Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 73

Fréttablaðið - 10.11.2005, Side 73
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2005 53 Allt þetta í einum pakka DVP-NS30 SONY DVD SPILARI • Spilar R-1,R-2 (sjónvarp þarf að styðja NTSC) • Spilar CD/CDR/CDRW/VCD/SVCD/MP3/JEPG DVD-R/DVD+R/DVD-RW/DVD+RW • Dolby Digital DTS Verð áður 12.950 krónur HTSS600 SONY HEIMABÍÓ • Útvarpsmagnari 600W RMS • S-Master Digital magnari • Dolby Digital,DTS,Dolby Pro Logic II • 5 hátalarar + Bassahátalari Verð áður 49.950 krónur KLV30HR3S SONY 30"LCD SJÓNVARP • 30" LCD sjónvarp • 1280x720 pixel upplausn • Textavarp • Virtual Dolby BBE Surround • Stillanlegur borðfótur Verð áður 199.950 krónur Skýrari mynd en þú átt að venjast ...og aðeins 1 fjarstýring fyrir öll tækin. á mánuði* í 12 mán uði eða 199.950 krón ur staðgreitt. Listaverð 262.850 krónur Heildarpakkinn! 16.662 kr. *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Kaupauki Kaupauki 42”30” Í vínframleiðslu eru löndin í Evrópu kölluð einu nafni gamli heimurinn en víngerðarlönd utan Evrópu, þar sem víngerð er nýtilkomnari, eru kölluð nýi heim- urinn. Víngerð í nýja heiminum hefur sótt ævin- týralega í sig veðrið undanfarin ár, þar eru aðstæð- ur til víngerðar oft hentugri, veðurfar stöðugra og framleiðsluhættir nýtískulegri. Vínframleiðendur eru einnig ekki fastir á klafa strangra reglugerða og hefða sem hefta framfarir. Hér á landi sem ann- ars staðar hafa nýja heims vínin notið mikilla vin- sælda, einkum fyrir hagstætt verð miðað við gæði. Hefur hinum rótgrónu vínlöndum reynst erfitt að keppa við nýja heiminn og er þetta einkum áber- andi í flokki ódýrustu vína þar sem segja má að nýja heims-vínin mali keppinauta sína frá gamla heimin- um ef borið er saman verð og gæði. Santa Rita vínin frá Chile eru góðir fulltrúar nýja heimsins og hér á landi fást fjölmörg vín þessa þekkta framleiðanda og kosta þau allt frá 1.190 kr. og upp í 4.890 kr. fyrir ofurvínið Santa Rita Casa Real. Santa Rita 120 Chardonnay Fölgult. Höfugt, þurrt, ferskt og sýruríkt með grös- ugum keimi. Gott með fiski, hvítu kjöti, pasta og salati. Er með bestu kaupum á markaðnum að mati Morgenavisen í Danmörku. Afbragðs fordrykkur. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Santa Rita 120 Cabernet Sauvignon Frísklegt og ávaxtaríkt vín sem er tilvalið í úti- leiguna og með grillinu. Dökkfjólurautt, þungt með bökuðum berja-, eikar- og kryddkeim og ræður við flestan mat. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. í 750 ml flöskum og 1.400 kr. fyrir fjórar smáflöskur í hentugri öskju. VEITINGASTAÐURINN BAN THAI, LAUGAVEGI 130, OFAN VIÐ HLEMM Hvernig er stemningin? Ban Thai er staðsett rétt fyrir ofan Hlemm í fremur óálit- legu svörtu húsi. Þegar inn er komið tekur hins vegar við afar hlýlegt andrúmsloft. Heiðgulir veggir, mikið um taílenska skraut- muni, flögg, styttur og meira að segja myndir af taílenska kónginum. Semsagt dáldið mikið „kitsch“ en afar hressandi og notalegt. Staður- inn er á tveimur hæðum, og á þeirri efri er afar skemmtilegt herbergi sem hægt er að leigja fyrir hópa, þar sem setið er að taílenskum hætti á púðum við lágt borð. Starfsfólk er allt hið vinalegasta og uppáklætt í skrautleg þjóðleg föt, og tónlistin er ljúft taílenskt popp. Matseðillinn: Ban Thai hefur frá- bært orð á sér sem veitingastaður og er hiklaust besti taílenski veitinga- staðurinn á landinu. Orðspor hans hefur líka náð út fyrir landsteinana og margir gestir sem þekkja til Taí- lands segja staðinn bjóða upp á alveg „ekta“ taílenska matreiðslu. Matseðillinn er mjög fjölbreyttur og langur og hægt er að velja um ótalmarga rétti, allt frá súpum og taílenskum salötum, forréttum ýmis- konar upp í karrí-, grænmetis-, fisk- og kjötrétti. Bjór á best við taílensk- an mat og hér er meðal annars hægt að fá hinn bragðgóða Singha bjór frá Taílandi sem er tilvalinn til að slökkva mesta eldinn sem myndast af sterk- um kryddum. Auk þess er hægt að fá viskí, sem Taílendingar sjálfir drekka gjarnan með mat, en þeir sem eru ekki alveg eins ævintýragjarnir geta pantað sér rauðvín eða hvítvín með matnum. Vinsælast: Eigendur staðarins eru gjarnir á að vara fólk við styrkleik matarins, sem er, eins og í Taílandi, afar mikill. Þeir sem þola illa sterk- an mat geta því beðið um að tóna hann niður. Hins vegar eru margir af vinsælustu réttum staðarins einmitt afar sterkir og má þar nefna Larb, sem er taílenskt salat með annað- hvort kjúklingi eða svínahakki, fersk- um kryddjurtum og chilli, Öskur tígursins, sem eru ótrúlega ljúffeng- ir snöggsteiktir nautakjötsstrimlar ásamt sætri ídýfu, og grænt og rautt karrí – hvort um sig einstaklega bragðgott og ilmandi af sítrónu- grasi, taílenskum basil og engifer. Veitingahúsið er auk þess með úrval klassískra rétta eins og vorrúllur, fiskikökur, núðlur og hið sívinsæla Masaman karrí. Ban Thai býður einnig upp á einstaklega bragðgóða humarsúpu sem ætti hiklaust að prófa á köldum vetrarkvöldum. Ekta taílensk upplifun SANTA RITA: Með bestu kaupum á markaðnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.