Fréttablaðið - 05.11.2005, Side 52
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR36
Hún hefur exótískt yfir-bragð. Dökkt strítt hár og fyrirhafnarlausan stíl.
Hún myndi frekar falla í fjöldann
í tískubransa New York eða Par-
ísarborgar í gallabuxunum sínum
með myndavél í hönd. Silja Magg
er aðeins 22 ára en er orðin eft-
irsóttasti ljósmyndari landsins.
Anna Margrét Björnsson fékk að
skyggnast bak við linsuna.
STÚLKAN: Ljósmyndari, í fisk-
amerkinu, dóttir Magnúsar Hjör-
leifssonar ljósmyndara og systir
Ara Magg. Hún hlær þegar ég
spyr hvort ljósmyndun sé í gen-
unum, en vill ekki ræða fjölskyld-
una. „Við erum öll mjög ólík.“ En
hvenær byrjaði hún að mynda?
„Ég er búin að taka myndir í þrjú
ár, en það er aðallega síðasta
ár sem ég hef eitthvað verið að
vinna af alvöru.“ Og búið að vera
nóg að gera í því ári. „Já, ég er
að mynda mikið af auglýsingum
og tek myndir fyrir mörg íslensk
tímarit. Svo hef ég mikið verið að
taka plötuumslög upp á síðkastið.
Jólaplöturnar.“
MYNDIRNAR: „Er með frekar
draumkenndan stíl. Ég elska
ljósmyndarann Paolo Roversi.
Svo dýrka ég Andy Warhol, Er
náttúrulega alltaf að þróa stílinn
en jú, ætli hann sé ekki aðallega
frekar draumkenndur.“
UPPÁHALDSLJÓSMYND SEM ÉG HEF
TEKIÐ: „Af frænku minni fyrir
nýlega forsíðu á Reykjavík Grape-
vine.“
FATASTÍLLINN: „Ég er mjög klass-
ísk en samt rokkuð upp. Finnst
gaman að kaupa eina og eina dýra
flík í bland við notuð föt.“
MORGUNINN: „Byrjar alltaf á
Gráa kettinum. Er þar á hverjum
morgni. Fæ mér brauð með tún-
fiski og cafe latte.“
Á DAGINN: „Ég er bara oftast á
gallabuxunum í vinnunni. Ég á
mér alltaf einhver uppáhaldsföt,
er lítið fyrir að skipta um föt. Til
dæmis ef ég finn fullkomna skó,
þá er ég í þeim á hverjum degi þar
til þeir detta í sundur. Svo elska
ég að vera í 66 gráður norður dún-
úlpunni minni í vinnunni.“
ÞRÍR HLUTIR SEM AUÐKENNA SILJU
MAGG: „Ætli það sé ekki úlpan
mín sem ég er alltaf í. Hún er frá
Donnu Karan og ég er búin að eiga
hana í nokkur ár. Svo er það bleika
peysan mín sem er alveg rosamik-
ið ég. Og jú, slegið og úfið hár,“
hún skellir upp úr.
Á KVÖLDIN: „Þá eru það oft galla-
buxurnar, en glamúrkjólar yfir
og pelsar. Svona rokkaður glamúr
kannski.“
BÚÐIR: Ertu verslanaóð? „Já, Ég
get verslað mjög mikið. Ég fer
mikið í Spútnik og Fríðu frænku
hér í Reykjavík. Svo elska ég að
kaupa inn í New York. Uppáhalds-
búðin mín þar heitir Eleven.“ Ertu
lengi að spá og spekúlera? „Nei, ég
er rosalega fljót að finna það sem
ég fíla og kaupi það strax. Kaupi
mikið og kaupi strax.“
BANNAÐ: „Ætli það séu ekki útvíð-
ar buxur núna. Og ég er ekki fyrir
ljós eða brúnkukrem.“
ÞRÁHYGGJA: „Er alltaf með buxur
á heilanum. Endalaust að reyna
að finna þær fullkomu, en nýverið
hafa það verið armbönd.“
SKARTGRIPIR: „.Getto gold-úrið mitt
sem ég keypti í skeiterabúð í New
York. Geng mikið með mörg, gróf
armbönd. Svo er ég búin að vera
með sama hálsmenið í sjö ár, en
það er hringur af mömmu.“
ILMVATN: „Æ það er eitthvað Vict-
oria Secret spray. Búin að ganga
með það heillengi.“
HÁRIÐ: „Bara þvegið og slegið...“
Hvaðan kemur þetta dökka hár?
Eru einhverjir Spánverjar aftur
í ættum? „Nei það held ég ekki.
Mamma er svona dökkhærð eins
og ég.“
FARÐI: „Ég nota aðallega snyrtivör-
ur frá Mac. Nota maskara, púður-
meik, stundum blýant í kringum
augun. Svo bæti ég meiru í kring-
um augun á kvöldin.“
FRÍ: „Þau eru mjög spontant og
það er lítið planað fram í tímann
hjá mér, vil helst kaupa farið deg-
inum áður.“ Hvert fórstu síðast í
frí? „Ég fór út um allt síðastliðið
sumar, París, Barcelona, New
York, London, Köben.“ Ertu alltaf
með myndavélina með þér? „Já,
ég er alltaf að plana frí en svo
endar þetta alltaf með vinnu. Er
að mynda allan tímann.“
MYNDAVÉL: „Mynda allt á Canon
EOS-1 Dz í vinnunni og mynda
mikið fyrir sjálfa mig á Leicuna.“
HEIMA: „ Það er allt voða mikið
svart og hvítt og stílhreint. Klass-
ískir litir og antíkhúsgögn. Svo er
ég með mikið af eldgömlum svart-
hvítum myndum frá fjölskyldunni
uppi á vegg.“
SILJU MAGG KVÖLD: „Finnst
skemmtilegast að elda með vinum
eða fara út að borða, og enda svo
á bar.“
BARINN: „Ég fer mest á Kaffibar-
inn, Sirkus og Vegamót. Jú, ann-
ars, ég er búin að hálfpartinn búa
á 101 bar undanfarnar vikur.“
DRYKKURINN: „Rauðvín.“
TÓNLIST: „Er mikið að hlusta á Iron
and Wine núna, en það er mjög
róleg tónlist. Svo hlusta ég mikið
á hiphop með Ögu vinkonu minni.
Medúlla með Björk er uppáhalds-
platan mín og svo er nýja platan
hans Daníels Ágústs alveg frá-
bær.“
TÍSKUFYRIRMYND: „Kate Moss. Æ,
segja ekki allir Kate Moss?“
BORGIN: „New York, París.“
TÍMARIT: „Ég kaupi alltaf ID og
franska og ítalska Vogue. Jú, og
Purple, og Another Magazine.“
BOÐORÐ: „Never wear purple with
black.“
FRAMTÍÐIN: „Verð heima í vetur
að vinna á fullu. En ég stefni á
að fara út í skóla. Til New York.
Mig langar að læra meira, og fara
jafnvel út í kvikmyndagerð. En
annars er erfitt að segja um það
akkúrat núna, kannski breytist
það eftir ár.“
„ÉG DÝRKA ANDY WARHOL“
TÍMARITIÐ ANOTHER MAGAZINE ER Í
UPPÁHALDI
STÍLLINN HENNAR... SILJU MAGG
SILJA MAGG LJÓSMYNDARI Á GRÁA
KETTINUM, UPPÁHALDSMORGUNVERÐAR-
STAÐNUM.
UPPÁHALDSPLATAN HENNAR SILJU,
FORSÍÐA Á REYKJAVÍK GRAPEVINE SEM ER
UPPÁHALDSLJÓSMYND SILJU EFTIR SJÁLFA
SIG, OG LJÓSMYND EFTIR TÍSKULJÓSMYND-
ARANN PAOLO ROVERSI SEM VEITIR SILJU
INNBLÁSTUR.