Fréttablaðið - 05.11.2005, Page 66
5. nóvember 2005 LAUGARDAGUR50
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
Sjarmerandi í ullarbol
Það er ekki laust við að ég sé farin að venjast kuldabola enda gerði
ég mér fulla grein fyrir því að ef ég ætti að lifa veturinn af yrði ég að
laga mig að aðstæðum. Ég var einmitt að tala um þetta við vinkonu
mína um daginn og hún sagði mér að hún væri með lausnina. Ullar-
bolir og helst ullarsokkabuxur væru málið. Ég rak upp stór augu enda
hef ég alltaf verið sammála sögupersónunni Elíasi
(sem Auður Haralds gerði ódauðlega) að ullarbolir
væru það óþægilegasta sem til væru í alheiminum.
Minntu meira á gaddavír en flík. Ég minnist ull-
arbola með hryllingi enda kom það í ljós snemma
á lífsleiðinni að mig klæjar undan öllu sem sting-
ur. Það þýddi því ekkert að klæða mig í gaddavír.
Vinkona mín gafst þó ekki upp og sagði mér
að ullarbolir í dag væru allt annars eðlis en
þeir voru í bernskunni. Þeir væru þunnir og
mjúkir. Jafnframt væri hægt að fá þá með
blúndulíningum. Á fimm mínútum fullviss-
aði hún mig um að þetta væri sannkölluð
tískuvara, því með því að klæðast ullarbol
gæti maður gengið í öllum pæjufötunum
sínum og verið svolítið smart þó það væri
hávetur. Í framhaldinu frétti ég af ull-
arsokkabuxum sem fást í versluninni
Stellu í Bankastræti þar sem ull og
silki er blandað saman með huggulegri
áferð. Það er ekkert smá flott lausn,
hægt að vera í pilsi allan ársins
hring. Því er nefnilega þannig
farið að ef undirlagið er gott
er hægt að vera svolít-
ið skvísulegur til fara.
Fyrir þær sem
eiga ullarboli
heima hjá sér
er um að gera
að skreyta þá
með nokkr-
um pallíettum
eða perlum og
poppa þá upp,
bara svona ef ske
kynni að það myndi
glitta í þá í gegnum þunnu
skvísufötin.
Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég verð að gera
það. Ég var að vinna við hátísku í París í fimm
ár en núna vinn ég sem stílisti og þarf einnig
að fylgjast með í sambandi við það starf.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mjög
rómantískur og jafnvel kynþokkafullur. Ég bla-
nda saman gömlu dóti, kjólum frá fjórða og
fimmta áratugnum, við hátískufatnað.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Karl
Lagerfeld en ég er líka hrifin af Christian Dior
og þá sérstaklega herralínunni. Hún er fram-
leidd í mjög litlum stærðum svo að konur geta
líka notað hana. Á Íslandi er ég hrifin af hönn-
un Thelmu en hönnun hennar fæst í Kron og
einnig finnst mér hönnuðurinn Steinunn frá-
bær.
Uppáhaldslitur? Svartur.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti
fallegan svartan kjól og stóran ref sem ég get
vafið um mig eins og sjali. Ég keypti þetta í
Fríðu frænku.
Hvað finnst þér flottast í tískunni núna?
Ég er mjög hrifin af eyrnalokkum, armbönd-
um, beltum og þess háttar. Það er hægt að
gera hvaða klæðnað sem er mjög elegant
með fallegum fylgihlutum.
Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir veturinn?
Ég fer til París í desember og þar ætla ég að
læðast inn á tískusýningar hjá vinum mínum
sem eru hönnuðir. Þeir eiga væntanlega
eftir að gefa mér eitthvað fallegt úr línunum
sínum.
Uppáhaldsverslun? Fríða frænka, án efa. Ef
þessi búð væri í París þá væri hún flottasta
antík verslunin í borginni. Reyndar væri ég líka
til í að komast í fataskápinn hjá öllum ömm-
unum í Reykjavík því ég held að þar leynist
fjársjóðir.
Hvað eyðir þú miklum peningum í föt
á mánuði? Ég eyði mjög litlu. Ég er
komin yfir það að vera kaupsjúk en
ég var það þegar ég bjó í París. Þá
fór ég eftir tískusýningar og keypti
fötin með miklum afslætti.
Uppáhaldsflík? Chloé-kjóll sem
ég keypti eftir tískusýningu. Ég
veit ekki hvort ég mun nokkurn
tíma nota hann, hann er svo
fínn. En ég tími heldur ekki að
lána neinum hann.
Ljótasta flík sem þú hefur
keypt þér? Ó, ég þarf ekki einu
sinni að hugsa mig um. Það er
hræðilega ljót peysa sem var í
tísku á níunda áratugnum. Hún
er með ljóta risastóra herðapúða
og hún er einfaldlega hræðileg.
SMEKKURINN: AGNIESZKA BARANOWSKA STÍLISTI
Ömmur landsins luma á dýrgripum
Nokkrar nýjar og spennandi búðir hafa skyndilega sprottið upp í Kringlu okkar Íslendinga og væntanlega gleðst tískuáhugafólk. Þarna eru meðal annars á ferðinni búðirnar Whistles og Ware-
house sem eru í miklu uppáhaldi Englendinga.
Stíllinn í Whistles minnir helst á fallegan gamlan flóamarkað eða
fataskápinn hjá ömmu gömlu nema bara fötin eru nýrri og flottari en
með örlítið gamaldags blæ. Fötin minna helst á enska sveitastílinn með
ullarvestum, tvídjökkum og köflóttu munstri. Þau eru í dempuðum
og fallegum tónum, fölbleikum, brúnum, mosagrænum og fölblá-
um. Inn á milli læðast örlítið töffaralegri föt í skærum litum sem
poppa dempuðu litina upp. Stíllinn er fullkominn fyrir haustið og
veturinn og gefur kuldalegu yfirbragði daganna líflegri tón. Búðin
sjálf er svo dásamlega fallega innréttuð með kristöllum í loftinu
og gamaldags veggfóðri. Warehouse hefur annað yfirbragð, yfir-
bragð verslunarinnar er hrárra og flíkurnar á afar viðráðanlegu
verði. Þær eru þó fallegar og afar smekklegar og myndu margar
sóma sér vel á tískupöllum heimsins. Þarna eru flott tvídvesti, jakk-
ar og buxur. Sætar prjónapeysur í ýmsum litum, fallegir skartgripir
og töff treflar. Eflaust verður nýju búðunum í Kringlunni vel tekið af
tískuaðdáendum landsins. hilda@frettabladid.is
Líflegt í kuldanum
GRÁTT OG GAMMELDAGS Fallegar og töff gráar
stuttbuxur sem færu vel við þykkar svartar
sokkabuxur og há stígvél. Úr Warehouse.
PILSAÞYTUR Þetta gæti
passað við gamla Chanel-
dragt. Flott tvídpils úr
Whistles.
FALLEG HÚFA Yndislega
sæt gamaldags húfa úr
Whistles.
HÁLSMEN Töff hálsmen í jarðarlitum,
fæst í Warehouse.
LITRÍKUR Þessi lífgar
upp á hvaða kápu sem
er á meðan hann yljar
hálsinum. Einnig úr
Warehouse.
FYRIR VETURINN Allar
konur þurfa að eiga að
minnsta kosti eina svona
þykka peysu í vetur. Þessi
fæst í Warehouse.
SKRAUTLEGT OG
FLOTT Fallegt og
skrautlegt pils sem
vekur athygli hvar
sem er. Fæst í
Whistles.
VESTI Kate Moss
kom svona vestum í
tísku. Þröngar svartar
gallabuxur við, mjór
trefill og lúkkið er
fullkomið. Fæst í
Warehouse.
JAKKAPEYSA Þessi er
bæði hlý og smart og
örlítið gamaldags eins
og margt úr Whistles.
STUTTUR JAKKI Dásamlega
fallegur lítill jakki sem minn-
ir helst á flík sem Sienna
Miller gæti sést í. Fæst í
Whistles.
ARMBAND Grodda-
legt og flott armband
úr Warehouse.
BLÚNDUBLÚSSA Falleg
svört skyrta í stíl sem
minnir á viktoríutímabilið.
Fæst í Warehouse.
GAMALDAGS Sæt taska sem
gæti verið úr fataskáp ömmu
gömlu. Hún er þó glæný og
fæst í Whistles.
> Dásamlegt skart
Hringarnir frá hinni íslensku
Hendrikku Waage eru dýrðleg-
ir. Þeir fást í Leonard.
Árbæjar Apótek - Lyfjaval Apótek,
Mjódd - Skipholts Apótek - Hárflikk,
Miklubr./Lönguhlíð - Hársnyrtistofan
Hár, Hjallahr.13, Hafnarf. - Rakarast.
Ágústar og Garðars, Suðurlandsbr. 10 -
Rakarast. Gríms, Grímsbæ - Rakarast.
Klapparstíg - Rakarast. Ragnars,
Akureyri - Torfi Geirmunds, Hverfisg.117
Hagkaupsverslanir:
Akureyri, matvara - Kringlunni,
matvara - Skeifunni, snyrtivara -
Smáralind snyrtivara - Spönginni,
snyrtivara
Árni Scheving slf.
s. 897 7030