Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 40
AAenjar um byggð Papa? HHJ—Rvik. — Við teljum ekki óliklegt að menn hafi hafzt við i þessum hellum fyrir landnáms- öld — og þá er varla öðrum til að dreifa en irskum munkum — Pöpunum svo kölluðu. Rannsöknir okkar á hellunum i Villingaholtshreppi hafa að vísu ekki fært okkur óyggjandi sannanir fyrir þessu, en þó telj- um við okkur hafa fundið ýmis- legt, sem bent gæti i þá átt. Þannig komst Anton Holt — einn sagnfræðinemanna, sem i sumar og haust hafa rannsakað hellana i Villingaholtshreppi — að orði i viðtali við Timann. Stór kross,sem höggvinn er i vegginn á helli við Efri-Gegnis- hóla, bendir að okkar áliti til irskra áhrifa og nákvæmlega sams konar krossa má finna á frlandi, sagði Anton. Veigameira sem hugsanleg sönnun þess, hvenær fyrst er farið að nota hellana, er þó það, að við uppgröft á öskuhaug við einn hellanna — við Kolsholts- helli — kom í ljós, að landnáms- lagið, sem svo er nefnt, en það er gjóskulag, sem myndaðist rétt eftir landnám, var hvergi að finna undir haugnum. Þetla gæti bent til þess, að haugurinn hafi tekið að mynd- ast áður en norrænir menn námu land. Að visu skal þess getið, að hugsanlegt er þó, að landnámslagið hafi verið svo nýfallið, þegar menn settust að þarna, að það hafi máðst út undanfótum manna og dýra. Þá er lika rétt hugsanlegt að ein- hvers konar jarðrask hafi orðið, á þeim stað, þar sem öskuhaug- urinn er, og landnámslaginu verið mokað burt, en það teljum viö þó ósennilegt, þvi að þver- snið á jarðlögin á haugstæðinu sýndi enga dæld undir haugnum eins og átt hefði að vera, ef um jarðrask hefði verið að ræða, sagöi Anton. Sagnfræðinemarnir fundu ýmislegt smádót i haugnum, en ekkert af þvi er þó þess eðlis, að það bendi til Ira. Nefnamá brýni, sem eríitt er að timasetja að öðru leyti en þvi, að það er ekki eldra en frá þvi um aldamótin 1500, þvi að þaðvar rfan við gjóskulagið frá Kötlugosi frá þeim tima, sem finna mátti nær óslitið i haugnum. Þá fannst brot úr tálgusteins- potti. Þvermál pottsins hefur verið rösklega 20 sm. Land- námsmenn.höfðú gripi af sliku tagi i fórum sinum, en óvist er hvenær hætt var að flytja þá inn og nota. Þessa gjótu hafa menn höggvið í gólfið á Búrhelli við Ægissiðu. t henni hefur stað- ið sár. Þessar gjótur hafa upphaflega verið sex, þótt nú séu aðeins fjórar sjáanlegar. Þessi er um það bil metri i þvermál og 70-80 cm á dýpt. Ljósm. Erlingur Brynjólfs- Þá fannst steinbrot, sem sagnfræðinemarnir telja vera brot af koluhandfangi. Loks má nefna járnflis, sem gæti verið hnifsblað, og nokkra bronsmola. Einn bronsmun- anna er með hnoðnöglum og gæti verið einhvers konar bes- lag. Sagnfræðinemarnir rannrök- uðu alls um fimmtán hella að Kolsholtshelli, Kolsholti, Efri-Gegnishólum, Ægissiðu og viðar, en þessir hellar eru margir tihöggnir og lagaðir af mannahöndum. Sagnfræðinemarnir, sem að þessum athugunum unnu, voru Anton Holt, Guðmundur J. Guð- mundsson, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Jens B. Baldursson, Jón Árni Friðjónsson, Helgi Sigurðsson og Sigriður Kaldalónsdóttir. Auk þess að- stoðaði Erlingur Brynjólfsson kennari þá við gröftinn. Þetta unga námsfólk greiddi úr eigin vasa nær allan kostnað af rannsókninni. Sagnfræðinemarnir telja sig hafa fundiðað nýju Dimmhelli, i landi Kolsholts, en þessa hellis er getið i þjóösögum, og segir þar að honum hafi verið lokað sakir þess, hversu óheilnæmt loftið i honum var. Hleðsla innst í Kolsholtshelli sem notaður var sem fjárhús fyrr i tið og siðasl sem kartöflugeymsla. Ljósm. Erlingur Brynjólfsson. Einn krossinn úr einum hell- anna að Efri-Gegnishólum er mjög lfkur hinum irska eins og sjá niá hér fyrir neðan.en sú mynd er af steindrangi með krossi frá Kerry á ír- landi suðvestanverðu. Til vinstri sést brot úr tálgu- steinspotti, sem verið hefur rösklega 20 sm í þvermál, en til hægri er brot, sem sagn- fræðinemarnir telja vera úr koluhandfangi. Til glöggvun- ar á stærðinni skal þcss get- ið, að pottbrotið er sjö sm á lengd. Ljósm. Erlingur Brynjólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.