Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 18. júlí 1976 TÍMINN 37 Lesendur segja: Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Hvað bíður þín Bjarkarlundur? Láta um nærri aö fyrir tveim til þrem áratugum hafi sem næstannar hver höfuöstaðarbúi veriö fæddur i sveit og slitiö þar barnsskónum. Og meöan þetta fólk var önnum kafiö viö aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö, og koma undir sig fótunum á mölinni i henni Reykjavik, liföi heimaby ggöin, æskusveitin, áfram heitu blómlegu lifi i brjóstum þess — oftast sunnu- dagsklædd og sólu roöin. Á þessum timum uröu átt- hagafélögin til, runnu upp hvert af ööru eins og fiflar i túni, efldust og döfnuöu og störfuöu mörg hver af miklum eldmóöi, ekki einungis aö ýmiss konar félagslegu starfi til eflingar og viöhalds sam- bandi og kynningu milli félags- manna sjálfra innbyröis, heldur einnig og engu siöur beindist starf þeirra og áhugi aö þvi aö varöveita áfram frjó og lifandi tengslin viö gömlu ættarbyggö- ina, sem meöal annars kom fram I þvi aö fylgjast vel meö framvindu allra þeirra mála þar heima, sem til framfara gátu horft — og gjarnan veita þeim þá margs konar stuöning og fyrirgreiöslu bæöi I oröi og á boröi. Kom fyrir aö átthagafé- lag réöist I stórar og fjárfrekar framkvæmdir i heimasveitinni. Eru athafnir Baröstrendinga- félagsins þar um eitt augljós- asta- og kunnasta dæmiö. Fyrir um þaö bil þrjátlu árum hófst þaö handa, aö reisa sumargisti- skálann og veitingahúsiö Bjarkarlund I Reykhólasveit i Austur-Baröas trandarsýs lu, sem svo um langt árabil var kærkominn og hagkvæmur áningarstaöur langferöa- vögnum aö sunnan og vestan á hinni löngu og öröugu Vest- fjaröaleiö. Má telja Bjarkarlund meö fyrstu veitingastööum strjál- býlisins, þegar sleppt er einka- heimilum viö langleiöir og vegamót, sem af islenzkri gest- risni og alúö tóku aö sér aö hýsa og veita beina þreyttum feröa- löngum. A sjöttá og sjöunda ára- tugnum mátti heita, aö óslitinn straumur feröamanna fyllti hina stóru vagna Vestfjaröa- leiöa yfir sumarmánuöina. Þessu fólki kom þá oft vel aö fá stutta hvild og hressingu i Bjarkarlundi, eftir sjö til átta stunda hristing á ójöfnum og hlykkjóttum vegi. Þaö gefur llka auga leiö aö jafnframt þvi sem Bjarkar- lundur gegndi þarnamjög þörfu þjónustuhlutverki, var þaö um leiö ein styrkasta stoöin undir rekstragrundvelli hans, þótt ýmislegt fleira komi einnig þar tilgreina, svo sem tilkoma fleiri og færri dvalargesta. En, timarnir breytast og þó aldrei einshrattognú,svo segja má oft og einatt þaö óþarft á morgun sem var nauðsyn og þörf I gær. Með hverju ári san liöur breytast og batna vegir og farartadci, jafnframt þvi sem æ fleiri eignast sina eigin bila og fara sinar eigin götur og þurfa ekki á Vestfjaröaleiö aö halda, þótthún fariá fimm tlmum þaö sem hún áöur skreiö á átta stundum. Auk þess sem nú er hreint ekki svo nauðsynlegt aö silast eftir brautum á jöröu niöri, þar sem loftsins vegir standa öllum opnir. Þótt fuglinn fljugi hratt, er örin þó enn skjótari og hver er sá aö ekki vilji hann komast sem fljótast á áfangastaö? Er þaöekki fyrstogfremsthraöinn sem nú hefur gildi? Þetta hefúr þá eölilegu afleiö- ingu aö langleiöavagnar fara nú gjarnan hálfir, en ekki troönir eins og áöur, sinar landleiöir og margir gamlir viökomustaöir veröa þeim óþarfir eftir þvi sem vegir veröa fljótfarnari, og er ekki einmitt þannig komiö meö Bjarkarlund? Er hann ekki þegar oröinn, eöa aö veröa litt nauösynlegur, sem viökomu- staöur, miöaö viö þaö sem var, þótt hann standi viö áöur fjöl- farna þjóöleiö milli landshluta? En hvort mun þá ekki um leið bresta aöalrekstrargrund- völlurinn? Veröur vöxtur og viögangur Bjarkarlundar tryggöur, nema meö þvi aö renna nýjum stoöum undir tilveru hans? Og veröur þaö þá gert — og á hvern hátt — og þá hvenær? Verður beöiö eftir þvi aö dyrum Bjarkarlundar veröi lokaö og hrörnun og þögn eyöi- býlisins leggist yfir þessi myndarlegu salarkynni — eld- hús, stofur oggistiherbergi, auk margs annars? Vonandi ekki. Vonandi átta forráöamenn Bjarkarlundar sig I tæka tiö á hve þessi yndislegi staður viö litla vatnið i skjóli lyngskrýddra hæöa og birki- klæddra ása með Vaðalfjalla- hnúkana I baksýn er hvort tveggja fágætur og dýrmætur, staður sem vegna legu sinnar og feguröar viröist kjörinn til þess aö bjóöa hraöaþreyttum nú- timamanni þá hressingu og hvild sem hann meir en nokkru sinni þráir, og hefur þörf fyrir — og sem hann af ýmsum ástæðum ætti nú að eiga hægara um vik meö aö veita sér en áöur, meöal annars vegna aukinnar samgöngutækni. Þó má ekki gleymast aö henni til viöbótar þarf aö koma aukin umhverfisvernd og fegrun ásamt vaxandi umgengnis- menningu. En þetta tvennt eru þættir sem öllu fremur vikka og dýpka skilning fólks á þeirri mikilvægu blessun sem tengslin viö friösæla lifandi náttúru veita hverjum þeim sem þeirra fær notiö. Ingibjörg Þorgeirsdóttir r~---—------ ---------- HRINGIÐ í SÍMA 18300 MILLI KLUKKAN 13—15 — J Fylgist þú með undirbúningi forsetakosning- anna i Bandarikjunum? Þorsteinn Björnsson, prentari. Nei, hreint ekki, enda hið mesta kjaftæöi. Mér er nákvæmlega sama hver veröur forseti þar, þó þaðyrði Lisa i Undralandi. Erla Alfreösdóttir, skrifst.st. og húsmóöir: Ég fylgist nú ósköp litið með þeim, og ekki veit ég hver likleg- astur er til aö hreppa embættið. Liklega veröur Ford þó áfram. Margrét Hinriksdóttir, hjúkrunarnemi: Voðalega litið, en svolitið fylgist ég þó með þeim. Ég held að Ford sé liklegastur til að halda embættinu, en Carter hefur unnið á. Agúst Petersen listmálari: Jú, ég fylgist nú svolitið með þessu. Ég held að Ford verði ekki á- fram forseti, heldur taki Carter við. Mér er nokkurn veginn sama, en frekar Carters-sinni en hitt. Lilja Hjálinarsdóttir, afgreiðslustúlka: Voða litið. Ég veit ekki hver veröur forseti næst. en liklega verð- ur Ford þó áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.