Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 31 twsMwt ***** 1 ÞEGAR jól nálgast kemur mik- ill fjörkippur i hljómplötuút'- gáfu. Þaö sést best á þeim ara- grúa af plötum sem gefnar eru út hér á landi um þessar mundir. En þaö eru fleiri en viö íslendingar sem fá vitamín- sprautu um þetta leyti, þvi utan úr hinum stóra heimi berst nú mikiö flóö af plötum. Þaö sem heist vekur athygli mina í sambandi viö erlendu plöturnar er mikil gróska i samsafnsplöt um, þar sem valin eru saman beztu og þekktustu lög viökom- andi hljómsveitar eöa lista- manns, þó endalaust megi deila um beztu lögin. Þessar plötur bera yfirleitt yfirskriftina Greatest Hits, History, Best of o.s.frv. Litum nú á nokkrar af þessum plötum, þær Chicago Greatest Hits, America Gr. H. og Seals and Crofts Gr. H. Chicago hefur mjög aukið vin sældir sinar hér á landi á þessu ári og er það mest að þakka Chicago VIII, enda er sú plata mikið melódiskt léttmeti, sem nær til stórs hóps. Fyrir alla þá sem byrjuðu að hlusta á Chica- go á Chicago VIII — er þetta samsafn mesta þarfaþing, enda er ekkert lag á Greatest H. af Chicago VIII. Meðal laga má ne&ia „Just You and Me,” „Sat- urday In The Park,”, „Feelin’ Stronger Every Day,” Cölour My World” og „Make Me Smile.” America vinnur stöðugt á, enda er tónlist hennar mjög að gengileg, létt, melódisk og fáguð. Þessi plata á örugglega eftir að afla þeim margra aðdá- enda enda mjög skemmtileg. Meðal laga eru „A Horse With No Name”, „Sandman” , „Tin Man”, „Don’t Cross The River”, „Venture Highway”, og „Sister Golden Hair.” Seals And Crofts nytur minnstrar hylli hér af þessum þremur. Þó hafa þeir aö minu mati gert beztu plötuna, Dinamond Girl, er var ein mest selda plata Bandarikjanna 1973. Tónlist þeirra er óaðgengileg i fyrstu en vinnur vel og fljótt á. Þessi plata ætti að vekja forvitni margra, þvi hér eru mörg afbragðs lög á feröinni og sum þeirra hreint frábær, eins og „Hummingbird”, „Diamond Girl”, „Summer Breeze”, „East Ginger Trees” og „We May Never Pass This Way Again.” Af þessum þremur plötum finnst mér þessi bezt. — G.G. HLJOMPLOTUDOMAR NÚ-TÍMANS ★ ★ ★ ★ -T- Litiö Eitt — Til Hvers..? Fálkinn FYRIR TVEIMUR árum kom út LP-plata frá hafnfirzka söng- flokknum Lftib eitt, sem hlaut mjög góöar viðtökur og er sennilega meö söluhæstu plöt- um hér á landi. Nokkru eftir út- komu plötunnar hætti söng- flokkurinn og þaö er ekki fyrr en nú aö aftur heyrist til hans, en Litiö eitt kom aftur saman f ★ ★ Hijómsveit Ingimars Eydal — Ingimar Eydal og hljómsveit Steinar h.f — OOl. Ingimar Eydal og hljómsveit hefur leikið I Sjálfstæöishúsinu á Akureyri frá þvi á miöju ári 1963 og um þessa staöreynd vitnar svo sannarlega nýjasta LP-plata hl jóms veitarinnar (heitir einfaldlega Ingimar Eydal og hljómsveit). Ingimar Eydal og hljómsveit hans hefur oftlega sýnt fram á þaö, að hljóöfæraleikarar eru þeir ágætir. Þaö er engin undan- tekning hvaö þessa plötu þeim eina tilgangi aö vinna þessa LP-plötu. Litið eitt bregst ekki aðdá- endum slnum með þessari plötu, enda er hún mjög góð i alla staði. Lltið eitt fylgir sömu formúlu og á fyrri plötunni og þeir sem hafa haft ánægju að henni munu ekki verða fyrir vonbrigðum með nýju plötuna. Þessi plata er sérstaklega vel unnin, hún er fáguð en einföld. Fimm laganna á plötunni eru eftir meðlimi Litils eitt, þrjú eftir Gunnar Gunnarsson og tvö eftir Jón Árna Þórisson. önnur lög plötunnar eru úr er- lendum þjóðlagaheimi, flest Irsk. Litið eitt minnir taísvert á hinn fræga söngflokk, Peter, Paul og Mary, utan hvað Litið eitt leggur meiri áherzlu á hljóðfæraleik og vakti mjög vandaður hljóðf æraleikur þeirra strax mikla athygli, þegar þau létu sem mest að sér kveða. Frumsömdu lögin falla mjög vel inn i heildarmynd plötunnar en þau eru samin við ljóð þjóðskáldanna, tvö við ljóö Daviðs, eitt við ljóð Steins Steinarrs, eitt við ljóð Arnar áhrærir. Hins vegar fær enginn i hljómsveitinni aö njóta sfn til fulls — sökum lagavalsins — enda virðist Ingimar Eydal kappkosta sem mest aö leika tónlist fyrir þaö fólk sem engar kröfur gerir til hennar. Og sé haft i huga aö Ingimar er búinn aö leika I „Sjallanum” 112 ár, er hægt aö skilja þetta sjónarmið mætavel, þ.e. frá vinsældar- sjónarmiöi, en engu ööru. Það verða þvi fáar rósirnar sem Ingimar Eydal festir i jakkann sinn fyrir þessa plötu. En eina rós á hann þó skilið. Á þessari plötu er skemmtileg út- setning á hinu fallega lagi Páls tsólfssonar við ljóð "Davíðs Stefánssonar, Litla Gunna og Litli Jón. 1 þessu lagi sýnir Ingi- mar og hljómsveit óvæntan frumleika — frumleika sem kemur manni til að spyrja: Hvers vegna er hljómsveit sem þetta getur að leika tónlist sem aðeins þeir kröfuminnstu eru ánægðir með.Já, hvers vegna Ingimar? Hvernig væri að hljómsveitin færi að sýna hvað i henni býr? Sævar Benediktsson á 3 frumsamin lög á plötunni og þykir mér þau hvorki góð né vond. Finnur Eydal fer á kost- um i lagi sinu Stakir jakar á Arnarssonar — og eitt laganna er samið við þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóði eftir Goethe. Eitt þessara laga ber þó af eins og gull af eir, en það er lag Gunnars Gunnarssonar við ljóð Daviðs Stefánssonar, Hvers vegna?... en platan ber einnig heiti þessa lags. Gunnar hefur þarna samið gullfallegt lag og má mikið vera ef samið hefur verið betra lag við ljóð Daviðs — og eru þau þó ófá lögin, sem samin hafa verið við ljóðin hans. Söngur Litils eitt á plötunni er mjög góður og virðist Gunnar hafa vaxið mikið sem söngvari, svo og Jón Arni Hins vegar fellur þessi „nýja” rödd Berglindar (hún hefur stundab söngnám) ekki sem bezt inn i heildarmyndina. Undantekning frá þessu er þó lagið „Minningar” sem Berg- lind syngur á sinn gamla hátt, svo unun er á að hlýða. Það leikur hins vegar vart tveimur tungum, að Berglind er ein sú athyglisverðasta söngkona sem fram hefur komið hér á landi i mörg ár. Til hamingju, Litið eitt.-G.S. reki, og útsetningin á Siggi var úti, er nokkuð góö. -G.S. ★ ★ ★ ★ Gleöileg jól — Ýmsir flytjendur Hljómaútgáfan — 016 HLJÓMAÚTGAFAN hefur nú sent frá sér jóiaplötu, sem ber heitiö: Gleðileg jól. A þessari plötu eru tólf jólaiög, sem öii eru meira og minna þekkt, þó meö einni undantekningu, en þaö er frumsamið lag Gunnars Þóröarsonar, Jóiasnjór. Flytjendur á plötunni eru „Illjómafjölskyldan”, Gunnar Þóröarson, Rúnar Júliusson, Hljómar, Björgvin Halldórsson, Engilbert Jensen, Þórir Baldursson og Maria Baldurs- dóttir. Það er augljóst, aö ekkert hefur verið sparað við gerð þessarar jólaplötu, enda er hún mjög vönduð — bæði er söngur og hljóðfæraleikur meö miklum ágætum, svo og flestir textarnir sem allir eru islenzkir. Um þessa plötu er óþarft að hafa mörg orð. Hún er útgef- endum og flytjendum til sóma verður eflaust mikið leikin nú um jólin. Vel heppnaðir hljómleikar --------------------------^ AAest seldu plöturnar Vikan 5/12 — 12/12 LP-plata vikunnar: Lítið eitt — Til hvers...? HUSFYLLIR var á hljómieikun- um, sem hljómplötuútgáfan Steinar h.f. efndi til i Háskólabiói aöfaranótt s.l. fimmtudags, og mikii stemmning meðal hljóm- leikagesta. A þessum hljómleik- um komu fram, Spiiverk þjóö- anna, Þokkabót og Einar Vilberg og félagar, og voru hljómleikarn- ir sérstaklega vel heppnaöir. Spilverkið byrjaði hljómleik- ana með óvæntri þátttöku áfeng- isbölsins (þaðkvaðst heita Axel), en siðan flutti Spilverkið lög af plötu sinni og mörg ný frumsamin lög. Góður rómur var gerður að flutningi Spilverksins, og varð það að leika tvö aukalög. Þokka- bót flutti lög af plötum sinum og hljómkviðuna „Sólarhring”, og fór Eggert Þorleifsson flautuleik- ari á kostum. Að lokum léku Ein- ar Vilberg og félagar fjögur ný lög af væntanlegri hljómplötu. Myndin sýnir Spilverkiö á sviðinu i Háskólabiói. Ný-timamynd: Gunnar islenzkar plötur: 1. Spilverk þjóðanna — Spilverk þjóöanna 2. Hinn gullni meðalvegur — Ðe lónli blú bojs -- 3. Gunnar Þórðarson — Gunnar Þóröarson 4. Gleðileg jól — Ýmsir 5. Bætiflákar — Þokkabót 6. Ingimar Eydal — ingimar Eydal 7. Sumar á Sýrlandi — Stuömenn 8. Júdas no. 1 — Júdas 9. Gylfi Ægisson — Gylfi Ægisson 10. Millilending — Megas Erlendar plötur: 1. Rock On — Ýmsir 2. Greatest Hits — Chicago 3. Rock of The Westies — Eiton John 4. One of These Nights — Eagles 5. Roots of British Rock — Ýmsir 6. S.O.S. — Abba 7. Roxy Music — Siren 8. Extra Texture — George Harrison 9. Atlantic Crossing — Rod Stewart 10. History — America _______________________________________________/ Faco hljómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PÓSTKROFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 simi 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.