Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 21 SAGT \NLEGT — Já, þaö veit ég alveg ná- kvæmlega. — Má ég vera svo nærgöngull að spyrja, hvort þú hefur reynt að ná ,,þessu eina” á mynd? — Jah, nú veit ég ekki hvað ég á að segja. Það, sem stendur hjarta minu næst nú sem stendur, er hvernig við konur erum settar i þjóðfélagi nútimans. Ég er i Starfstúlknafélaginu Sókn, og ég get ekki betur séð en að gengið sé á rétt Sóknarkvenna á öllum svið- um. Ég vil gjarna koma þvi á framfæri i mynd sem allir skilja, hvernig Sóknarkonur eru settar, þær eiga við m jög slæm launakjör að búa, ogég get ekki séð, að störf þeirra séu neins metin. Ég gæti aldrei fengið mig til þess að nota slikt myndaefni — Þú vinnur þá utan heimilis, fyrst þú ert i Sókn? — Já, ég vinn sem starfsstúlka á Kleppi, — það er vist kallað að gera gæzlukona. — Finnst þér ekki neitt óhugn- anlegt að vinna á slikum stað? — Nei, ekki hef ég fundið til þess. Ég held, þvert á móti, að það sé þroskandi fyrir hvern sem er að vinna á sjúkrahúsi, hvort sem það er geðveiki eða eitthvað annað sem að sjúklingunum gengur. Þar er margt hægt að gera öðrum til hagræðis, og það veitir hverri mannveru mikið að geta liðsinnt öðrum, en hinu má ekki heldur gleyma, að sjúkling- arnir veita okkur lika mikið, beinlfnis. — Auk alls annars er svo Kleppur lika mjög góður vinnustaður, þar er góður félags- andi og samstarfsfólk ágætt. — Hafa samskipti þin við sjúk- linga aldrei orðið þér myndaefni? — Nei, og þótt ég kæmi ein- hvern tima auga á að hægt væri að nota sh'k dagleg samskipti i mynd, myndi ég ekki notfæra mér það. Með þvi fyndist mér ég vera að höggva of nærri einkamálum, bæði sjálfrar min og annarra. Auðvitað veit ég, að til eru mál- verk af sjúklingum, og af læknis- aðgerðum, en ég held að ég gæti aldrei fengið mig til þess að nota slikt myndaefni. — Snúum okkur þá aftur beint að vefnaðinum. Hvernig band notar þú? — Ég veit ekki betur en að það sé gömul hefð að nota islenzku ullina,aðallegaeingirni. Núásið- ustu timum er farið að nota hamp og snæri, og mér skilst, að þvi grófara sem efnið er, þeim mun nýtizkulegra þyki verkið. Nú er nefnilega ekki stefnt að þvi að á- ferðin sé slétt og felld, heldur hið gagnstæða. Vafningar cg annað slikt má gjarna koma i ljós. — Þið þurfið vist ekki vefstól, fyrst þið notiö ekki önnur tæki en venjulegan matgaffal? — Hér er ekki um nein skil að ræða, eins og i venjulegum vefn- aði, heldur plokkum við hvern þráð með fingrunum, og siðan er þræðinum þrykkt niður með gafflinum. Þetta er að visu mjög seinleg aðferð, en á móti kemur hitt, að hún veitir margvisleg tækifæri til myndrænnar tjáning- ar umfram annan vefnað. — Hvað getur þú imyndað þér að þú sért lengi að vefa eina með- alstóra mynd? — Ég veit ekki, þetta er unnið á Hún er að taka hendurnar frá andlitinu, það skyldi þó aldrei vera að hún sæi hilla undir nýjan tima? — Timamvnd: Kóbert. svo stopulum stundum. Mér hefur oft dottið i hug að skrifa niður og telja klukkustundirnar, sem ég sit við hverja mynd, en af þvi hefur aldrei orðið. Nú, og ef við litum á hitt, hversu lengi einhver ákveðin mynd stendur i rammanum, þá fer það lika eftir ýmsum ástæð- um. Það er mjög mismunandi, hve húsmæðurhafa mikið að gera við heimilisverkin, og fer meðal annars mikið eftir árstiðum. Auk þess vinn ég utan heimilis, en að visu ekki alla daga, það eru sextiu hundraðshlutar fullrar vinnu, sem i minn hlut koma. Mér þykir það að visu alveg nóg, því að ég vil heldur láta mig vanta eitthvað af þvi sem fólk kallar lifsþægindi, en að gera mig svo algerlega háða vinnunni, að ég geti aldrei um frjálst höfuð strokið. Betra en taugalyf — Má ég vikja aftur að skólan- um: Eru það eingöngu konur, sem stunda nám þar? — A hverju kvöldnámskeiði geta aðeins verið tiu manneskjur, og eftir þvi sem ég bezt veit, hafa það eingöngu verið konur. Hins vegar liggur i augum uppi, að vefoaður er langt frá þvi að vera einskorðaður við konur. Aður fyrr var hann meira að segja fremur talinn karla verk en kvenna, og til voru þeir, sem fengu auknefnið „vefari”. Kvöldnámskeiðin eru þannig byggð upp, að tveir hópar eru samtimis á ferðinni og tiu konur i hvorum. Við komum tvö Ekki eru nú áhöldin margbrotin: Einn gaffall úr eldhúsinu, og svo „guðsgaffiarnir”, eins og gamla fólk- ið kallaði gjarna fingur sina. — Timamynd Róbert. kvöld i viku og erum þrjá klukku- tima i einu. — Þetta er þá heilmikil vinna? — Já, það þarf engum að leið- ast, sem tekur sér þetta fyrir hendur. Að eiga sér slikt hugðar- efnioghelga þvi tómstundir sínar er miklu betra en að nota tauga- lvf. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.