Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 8
8 10. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl- maður var dæmdur til eins og hálfs árs fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Ákæru- efni er hótanir, meðal annars í garð barnsmóður, líkamsárás á lögregluþjón og eignaspjöll. Landssamband lögreglumanna sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem harmað er hversu væga refs- ingu héraðsdómur hefði ákveðið. Lögreglumenn telja að með þess- um dómi fái brotamenn þau skila- boð að ekki teljist alvarlegt að ráðast á lögreglumenn. Landssam- bandið telur einsýnt að með þessu sé bæði öryggi lögreglumanna og almennings stefnt í hættu. Þetta þykir lögreglumönnum vera ólíð- andi ástand. Maðurinn hafði hótað barns- móður sinni lífláti með textaskila- boðum. „Hæ, ef þú leyfir mér ekki að sjá börnin aftur þá skal ég skjóta þig í hausinn, 2. eða 3. desember og þá ertu dauð og ég líka og þá eiga börnin ekki pabba eða mömmu bæ bæ,“ sagði í skilaboðunum. Einnig bar hann bréf í hús í Reykjavík þar sem hann hótar enn lífláti. „Ef hún hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður. Ég á kúbein og klippur og hagla- byssu og ég nota þetta næstu helgi ef hún hringir ekki í mig næsta föstudag,“ stóð í einu bréfanna. Við handtöku í júní lagði hann svo til lögreglumanns með hnífi, tvívegis í nárann. Í dóminum segir að með þessari háttsemi hafi maðurinn stofnað lífi lögreglu- mannanna í hættu á augljósan og ófyrirleitinn hátt og tilviljun hafi ráðið að ekki hlutust alvarlagir áverkar af. Maðurinn hefur átt við geð- hvarfa- og áfengissýki að stríða en þegar litið var til vottorða frá læknum þótti dóminum ástæða til að ætla að hann væri sakhæfur og telur geðlæknir að hann geri greinarmun á réttu og röngu. Í dómnum er litið til þess að í lögum sé gert ráð fyrir að fangelsisyfirvöldum sé heim- ilt að vista fanga á sjúkra- stofnun ef þurfa þyki enda eigi fangar rétt á að njóta viðeigandi heilbrigðisþjónustu. - saj Hótaði að bana barnsmóður sinni Geðhvarfasjúkur maður sem réðst á lögreglu með hnífi og hótaði barnsmóður sinni lífláti var dæmdur í átján mánaða fangelsi á þriðjudag. Landssamband lögreglumanna harmar það hve refsingin er væg. LÖGREGLA Maðurinn réðst á lögreglu með hnífi og hótaði barnsmóður sinni lífláti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Það hefur færst í aukana að gosdrykkjum sem framleiddir eru í Danmörku sé smyglað inn í landið. Gosið er flutt úr landi til Svíþjóðar og Þýskalands og fæst þá endurgreiddur skattur af vörunni. Síðan er vörunni smyglað inn í landið aftur og selt í sjoppur og veitingastaði á töluvert lægra verði en löglega fengið gos. Eftirlit með þessum innflutn- ingi er erfitt að sögn talsmanns skattyfirvalda í Politiken í gær. Flöskurnar líti alveg eins út og þær löglegu og því þurfi að kanna bókhald þeirra sem selja gos til finna út hvort varan sé illa feng- in eða ekki. Ráðherra skattamála í Danmörku, Kristian Jensen, segir í viðtali við Politiken að gosdrykkjaframleiðendur verði að koma yfirvöldum til hjálpar og benda á grunsamlega kaupendur. Talið er að danska ríkið verði af tæpum 100 milljónum danskra króna á ári vegna þessa. - ks JOLLY COLA Danskt gos er flutt úr landi og síðan smyglað inn í landið aftur. Danska ríkið tapar hundruð milljóna árlega vegna „ólöglegra“ gosrykkja: Danir smygla dönsku gosi HEILBRIGÐISMÁL „Of lítil nýliðun hjá barna- og unglingageðlæknum er óheillavænleg þróun og getur ógnað starfsemi Barna- og ungl- ingageðdeildar Landspítalans til framtíðar ef ekkert verður að gert,“ segir Ólafur Ó. Guðmunds- son, yfirlæknir Barna- og ungl- ingageðdeildar. Hann segir helstu ástæðuna vera ófullnægjandi stöðu sér- greinarinnar innan læknadeildar Háskóla Íslands og stjórnskipu- lega stöðu hennar innan Land- spítalans. Hann segir enn fremur að málaflokkurinn hafi mátt búa við langvarandi fjársvelti sem hafi haft þau áhrif að læknakandídatar velji sér önnur sérsvið. „Til að tryggja lágmarks nýlið- un og framþróun sérgreinarinnar er nauðsynlegt að forsjá kennsl- unnar sé á hendi Barna- og ungl- ingageðdeildar. Þannig mætti skapa læknanemum, unglæknum og sérfræðilæknum betri aðstöðu til þess að sinna rannsóknum á geðheilbrigði barna og unglinga og auka þannig líkur á að þeim sem ákveða að helga sig þess- ari sérgrein fjölgaði á ný,“ segir Ólafur. - jse Barna- og unglingageðdeild Landspítalans: Of fáir læknanemar í geðlækningum barna ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ólafur segir að Barna- og unglingageð- deildin hafi mátt búa við fjársvelti og það ástand hafi fælt nýliða frá sérgreininni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.