Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 32
 5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR32 Árið er 2005. Kvennafrí-dagurinn er rétt yfirstað-inn og á forsíðu íslensks tímarits birtist ung fáklædd stúlka undir fyrirsögninni „Ég er alger hnakkamella.“ Stúlkan, sem er mynduð á nærbuxunum inni í blaðinu, lýsir innihalds- ríku lífi sínu. Það samanstend- ur af „góðu sexi“ með ríkum, vel vöxnum strákum og dögum í Kringlunni þar sem hún „maxar“ kreditkort kærastans. Paris Hilton er idolið henn- ar og nei, ónei, hún skellti sér ekki í bæinn á frídegi kvenna vegna þess að hún „fílar ekki þetta dæmi“. Þessi stúlka er þó langt frá því að vera ein á ferð. Ungar nútímakonur eru í hrönn- um að skilgreina sig á nýjan hátt. Þær eru að aðhyllast FHM karlablaðastefnuna: þær tala mikið um kynlíf, klæðast efnis- litlum fötum, eru ófeimnar við að drekka ótæpilega, bera á sér brjóstin og veita kjöltudansa á skemmtistöðum, birta myndir af sér í kynlífsathöfnum á blogg- síðum og fara í sleik við aðrar stelpur svo að strákar horfi á. Er þetta semsagt kvenfrelsi nýrrar aldar? Kátar kuntur og Paris Hilton-væðingin Ýmsar bloggsíður fyrirfinnast á Íslandi með heldur ósmekklegum nöfnum. Dæmi um frumleg heiti eru „mellurnar.is“ og „kátar kunt- ur“.is. Það eru ógrynni slíkra síða, stúlkurnar eru oftar en ekki undir tvítugu, líta út fyrir að vera þrítug- ar og tala aðallega um að „hözzla“ og sofa hjá strákum. Og, jú, af hve- rju ættu þær svosem ekki að mega það? Karlmenn gera þetta, og af hverju ekki þær? Stundum virð- ist jafnvel erfiðara að vera und- antekningin frá reglunni. Tvítug stúlka sagði mér að henni fynd- ist kynhegðun jafnaldra sinna hafa gengið of langt og hefði lítinn áhuga á þátttöku í henni. „Það þykir mjög töff að dansa kynferðislega við aðrar stelpur fyrir framan strá- ka og fara í sleik við þær.“ Er þetta það sem ungar konur eru að aðhafast nútildags? Lítum út fyrir landsteinana. Undanfarin ár hafa sprottið upp fjöldi kvenna sem eru þekktar fyrir ekkert annað en að vera snoppufríðar, með silík- onbrjóst eða jafnvel fyrir klám- myndbönd sem „óvart“ fundu leið á netið. Fyrirmyndin Paris Hilt- on er þar ofarlega á blaði ásamt stjörnum eins og hinni íturvöxnu Jordan. Kvennatímaritin eru orðin svo leiðinleg að konur sækja í karl- ablöð eins og Maxim, FHM og Loa- ded. Nýverið kom út mjög áhugaverð bók vestanhafs eftir blaðakonuna Ariel Levy sem heitir „Female Chauvinist Pigs: Women and the Rise of Raunch Culture“. Þar leit- ast hún eftir að finna svarið við því af hverju konur eru farnar að haga sér svona „illa“, og svarið er ekki fallegt. Hún hallast að því að strippbúllur, klámmyndir og klámblöð séu orðin svo mikill hluti af venjulegri tilveru okkar að gildin sem þeim fylgja eru orðin hluti af daglegu gildismati kvenna. Levy er ekki rauðsokka og er ekki í herferð gegn klámi eða að menntaskóla- stúlkur klæðist efnismeiri fötum. Hún segir í viðtali við kanadíska tímaritið Macleans að hún hafi aðeins ætlað að forvitnast um þessa nýju subbulegu bylgju. „En eftir því sem ég komst lengra inn í þetta efni fór ég að hugsa um hvað þetta væri gersamlega fáránlegt. Niðurstaðan mín var: Nei, subbuskapur og frelsi er alls ekki það sama.“ Levy fann- st merkilegt hvað konur eru langt frá því að finnast þær vera einhver fórnarlömb karlrembunnar, en hella sér þó út í þennan kúltúr. Sumar fara í súludanstíma og leyfa litlum dætrum sínum að fara í Playboy- boli, á meðan menntaskólanemar fara í raunveruleikasjónvarps- þætti og sýna á sér ber brjóstin og rassinn. Hún vill þó alls ekki ske- lla skuldinni á karlmenn. „Konur eru að gera sjálfum sér þetta. Þær konur sem eru að reyna að sjá frels- ið í því að vera groddalegar finnast karlmenn vera æðri en þær. Þessar konur eru alltaf að segja mér að þær vilji vera eins og karlmenn. Eins og karlmennska þýði það að vera klár, fyndinn, sjálfstæður og stunda frjálsar ástir. „Í dag er það eina sem gildir að vera „heit“. Það er betra að vera heit en að vera falleg. Meira að segja íþróttakonur verða að vera heitar, og helst sýna brjóstaskorur og mikið hold. Levy vill þó meina að þrátt fyrir alla sýndarmennsk- una og bera holdið, séu konur minna í tengslum við kynferðisupplifun en ella. „ Klámvæðingin gerir það að verkum að kynlíf kvenna snýst aðallega um hvernig þær líta út og hvernig þær standa sig í rúminu. Ekki hvort þeim þyki þetta virkilega gott.“ Það er kannski þess vegna sem stúlkur eru alltaf að reyna að taka ögrunina skrefinu lengra, og fá meiri athygli. Hvað geta þær gert til að slá hinar út? Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur, sem vinnur mikið með ungum stúlkum, segir að ögrun- in sé einmitt aðalatriðið. „Það er í tísku að ögra og hneyksla sem mest í þjóðfélaginu. Þetta sjáum við á svo mörgum sviðum. Allir ramm- ar eru að gliðna. Það er hömlulaus markaðssetning á fáklæddu kven- fólki og fjölmiðlar ýta undir þetta allt saman. Ég hef líka tekið eftir því að klæðnaður á fjölmiðlakonum hefur breyst – nú er meira um föt sem eru flegin eða gegnsæ. Lítil börn horfa á þætti eins og Strák- ana þar sem koma fyrir atriði sem þau ættu ekki að sjá. Raunveruleika- sjónvarp hefur líka mikil áhrif á gildismatið. Það er ekkert heilagt lengur – allt í beinni.“ Kolbrún er þess fullviss að siðferðiskennslu sé ábótavant, bæði á heimilum og í skólum. „Þegar ég horfi á þessar ungu stúlkur sem eru að láta birta svona myndir af sér þá hugsa ég náttúrlega strax eins og sálfræð- ingur: hvað gleymdist í uppeldinu þegar þessi stúlka var lítil. Hvaða veganesti er fólk eiginlega með.“ Er eftirsóknarvert að líta út eins og klámstjarna? Hér á Íslandi eru ótal stúlkur sem láta mynda sig í heldur pínlegum stellingum og fatnaði fyrir tíma- rit eins og Séð og heyrt og Hér og nú. Stúlkur fara út á djammið með hvítt, strípulitað hár, gervibrún- ku, gervibrjóst og í þröngum efnis- litlum fötum. Hvaðan kemur tískan? Augljóst – hún kemur beint upp úr klámmynd. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, skrifaði mjög áhugaverða grein í fyrra um brjóstastækkanir kvenna, sem heitir „Kvenfrelsi á tímum klámvæðingar“ – nánar til- tekið, þær brjóstastækkanir sem eru ekki gerðar í læknisfræðilegum tilgangi heldur eingöngu til að fá risabrjóst eins og klámstjarna. Í Bandaríkjunum hefur brjósta- aðgerðum fjölgað úr 33 þúsund á ári upp í 264 þúsund á rúmum áratug. „ Ein skýring hlýtur að vera sú að fegurðarviðmiðin hafa klámvæðst,“ segir Sigríður mér. „Klámiðnaður- inn er risavaxinn peningaiðnaður víða um heim. Auðvitað litar þessi heimur hugmyndir okkar um kven- lega fegurð. Hinn svonefndi „Raun- ch“ kúltur – eða groddakúltúr sem margar ungar konur taka þátt í er angi af þessum iðnaði. Spurningin er hvort þetta fyrirbæri sé eflandi eða kúgandi fyrir konur? Er það til merkis um að konur séu að fá aukið vald, eða eru þær á valdi klámvæð- ingar? Ganga konur, með þátttöku í þessu, erinda kvennakúgunar eða taka þær klámið í sínar hendur af fúsum og frjálsum vilja? Ég held að setja verði mikinn fyrirvara ef talað er um frjálst val í þessu samhengi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þessi markaðsöfl skil- yrða val okkar að stóru leyti. Raun- veruleikasjónvarp hefur líka mikil áhrif – í Kanada er mjög vinsæll þáttur sem heitir „Girls gone Wild“ þar sem háskólastúlkur eru mynd- aðar í teitum að fara úr að ofan“. Stýrir karlaveldið þessari „raunch“- bylgju eða erum við að grafa undan okkur sjálfar? „Það er oft sagt að klámvæðingin sé svar karlveldis- ins við bættri stöðu kvenna,“ segir Sigríður. „En ég er sannfærð um að við konur séum að grafa undan okkur sjálfum með þessu. Auk þess snertir þetta ekki bara konur heldur samskipti kynjanna vegna þess að það eru bein tengsl milli niðurlægj- andi kláms og ofbeldis gegn konum. Það er ekkert að sýni og glápþörf upp að vissu marki. En þegar hún er orðin allsráðandi held ég að fólk sé líka missa af einhverju. Það er ekki endilega sexí að sýna allt. Oft er það sem fólk telur kynþokkafyllst það sem er gefið í skyn fremur en berstrípað.“ Það er þó engin ástæða til þess að foreldrar fái áfall og læsi ungl- ingsstúlkurnar sínar inni. Grodda- kúltúrinn er ekkert að ógna mann- kyninu. Hann er bara – alveg eins og tónlistarmyndbönd með fáklæddum, ögrandi konum – orð- inn sjálfsagður hluti af nútíman- um. En það er hins vegar vel þess virði fyrir ungar konur að hugsa aðeins meira um þessi mál. Eins og Ariel Levy segir sjálf í viðtali: „Ég vil bara gera ungar konur meðvit- aðar um þessa bylgju, og að þær þurfi ekki endilega að taka þátt í henni. Karlmönnum mun samt finnast ungar konur kynþokkafull- ar. Okkur hefur hingað til tekist að fjölga mannkyninu. Ef þú ert alvöru manneskja þá þarftu ekki að sýnast. Þú þarft ekki að eyða allri orku þinni í að ná í karlmann. Þú munt ná í karlmann. Aðal við- fangsefni þitt átt að vera þú sjálf. Hvað langar þig að hugsa um? Hvað æsir þig? Hvað gleður þig?“ annabjornsson@frettabladid.is Female Chauvinist Pigs: Women and the Rise of Raunch Culture eftir Ariel Levy fæst á Amazon. BÓK ARIEL LEVY Allt um subbuvæð- inguna. KONUR VERÐA AÐ KARLREMBUSVÍNUM Hvenær varð það svalt að koma fram við sjálfa þig og aðrar konur eins og kjötstykki? Er þessi bylgja eflandi eða kúgandi fyrir konur? Anna Margrét Björnsson reynir að fá botn í málið. PARIS HILTON Varð fræg fyrir klámmyndband á netinu. BRYNJA BJÖRK Stolt af því að vera hnakkamella.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.