Fréttablaðið - 05.11.2005, Qupperneq 54
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR38
Við Sigrún gæðum okkur á kjúklingasalati á litlum veitingastað í hjarta Seattle
eftir að hafa labbað um miðbæinn
þveran og endilangan. Sigrún er
heimavön í Seattle enda hefur hún
dvalið þar við nám síðustu fjögur
árin. Áður en Sigrún flutti til borg-
arinnar vissi hún ekkert nema að
þarna væri gott að vera.
,,Ástæðan fyrir því að ég endaði
hér er sú að fyrrverandi kærasti
minn sem er íslenskur vildi koma
hingað í flugvirkjanám. Ég ákvað
því bara að skella mér með og fara
í grafíska hönnun enda hafði mig
lengi langað að læra fagið,“ segir
Sigrún meðan hún gæðir sér á
salatinu. Hún er líka „spontant“
í eðli sínu og þess vegna fannst
henni þetta alls ekki svo galin hug-
mynd og leit það spennandi augum
að prófa eitthvað nýtt.
,,Lífið hérna í Seattle er allt
öðruvísi en á Íslandi. Sem dæmi má
nefna að hér þykir ekkert athuga-
vert að fara í joggingbuxum og
strandskóm í skólann. Það eru flest-
ir mjög afslappaðir og þegar ég var
búin að vera hérna í tvö ár var ég
dottin í sama pakka,“ segir hún og
hlær. Hún segir jafnframt að henni
finnist eins og kröfurnar séu minni
í borginni. Stundum aðeins of litlar.
,,Fólk hérna kann ekki að borða
með hnífapörum eins og virðu-
legir Íslendingar, hér borða allir
bara með gafflinum og menn eru
snillingar í að skófla matnum í sig
án þess að nota hnífinn.“ Sigrún
rifjar upp söguna af fyrstu jólun-
um sínum í Seattle. Þá hafi hún
og kærastinn puntað sig og farið
í sparifötin á jóladag. Þegar þau
mættu í jólaboðið voru hins vegar
allir bara í gallabuxum og mjög
hversdagslegir til fara. Þau hafi
því verið eins og álfar út úr hól.
Ólík skólakerfi
Sigrún segir að bandarískt skóla-
kerfi sé allt öðruvísi en hún hafði
gert sér í hugarlund.
,,Þegar ég mætti í fyrsta próf-
ið var ég búin að læra vel fyrir
það og fannst ég vera nokkuð vel
undirbúin. Mér brá því svolítið
þegar samnemendur mínir drógu
upp kennslubækurnar og flettu í
þeim meðan á prófinu stóð. Allur
undirbúningurinn var því nánast
til einskis,“ segir hún og bætir við
að flestum nemendum sem koma
frá Evrópulöndunum gangi vel í
amerískum skólum.
,,Ég er alls ekki að gera lítið úr
skólunum hérna úti en mér finnst
kröfurnar vera meiri á Íslandi.
Ég á nokkra evrópska vini og þeir
hafa sömu sögur að segja.“ Spurð
að því hvort þetta sé líka svona í
Harvard segist hún ekki vita það.
,,Ég býst nú við að lögfræðinem-
ar þurfi að kunna sín fræði utan-
bókar. Ég trúi ekki öðru, sérstak-
lega í þessu samfélagi þar sem
fólk hikar ekki við að lögsækja
hvert annað út af minnsta tilefni.“
Bílaauglýsingar voru ætlaðar konum
Á lokaárinu í grafísku hönnuninni
fékk Sigrún að ráða hvort hún
skilaði BA ritgerð eða ekki. Ef hún
hefði kosið að sleppa ritgerðinni
hefði hún þurft að gera eitt loka-
verkefni í viðbót við þau tólf sem
hún skilaði. Þar sem ritgerðin varð
að tengjast grafískri hönnun á ein-
hvern hátt ákvað hún að skrifa
um hvernig máttur auglýsinganna
sneri að konum á árunum 1904 til
2004 og hvernig markhópurinn
hefur breyst á þessum árum.
,,Þegar ég fór að grúska í sögu
auglýsinganna kom það í ljós að
bílaauglýsingar í kringum 1950
voru stílaðar inn á konur, í raun
öfugt við daginn í dag. Heima-
vinnandi húsfrúr voru helsti
markhópurinn enda áttu þær að
hafa nægan tíma til að sporta sig
á daginn. Litavalið á bifreiðunum
höfðaði líka til kvenna og voru
algengustu litirnir bleikur og
grár. Það voru þó ekki bara farar-
tæki sem áttu að höfða til kvenna.
Sjónvarpið var að ryðja sér rúms
á þessum árum og voru sjónvarps-
tæki stíluð inn á konur enda þótti
það fín afþreying að horfa á það
meðan þær pússuðu silfur eða
sinntu handavinnu. Dagskrá sjón-
varpsstöðvanna í Ameríku var
líka stíluð inn á konur og hvert
hreinsiefnið á fætur öðru kynnt í
sérstökum sjónvarpsþáttum sem
ætlaðir voru kvenpeningnum.
Það var hægt að mata konur
endalaust á því hvernig þær
mættu verða betri húsfrúr,“ segir
Sigrún bætir við að konur hafi
jafnvel getað keypt hatta og kápur
í stíl við lakkið á nýju bílunum.
Hún bendir líka á að í byrjun ald-
arinnar hafi ekki verið gert út á
konuna sem kynveru.
,,Þá voru karlarnir í aðalhlut-
verki og það hefði til dæmis ekki
þýtt neitt á þeim tíma að láta
konur auglýsa sápur. Karlmenn
sáu um það. Ég rakst á gamla aug-
lýsingu frá aldamótunum þar sem
naktir menn eru í aðalhlutverki að
auglýsa sápur. Þetta myndi ekki
vera svona í dag.“
Ritgerð Sigrúnar vakti mikla
athygli meðal skólastjórnenda og
kennara. Þegar hún útskrifaðist
fékk hún sérstaka viðurkenningu
fyrir hana og í kjölfarið var henni
tjáð að ritgerðin yrði fyrirmynd í
BA ritgerðarsmíðum enda sérlega
vel skrifuð og vel upp sett. Ekki
nóg með það heldur var það ákveð-
ið að hér eftir myndu allir skrifa
ritgerðir sem ætluðu að næla sér
í BA próf. ,,Þó ég hefði lagt mig
alla í ritgerðina fannst mér þetta
ekkert stórmál,“ segir Sigrún hóg-
værðin uppmáluð. ,,En auðvitað er
þetta voða gaman.“
Björt framtíð
Sigrún hyggur á að dvelja eitt ár
í viðbót í Seattle. Hún er nýkom-
in frá San Fransiskó þar sem hún
dvaldi hjá fóstursystur sinni í
rúman mánuð.
,,Ég er mikill tímaritasjúklingur
og myndi því helst kjósa að starfa
á þeim vettvangi. Mér finnst allar
vangaveltur um tímarit skemmti-
legar, hvað fær þig til að kaupa
tímarit, hvað vekur athygli fólks
og hvaða forsíður eru söluvænleg-
ar. Hvað langar fólk að lesa um.
Ég kaupi oft tímarit bara af því
þau eru smekklega umbrotin. Ég
væri líka til í að reyna fyrir mér í
hönnun á stuttermabolum, búa til
skemmtilegar myndir til að þrykk-
ja á boli og fleira í þeim dúr. Ég á
nokkra vini sem starfa við það og
finnst það mjög spennandi,“ segir
hún. Framtíðin er þó óráðin og
vonandi fær Sigrún draumastarfið
fyrr en hana grunar. Enda óþarfi
að vera svefnlaus í Seattle þó það
hafi litið vel út á hvíta tjaldinu hér
um árið.
Í Háskólabíói og Regnboga
26. október - 14. nóvember
„Hvað gera þessir framleiðendur?“
- jökull ii
MasterCard kynnir:
GUY X
Í KVÖLD: FRUMSÝNING Á
SPURT OG SVARAÐ MEÐ SAM TAYLOR,
FRAMLEIÐANDA MYNDARINNAR
KL. 20:00 Í HÁSKÓLABÍÓI.
Guy X er íslensk framleiðsla
þar sem Jason Biggs
fer á kostum í hlutverki
hermanns sem kemst ekki
frá Grænlandi, sama hvað
hann reynir.
Svefnlaus í Seattle
Sigrún Pétursdótir útskrifaðist úr grafískri hönnun frá The Art Institute of
Seattle á dögunum. BA ritgerð hennar vakti það mikla athygli að ákveðið
hefur verið að nota ritgerðina sem kennsluefni í ritgerðarsmíðum. Marta
María Jónasdóttir heimsótti Sigrúnu í borgina sem aldrei sefur.
SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR
Hlaut sérstaka viður-
kenningu fyrir BA ritgerð
sína sem hún tileinkaði
konum og auglýsingum
á liðinni öld.
HJARI Í skólanum áttu nemendur að stofna fyrirtæki og hanna lógó fyrir
það. Sigrún gerði lógó fyrir hjara sem átti að vera sérvöruverslun sem
seldi íslenskan lakkrís í ameríku. Hjari vísar í hvað það búa fáir á Íslandi
en ef lógóið er skoðað vel glittar í manneskju í síðasta stafnum.
Í þessu verkefni
fékk Sigrún bókstaf Í
hendurnar. Sigrún fékk
stafinn I og hannaði út
frá honum.
Forsíða tímaritsins Winker sem sigrún
hannaði í skólanum.