Fréttablaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 5. nóvember 2005 51
Það er ekki víst að allir þekki
Maggie Gyllenhaal en stúlkan er
systir leikarans Jakes Gyllenhaal
og orðin nokkuð þekkt leikkona
sjálf. Hún hefur meðal annars
leikið í myndum eins og Secret-
ary, Mona Lisa Smile og einnig
lék hún systurina í Donnie Darko
þar sem hún lék á móti bróður
sínum.
Maggie hefur hins vegar einn-
ig vakið athygli fyrir nánast óað-
finnanlegan stíl. Hún er algjör
töffari og fylgir engum reglum
þegar kemur að klæðaburði. Hún
blandar saman gömlum fötum,
sem líta helst út fyrir að hún hafi
grafið þau upp á flóamörkuðum,
við hátískuklæðnað. Mörgum
þótti hún langflottust á óskars-
verðlaunahátíðinni í ár þar sem
hún klæddist fallegum, gráum
kjól frá Prada. Maggie notar
sjaldan mikinn farða og leyfir
hárinu oftast að vera tiltölulega
náttúrulegu. Stíll hennar minnir
oft á fimmta eða sjötta áratuginn
og hún notar mikið gamaldags
fylgihluti eins og sætar töskur eða
hálsfestar. Hún er klárlega ein af
tískufyrirmynd-
um ungra stúlkna
og ein sú flottasta
og best klædda í
Hollywood.
Fylgir engum reglum í tískunni
FRJÁLSLEG Hún er oft frekar frjálsleg til
fara og kann illa við að líta út fyrir að
hafa eytt óhemju tíma í stílíseringu.
LEIÐANDI Maggie leiðir
frekar en fylgir tískunni og
setur sínar eigin reglur.
Á ÓSKARNUM
Maggie var glæsi-
leg í Prada-kjól á
óskarsverðlauna-
hátíðinni í ár.
GLÆSILEG Þessi túrkísblái kjóll gæti verið
úr Spútnik eða einhverri búð sem selur
notuð föt.
Gömlu fötin
dressuð upp
EYRNALOKKAR Sætir
eyrnalokkar sem ganga
bæði hversdags og spari.
BELTI Töff belti
sem væri flott utan
um víða og síða
prjónapeysu.
SOKKABUXUR
Þykkar sokka-
buxur sem fara
vel við pils og
stígvél. VINSÆLASTA
TÓNLISTIN!
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is
1.999kr. 1.999kr.
1.999kr.2.4
99kr.
3CD
NR.1 NR.2
NR.3 NR.4
skemmtir þér ;)
1» Sálin • Undir þínum áhrifum 2» Robbie Williams • Intensive Care
3» Pottþétt í 10 ár 1995-2005 4» Katie Melua • Piece by piece
Accessorize í Kringlunni
býður upp á fjöldann allan af
spennandi fylgihlutum. Nú
þegar veturinn er kominn er
nauðsynlegt að kíkja þangað
og velja sér fallegan trefil,
vettlinga, húfu eða þá þykkar
sokkabuxur svo að pilsið sem
maður notaði í sumar geti enn
gengið.
Einnig er nauðsynlegt að
hrista upp í fylgihlutasafninu
sínu reglulega því góð leið til
að gera gamlar flíkur meira
spennandi er að bæta við belti
um mittið eða fallegu háls-
meni um hálsinn.