Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 10.11.2005, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2005 33 Það er nauðsynlegt fyrir börnin að borða vel á morgnana. Þess vegna viljum við gefa þeim morgunkorn sem þeim finnst gott á bragðið. Weetos eru vítamín- og járnbættir heilhveitihringir með góðu súkkulaðibragði. Þeir eru jafnframt sykurminnsta súkkulaðimorgunkornið sem völ er á. * samkvæmt innihaldslýsingu á Cocoa Puffs pökkum 48% minni sykur en í Cocoa Puffs* Heilhveitihringir Gott súkkula›ibrag› E N N E M M / S ÍA / N M 18 9 4 7 Er Samfylkingin að breyta um stefnu í sjávarútvegsmálum? Radd- ir þess efnis hafa heyrst síðan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ. En stefna Samfylkingarinnar í þessum málum er óbreytt. Ingibjörg Sól- rún lagði hins vegar áherslu á það á aðalfundi LÍÚ, að sættir næðust milli útvegsmanna og þjóðarinnar um sjávarútvegsmálin. Til þess að svo gæti orðið yrðu útvegsmenn að hætta að ræða um fiskinn í sjónum, auðlindina, sem sína séreign. Fisk- urinn í sjónum væri sameiginleg auðlind þjóðarinnar og það vær- i samdóma álit allra flokka að það ætti að festa í stjórnarskrá landsins, að svo væri. (Nú er það lögfest). Á landsfundi Samfylkingarinnar 2003 var eftirfarandi samþykkt: „Samfylkingin stefni að því að endurheimta sameiginlega auð- lind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, með markvissri innköllun og end- urúthlutun veiðiheimilda þar sem opnaður er aðgangur að veiðirétt- inum með jafnræði og réttlæti að leiðarljósi. Þessi leið færir kom- andi kynslóðum aftur réttinn til arðs og aðgangs að sameiginlegri auðlind, tryggir nýliðun í útgerð og færir íbúum sjávarbyggðanna á ný réttinn til að nýta þá auðlind sem skóp þær“. Þessi stefna Sam- fylkingarinnar er enn í fullu gildi. Í síðustu kosningum lagði Sam- fylkingin fram fyrningarleiðina til þess að ná framangreindri stefnu, sem landsfundur hafði markað. Samkvæmt þeirri leið átti að ná markmiðum flokksins á löngum tíma. Stefnan er skýr en leiðirnar geta verið margar. Fyrningarleið- in er ekki heilög leið að áliti Sam- fylkingarinnar. Fleiri leiðir koma til greina að markinu. Ingibjörg Sólrún lagði áherslu á það á aðalfundi LÍÚ, að sanngjarnt afgjald yrði að koma fyrir afnot útvegsmanna af hinni sameiginlegu auðlind. Það lága gjald, sem þegar hefur verið samþykkt, dugar hver- gi nærri að mínu áliti. Auk þess er lífsnauðsyn að opna greinina fyrir nýjum aðilum. Það er einn helsti galli núverandi kerfis að greinin er lokuð nýjum aðilum. Nýir aðilar, sem vilja hefja útgerð sitja ekki við sama borð og þeir sem fengu úthlut- að fríum veiðiheimildum, þegar kerfinu var komið á. Það verður að opna leið fyrir nýja aðila inn í kerf- ið. Ekki dugar að bjóða þeim kvóta á því uppsprengda verði, sem gildir í dag. Samfylkingarmenn ætla ekki að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu það ört, að um byltingu verði að ræða. Við viljum breyta kerfinu en gera það á löngum tíma þannig að unnt verði að aðlagast breytingunum. Það er nauðsynlegt að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Um það ríkir engin sátt í dag. Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar UMRÆÐAN SJÁVARÚTVEGS- STEFNA SAMFYLK- INGARINNAR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Nýir aðilar, sem vilja hefja útgerð sitja ekki við sama borð og þeir sem fengu úthlutað fríum veiðiheimildum,þegar kerfinu var komið á. Það verður að opna leið fyrir nýja aðila inn í kerfið. AF NETINU Kennitöluflakk Flestar Norðurlandaþjóðir og aðrar Evrópuþjóðir takmarka svigrúm stjórn- enda sem lenda í gjaldþroti til þess að stofna og stýra nýjum fyrirtækjum með það að augnamiði að koma í veg fyrir svik og kennitöluflakk. Við erum eftirbát- ar í þessum efnum og verðum að skoða árangur annarra þjóða og stoppa í götin. Það er gleðiefni að gagnrýnisraddir heyr- ist nú inni í ráðuneytunum en þær þurfa að ná inn á hið háa Alþingi til þess að hafa nauðsynleg áhrif á viðskiptalífið. Davíð Guðjónsson á deiglan.com Skilningur eða afsökun Vandinn sem frönsk stjórnvöld þurfa að glíma við er nefnilega ekki hvort aðgerðir óeirðarseggjanna hafi verið réttlætanleg- ar, heldur hvort hægt sé að koma í veg fyrir að þær eigi sér stað. Þessa afstöðu, sem Egill Helgason kallar „afsökun- aráráttu“ held ég að nær væri að kalla áráttu-fyrir-því-að-leysa-vandamál-í- stað-þess-að-kenna-einhverjum-um-og- kalla-hann-svo-illum-nöfnum. Finnur Dellsén á murinn.is Lélegur leikari Sé horft um öxl og aðgerðir Davíðs sem forsætisráðherra skoðaðar í ljósi orða hans í þessari grein kemur upp í huga manns tvö orð: hrópandi ósamræmi. Hann virti að vettugi sjónarmið meiri- hluta almennings um fjölmiðlafrumvarp- ið. Davíð fór offari gegn Baugsmönnum í skattrannsóknarmálinu. Þetta eru bara tvö dæmi um hvernig hann sýndi engan skilning. Davíð er leikari. Og hann hefur skipt um hlutverk. Góður leikari er sannfærandi og samkvæmur sjálfum sér. Lélegur leikari er ósannfærandi, klúðrar leikritinu og verður sér til athlægis. Og boðskapurinn verður að engu. Sverrir Ingi Gunnarsson á djoflaeyjan. com Flokkshugsun og fúsk Af öllu þessu leiðir: Sagnfræðingar jafnt sem aðrir fræðimenn mega ekki með þátttöku sinni í fræðilegum verkefnum gefa fúski og flokkshugsun hins pólitíska valds í slíkum efnum heilbrigðisvottorð því þá eru þeir að grafa sínum eigin fræðilegu viðmiðunum gröf. Slíkri hættu verður formaður Sagnfræðingafélagsins framar öðrum að vara við en ekki gera lítið úr. Halldór Bjarnason á kistan.is Blóðlaus ráðherra Geir H. Haarde tók ekki síma þegar fjöl- miðlar vildu ræða við hann um fanga- flugvélarnar sem misnotuðu Ísland til að flytja meinta hermdarverkamenn til landa sem eru uppvís að því að beita pyntingum við yfirheyrslur. Hann hefur enn ekki fordæmt misnotkun Íslands í þessu skyni. Eina lífsmark hans er að senda kurteisan tölvupóst til bandarískra stjónvalda og óska eftir upplýsingum um málið. Er hann blóðlaus? Össur Skarphéðinsson á http://web. hexia.net/roller/page/ossur/. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.