Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 38
[ ]
Gistiheimilið Brekkukot á
Sólheimum í Grímsnesi hlaut
umhverfisverðlaun Ferðamála-
ráðs fyrir árið 2005. Starfsemi
samfélagsins á Sólheimum
er í fararbroddi í umhverfis-
málum og til fyrirmyndar fyrir
þjónustuaðila sem vilja koma
til móts við fólk sem lætur sig
umhverfismál varða.
Brekkukot er sjálfstætt fyrir-
tæki, stofnað 1997. Fyrirtækið
býður gistingu í tveimur húsum,
Brekkukoti og Veghúsum, en auk
þess sér það um rekstur og umsjón
mötuneytis Sólheima, rekstur
kaffihússins Grænu könnunnar,
funda- og ráðstefnuþjónustu í
Sesseljuhúsi.
„Sólheimar setja umhverf-
ismál og umhverfisvernd í önd-
vegi og við leggjum áherslu á
að þetta sé hluti af okkar dag-
lega lífi,“ segir Aðalheiður Ásta
Jakobsdóttir hjá Brekkukoti.
„Við reynum að viðhalda heild-
rænni umhverfisstefnu, reynum
að vera okkur sjálfbær í sam-
bandi við orkunýtingu á svæðinu,
endurvinnslu og endurnýtingu,
varðandi byggingar á húsunum
og hvernig við stýrum vinnunni
okkar. Við reynum líka að virkja
fólk og fræða það um umhverfis-
mál,“ segir Aðalheiður Ásta.
Sólheimar hafa verið síðan 1997
meðlimur í samtökunum Global
Eco-village Network, samtökum
vistvænna samfélaga. Brekkukot
hefur vissulega markað sér stefnu
í anda grænnar ferðaþjónustu
og er fyrsta gistihúsið á Íslandi
sem fær opinbera viðurkenningu
þar um. Aðalheiður Ásta segir að
önnur fyrirtæki geti lært mikið
af þeirra starfsemi alveg eins og
þau geti lært af öðrum. „Á Sól-
heimum býr mikil reynsla og hefð
fyrir umhverfismálum. Við höfum
rekið okkur á margt sem hefur
þurft að laga og breyta og þurft
að glíma við allskyns vandamál
gegnum árin svo við erum reynsl-
unni ríkari. Við rekum sjálfbært
samfélag sem virkar og við erum
meðvituð um það að við getum
alltaf gert betur. Þetta er ekki
verkefni sem lýkur heldur vinnum
við í þessu það sem eftir er. Þetta
er hluti af okkar lífi og lífsstíl.“
Aðalheiður Ásta segir verðlaunin
vera mikla hvatningu. „Þetta er
mikill heiður fyrir okkur og það er
jákvætt að fólk taki eftir hvað er
verið að gera í þessum málum.“
johannas@frettabladid.is
Græn ferðaþjónusta
í sjálfbæru samfélagi
eru oftast mjög skemmtileg. En eins og það getur verið gaman að
ferðast þá er yfirleitt best að koma heim aftur.
Ferðalög
Á ferðamálaráðstefnu Íslands um
síðustu helgi voru veitt lokaverkefnis-
verðlaun fyrir framúrskarandi
lokaverkefni um ferðamál, unnin af
nemendum við háskóla hér á landi.
Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin
eru veitt og féllu þau í hlut Anne
Maria Sparf en fimm verkefni voru
metin af dómnefnd.
Verkefni Anne Mariu fjallaði um
möguleika lítilla og meðalstórra
ferðaþjónustufyrirtækja til að bæta
frammistöðu sína í umhverfismálum
með hjálp umhverfisviðmiðunar.
Anne Maria kannaði þarfir fyrirtækja
á Íslandi og annars staðar á Norður-
löndum fyrir umhverfisstjórnun og
viðhorf þeirra til umhverfismála. Hún
notaði svo niðurstöður könnunar-
innar til að móta einfalda og skýra
aðferð til að finna út hversu vel hin
ýmsu umhverfisstjórnunartæki henta
smærri ferðaþjónustufyrirtækjum.
Í umsögn dómnefndar segir að niður-
stöður verkefnisins geti nýst einstök-
um ferðaþjónustufyrirtækjum og
samtökum ferðaþjónustunnar, jafnt
hér á landi og í nágrannalöndum,
við að byggja upp ferðamennsku á
forsendum sjálfbærrar þróunar.
Enn fremur sagði dómnefndin verk-
efni Anne Mariu unnið af metnaði,
fagmennsku og næmni og hún því
verðugur handhafi verðlauna Ferða-
málaseturs Íslands árið 2005.
Framúrskarandi verk-
efni í ferðamálafræðum
ANNE MARIA SPARF HLAUT VERÐLAUNASTYRK FRÁ FERÐAMÁLASETRI ÍSLANDS
FYRIR LOKAVERKEFNI SITT Í FERÐAMÁLAFRÆÐUM.
Hver lætur sig ekki dreyma um helgi
á Hilton hóteli í Kaupmannahöfn
með týpískum dönskum „julefrok-
ost“ í Tívolíinu? Um miðjan daginn er
hægt að skoða borgina, njóta þess
að rölta um Strikið og kíkja á jólaút-
stillingarnar en um kvöldið er boðið
upp á klassískt danskt jólahlaðborð.
Þessar jólaferðir Iceland Express
til borgarinnar við Sundið kosta frá
39.900 krónum.
Allir í jólaskap
ICELAND EXPRESS SELUR SÉR-
STAKA PAKKA MEÐ FLUGI, HÓTELI
OG JÓLAMAT Í KAUPMANNAHÖFN.
Brekkukot á Sólheimum í Grímsnesi er sjálfbært samfélag.
Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir tók við umhverfisverðlaunum Ferðamálaráðs. Með henni á myndinni eru Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra og Ísólfur Gylfi Pálmason, starfandi formaður Ferðamálaráðs.
Verðlaunahafinn Anne Maria Sparf
ásamt Sturlu Böðvarssyni samgöngu-
ráðherra og Helga Gestssyni, forstöðu-
manni Ferðamálaseturs Íslands.
�������������������������������� ����������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������
���������������������������������������
��������������������������������������������
���������������
���������������������������������
�������������������
���������������
������������������ ���������������
�����������������������������
Nú ætla krakkarnir í Lata-
bæ að leggja land undir fót
og bregða sér í ferðir með
Icelandair.
Nú geta allir krakkar sem ferðast
til útlanda með Icelandair fengið
hollan Latabæjarmat í flugvél-
inni. Íþróttaálfurinn minnir ykkur
samt á að láta fullorðinn panta
matinn fyrirfram svo hann nái að
tína hann til áður en farið er í loft-
ið. Svo getið þið líka fengið
Latabæjarlitabók og
þrautir um
borð í flug-
v é l i n n i .
Flugfreyj-
u r n a r
s ý n a
y k k u r
mynd í flug-
sjónvarpinu
og í flugút-
v a r p i n u
getið þið
hlustað á
Latabæjar-
útvarpsstöð-
ina.
Íþróttaálfurinn minnir líka
alla krakka á hversu mikilvægt
er að muna eftir öllu áður en við
förum til útlanda. Það er gott ráð
að búa til lista yfir nauðsynlega
hluti til að setja í ferðatöskuna.
Þið getið auðvitað búið til ykkar
eigin lista en hér er listi sem þið
getið notað ef þið viljið. Þið getið
líka fengið fullorðinn til að prenta
listann út fyrir ykkur af heima-
síðum Icelandair.
Þessu þarf að muna eftir
• Tannbursti • Vegabréf• Föt • Nærföt • Náttföt • Sokkar • Útiskór • Inniskór • Bangsi/dúkka • Bók til að lesa • Merkimiðar á tösku • Kveðja vini og fjölskyldu • Fara snemma að sofa • Borða góðan og hollan mat • Slökkva ljós í öllum herbergjum
Hraustir krakkar
á ferð og flugi