Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 18. júli 1976 Plilillillilill : • ■• ■ ■ ns .. . .; : • j Þetta eru vélarnar sem koma á markaöinn innan fárra ára. Efsta vélin er ætluð tii langflugs, sú í miðjunni er hugsuð fyrir meðallangt flug (7N7). Neðst er svo þriggja hreyfla 7X7. Allar eiga vél- arnar það sameiginlegt að vera mun hagkvæmari i rekstri en þær vélar sem eru i notkun i dag. * Farþegaflugvélar næsta dratugs NÝJU farþegavélarnar frá Boeing verksmiðjunum i Ame- riku, sem koma innan tiðar á markaðinn hafa þegar hlotið einkennisstafina 7xC7 og 7N7. Þetta eru vélar sem munu hafa minni eldsneytiseyðslu pr. farþega, minni hávaða, þægi- legri og stærri farþegarými, meira rúm fyrir vörur, og mun fullkomnari fjarskiptabúnað en tiðkast i dag. Þá þurfa þær ekki lengri flugbrautir, eins og margur vildi halda, þvert á móti, munu þær geta notað styttri flugbrautir en notaðar eru af vélum sömu stærðar i dag. 7X7gerðin er I rauninni stærri og endurbætt, en B-727 — 200 sem er i dag mest selda farþegavél heimsins. Þegar hefur verið selt af 727 um 1300 flugvélar. Við frekari saman- burð á þessum tveim vélum kemur m.a. i ljós að 7x7 hefur átta sæti yfir ganginn, en 727 hefur aðeins sex. Ilin nýja vél hefur rúm fyrir 198 farþega, og er knúin með þremur hreyflum. 1 athugunum sem Boeing verksmiðjurnar hafa gert þykir það fullsannað, að megin eftir- spurnin verður i vélum, sem geta borið á milli 135 og 200 farþega. Auk þess sem þær verða að hafa tiltölulega langt * flugþol. Hvorki Boeing né Douglas verksmiðjurnar fram- leiða vélar af þessum stæröar- flokkum i dag. Um er að ræða tvær tegundir af 7N7. önnur er gerð fyrir stuttar vegalengdir, en hin hefur mikið flugþol. Sú fyrri hefur tvo hreyfla, og er I aðal- dráttum lengd 737 flugvél, en með nýrri tegund vængja. Vélin er hugsuð fyrir 135 til 160 farþega. Hin vélin af 7N7 gerðinni er i grófum dráttum endurbætt út- gáfa af 707. Hún hefur fjóra hreyfla og 8000 km, flugþol. Farþegafjöldi getur verið á milli 175 til 200 farþegar. Fyrir flugfélögin skiptir ef til vill mestu máli að með tilkomu 7N7 verður reksturinn allt að 20% hagkvæmari, en rekstur sam- bærilegra tegunda sem eru á markaðinum i dag. Kostnaðurinn við þessar nýju vélar fráBoeingverksmiðjunum er sá, að þær eru byggðar á mikilli og góðri reynslu. Þannig hafa t.d. orðið tiltölulega fá slys á áðurgreindum tegundum. Þvi taka flugfélög og tryggingafé- lög tiltölulega litla áhættu, með að kaupa 7N7 eða 7Cc7, heldur en ef um algjörlega nýja tegund væri að ræða. (Þýtt og endursagt ASK) *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.