Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 18. júli 1976 Ullarverksmiðjan Gefjun auglýsir eftir tillögum að prjónuðum og hekluöum flíkum fyrir næsta hefti af prjónabókinni Elínu. GREIÐSLA: Um 40 uppskriftir verða keyptar til birtingar. Greiddar verða allt að 25 þúsund krónur fyrir meiri háttar uppskrift og allt að 15 þúsund krónur fyrir minni háttar uppskrift. SAMKEPPNISREGLUR: Flíkurnar eiga að vera á börn, unglinga og fullorðna. Handprjónaðar, vélprjónaðar eða heklaðar. Einnig hvers konar prjón eða hekl til heimilisnota eða heimilisprýði. í bókinni veröa flíkur úr öllum tegundum Gefj unargarns. Eftirtaidar tegundir eru framleiddar: Grilon Merino, fínt - , gróft , eingirni Golfgarn Dralon Baby garn Sportgarn S - Kambgarn Grilon - garn Gefjunar ullin Super Wash Grettisgarn Loðband, einfalt, tvöfalt, þrefalt. Hespulopi Plötulopi. Senda skal tillögur greinilega merktar dulnefni til Auglýsinga- deildar Sambandsins, Sambandshúsinu Reykjavík, fyrir 31. jan. 1977. Tillögum fylgi nafn og heimilisfang sendanda í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. í sama umslagi skal fylgja uppskrift af flíkinni í þremur stæröum. . Æskilegt er að uppskriftir séu útfærðar samkvæmt sérstökum leiðbeiningum sem fást á öllum helstu útsölustöðum Gefjunargarns. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson, sími 28200. Dómnefnd lýkur störfum þ. 15- feb. 1977. Þær flíkur, sem ekki verða keyptar verða endursendar. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN PRJÓNABÓKIN ELlN Enn er litið um laxagöng- ur í Kollafirði VEIÐIHORNIÐ haföi sam- band viö Sigurö i Laxeldisstöö- inni í Kollafiröi nýlega, til að grennslast fyrir um hve mikiö af lax þeir heföu fengiö í kistuna i sumar. — Ætli talan sé ekki aö nálgast þrjú hundruð, sagöi Sig- uröur, en á sama tima í fyrra höföum við fengiö yfir tvö þús- und laxa! Þetta er mjög gott dæmi um það, hve laxinneró- venjulega seint á feröinni í ár, og á þaö ekki aðeins viö um ár á Suðurlandi, heldur er sömu sögu aö segja úr flest öllum laxveiöi- ám á landinu. Árni ísaksson hjá Veiðimála- stofnun sagði, að af þeim tæp- lega 300 löxum, sem komið hefðu i kistuna í Kollafiröi, heföu um 100 hundrað verið merktir laxar, heldur meir af 1 árs laxi en af tveggja ára. Arni kvaðst álita, að nú færi að lifna yfir laxagöngum á næstu dög- um, en i gær þegar hann var i Kollafirði, var mjög liflegt bæði i fortjörninni svokölluðu og i skurðunum, sem liggja að kist- unni, sagði hann. Arni sagði, að um átta þúsund seiðum hefði verið sleppt i Ell- iðaárnar á sl. ári og endur- heimtur hefðu verið tiltölulega góðar, eða um 10% af veiddum laxi i ánum. Þetta er allt lax, sem hefur verið eitt ár i sjó. Misjöfn veiði í Laxá á Ásum VEIÐIHORNIÐ spurði Arn- grim ísberg, Blönduósi um veiðina sem hann kvað heldur dræma það sem af er veiðitim- anum. — Það eru dagaskipti að veiðinni, sumir viröast veiða nokkuð vel, en aðrir litið sem ekkert, sagði hann. Taldi Arn- grimur, aö á föstudag væru komnir um 320 laxar úr ánni, en á sama tima I fyrra höföu um sjö hundruð laxar veiðzt þar! Arngrimur sagði, að laxinn sem veiddist i sumar, væri frek- ar vænni en sá sem veiddist i fyrra, og hefði meöalþyngdin nú verið 10 1/2 pund, en hefur verið 7 1/2 pund undanfarin tvö sum- ur. Kvaðst hann halda, að stærsti laxinn, sem nú er kom- inn á land, væri 19 pund. Veitt er á tvær stangir i Laxá á Asum og er hámarksveiöi á stöng á dag, 20 laxar. Þessu há- marki hefur aðeins einu sinni verið náð i sumar, en i fyrra- sumar kom það oft fyrir, að há- marksveiði var náð fyrir há- degi. Léleg veiði í Laxá i Aðaldal — Það liggur vel á okkur hérna núna, þvi i dag er norð- og norðaustan vindur og rigning, en það er einmitt það sem okk- ur vantaði, sagði Helga Halldórsdóttir i veiðihúsinu við Laxá i Aðaldal á föstudaginn. Hitinn i ánni hefur verið mjög mikill að undanförnu, en dettur niður strax og rigna fer. Veiðin siðastliðna viku var mjög litil, það veiddust ekki nema 2 til 3 laxar á dag, nema á föstudag- inn, þá komu nokkru fleiri á land. Kvað hún ekki fjarri lagi að álykta, að um 340 laxar væru nú komnir á land úr ánni. Norðurá: Mikið af lax um alla á — Veiðin hefur verið ágæt hér að undanförnu og það er kominn lax um alla ána, sagði Pétur Kristjánsson i veiðihúsinu s.l. föstudag. Siðan 13. júli höfum við llka haft svæðið milli fossa og hefur veiði þar verið mjög góð, en þar er veitt á þrjár stangir, svo i allt höfum við fimmtán stangir eins og er og allt er fullbókað. Pétur kvað um 320—330 laxa vera komna á land um hádegi á föstudag. — Veðrið er bara alltof gott hérna, ef viö fengjum góða rign- ingardembu yröi aldeilis fjör i veiðinni, sagði Pétur. Þá sagðist hann álita, að vatniö i ánni væri um 12 gráðu heitt, sem væri allt- of mikið, bezti hitinn væri 9—10 gráöur. —gébé— Siðastliðinn vetur efndu Barnablaðið Æskan og Flug- leiðir hf. til verðlaunasam- keppni I blaðinu. Fyrstu verð- Iaun voru kynnisferð til Stokk- hólms. Ennfremur flugferðir innanlands og bókaverðlaun. Ferðin til Stokkhólms var farin fyrir nokkru. Skrifstofa Flugleiða I borginni ásamt stórblaðinu Dagens Nyheter önnuðust móttöku verðlauna- hafanna, en þau voru Guöbjörg Ósk Friðriksdóttir, 11. ára frá Vestmannaeyjum og Rögnvaldur Guðmundsson, 12. ára frá Bolungarvik. Fararstjóri var Grimur Engilberts ritstjóri. Meðan staöiö var viö i Stokkhólmi heimsóttu verðlaunahafar Dagens Nyheter og ræddu við Hans Ingvar Jóhannsson, aðalritstjóra. Þeim var einnig sýnd útgáfustarfsemi blaðsins og prentsmiðja. Ólafur Frið- finnsson, svæðisstjóri Flug- félags tslands og Loftleiða I Stokkhólmi, sýndi þeim borg- ina og heilum degi var eytt á „Skansen", skemmtigarði Stokkhólmsbúa. Margar myndir voru teknar I ferðinni og birtist ein þeirra hér. Frásögn ásamt myndum mun hins vegar birtast sem fram- haldsgrein I Æskunni næsta vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.