samstæðunní ca. 132.850,. Þessi framleiðsla NORDMENDE verksmiðjanna gefur yður kost á margri anægjustund. l einu og sama tækinu er sameinað: magn- ari kasettu-segulband og útvarpsplötuspilari, auk þess fylgja 2 hátalarar og 2 hljóðnemar. Stereo 6005 SCP — 30 watta nordMende hifi hljómburður í stereo Skipholti 19 - simar 23800 & 23500 Klapparstíg 26. — Sími 19800. Tveir hátalarar fylgja iHHPIP o ■ . .. «*, ym. 5, • piiiiwflrf.W.MWJKTi 1 Hvort sam þér viljið hlusta á uppáhaldsplötuna eöa útvarpið, og kannske taka þáttinn upp á segulband um leið.... allt þetta og margt fleira býðst yður í einni samstæðu. Fallegt utlit og hannaötil aötaka sem minnst pláss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.