Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. júll 1976 TÍMINN 5 Leiðist einlífi Hugmyndir Dinah Shore um samskipti karls og konu mun að likindum ekki falla i þann jarð- veg sem að mati fólks nú á timum kallast jafnrétti. Dinah heldur þvi fram að konan þurfi mann til að lifa fyrir, og hún tekur það skýrt fram að hún vilji heldur deila llfi sinu með karlmanni heldur en að vera óháður einstaklingur. Hið kven- lega eðli konunnar ætti aldrei að vanmeta segir hún. Það eina að vera kona hefur mikla kosti, og auðvitað hef ég ekki veriö neitt annað, heldur hún áfram. Ef konan finnur mann, sem vill gefa henni nafn sitt, vinna fyrir henni, borga reikninga hennar fara með hana i fri, svo að hún geti á einhvern hátt vikkað sjón- deildarhring sinn, þá ætti henni að vera auðvelt að hugsa vel um hann og börnin og búa honum þannig þægilegt heimili, þetta eru ekki slæm skipti segir Dinah. Konur mega ekki halda, að þær hafi farið á mis við eitt- hvað, þó hlutskipti þeirra hafi orðið eins og áður er lýst. Að lokum segir Dinah, að það sé af- skaplega ánægjulegt hvað varðar félagsskap og önnur mannleg samskipti, að geta komið inn á opinberan stað t.d. bar án þess að vera talin eitt- hvað frábrugðin i hegðun. „Konur og karlar verða að geta lifað fyrir hvort annað”, eru hennar lokaorð. Risagröf 1 hæð nokkurri i Kákasus noröanverðu hefur fundizt um 5000 ára gömul gröf. Hún er hlaöin upp úr flötum hraunsteini og eru margir steinarnir meira en tonn að þyngd. I gröfinni voru beinagrindur af karli og konu ásamt miklu af ýmsum húsmunum, gullskrauti o.s.frv. Það er sérstaklega athyglisvert, að karlmaðurinn hefur verið um 2.20 m á hæð. Jafnvel nú I dag væri hann talinn risi að texti, hvað þá fyrir 5000 árum, þar sem allt bendir til, að menn hafi þá verið talsvert lægri vexti en nú. Sigrazt á inflúensunni Milljónir Bandarikjamanna fengu inflúensu siðastl. vetur, Og nú óttast sérfræðingar að hin hættulega Svinainflúensa sé á leiðinni, og hún geti orðið öllu verri. Það hefur verið stungið upp á þvi, að rikisstjórnin þar styðji að fjöldabólusetningu til að koma i veg fyrir farsótt. Svo aldrei hefur verið eins nauðsyn- legt og nú að vera vel á verði og kynna sér hvernig á að bregðast við þegar fólk veikist, hvernig á að þekkja inflúensuna og vita hvað gera skal. Búið er að gefa út bók (What to do about the flu) til leiðbeiningar fólki og upp- lýsinga um nýjustu læknisráö. Hana skrifaði dr. Pascal J. Imperato, framkv.stjóri heilsu- gæzlumála i New-Yorkborg. Þar er að finna handhægar leiðbeiningar um hvernig hægt er aö gera varúðarráðstafanir gegn smitun, og einnig um með- ferð þessa algenga sjúkdóms, sem getur verið hættulegur. Eftir að hafa lesið þessa auðskildu og gagnorðu bók þá veit fólk meira um inflúensu- faraldra liðinna ára — eins og 1918, 1957, 1968 og 1972, en það Fiskirækt í Sovétríkjunum Fiskiræktarstöðvar við árnar Volgu, Kura og Ural, sem allar falla i Kaspiahafið, hafa stuðlað að stækkun styrjustofnsins, jafnvel svo að nú nálgast há- markið, sem var á 5. tug ald- arinnar. Styrjuhrognin sem myndin er af, ganga venjulega undir nafninu „Rússneskur kaviar.” Innan Sovétrikjanna eru 135 fiskræktarstöðvar, þar sem ræktaður eru yfir 40 tegundir sjaldgæfra fiskteg- unda, styrjur, lax o.fl., og þ.á.m. ýmsar fisktegundir, sem þarmeð hefur verið bjargað frá útrýmingu. Fiskifræðingar hafa sett þá ágizkun fram, að aðeins eitt af hverjum 10 þúsund seiðum þroskaðist við náttúrleg skilyrði, en i fiskiræktarstöðv- um hafa þau 300 sinnum meiri möguleika. Onnur mynd sýnir 3ja mán. gamla styrju, sem ræktuð var i fiskiræktarstöð I lýðveldinu Azerbaijan, sunnan Kákasusfjallanna. Styrjunni verður sleppt i ána Kura, og þaðan kemst hún i Kaspiahafið Þriðja myndin sýnir sér- fræðinga i fiskiræktarstöð i Azerbaijan við aðgerð á styrju til að flýta fyrir þroska hrogn- veit lika meira um hvernig á að búa sig undir næsta faraldur. Þar er sagt, hvað gera skuli ef sjúkdómseinkennin koma i ljós hvað á að gera ef ekki næst i lækni, hvað á að gera til að koma i veg fyrir lungnabólgu, og hver eru séreinkenni hjá börnum. Fólk mun lika sjá, að það getur gert meira en það hugði fyrirfram til að verjast inflúensu, og hvernig hægt er að halda veikindum i skefjum, ef til þeirra kemur. 1 þessari bók er listi yfir 10 helztu varnarráð, — jafnvel matarkúr. Og alveg sérstakur kapituli er um Svina- inflúensuna. A myndinni eru rikisstarfsmenn aö prófa bólu- efnið gegn Svinainflúensu. Dr. Harry Meyer fær sprautu hjá dr. Theodore Cooper. rrrTiiiiTiiirf »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.