Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 18. júli 1976 „Ég er að leita að mönnum sem eru vinir í raun" — segir Herbert Guðmundsson. Dfnamit hætti þar sem hluti úr hljóm sveitinni hélt til Svíþjóðar, til að freista gæfunnar ósamt nokkrum öðrum íslenzkum poppurum. „Viö vorum búnir ab ná okkur mjög vel á strik, þegar þeirákvábu ab fara. Þetta er ab sjálfsögbu mjög svekkj- andi, en þab þýbir ekkert ab vera ab ,svekkja sig á þessu, þvi þessi bransi er svona”, sagbi Herbert Gubmunds- son, söngvari I samtaii vib Nú-timann I vikunni, en hljómsveit hans Dinamit hætti skyndilega, þar sem liluti úr hljómsveitinni ákvab ab freista gæfunnar I Svíþjób. Þeir sem fóru til Sviþjóðar ór Dinamit voru þeir Ragnar Sigurðsson, gitarleikari og _ Ingvi Steinn Sigtryggsson ’ trommuleikari og hljóm- borðsleikari, en auk þeirra fór Erlendur Svavarsson, úr Pónik, Ingvar Areliusson bassaleikari og Janis Carol, söngkona. Þessi hópur mun ætla að komast inn á ein- hverja skemmtiklúbba i Sviþjóð og leika þar um ótil- greindan tima. — Það gera sér fáir grein fyrir þvi, hvað þaö er orðið ofboðslega dýrt aö reka hljómsveit hér á landi. Kaup hljóðfæraleikara hefur staö- ið i staö siðustu 5-6 árin miö- að viö verðbólguna, og þaö fá alltof margir bita af kökunni, áður en við fáum eitthvaö af henni. Tökum dæmi: Hljóm- sveit úr Reykjavik leikur i samkomuhúsi fyrir norðan. Auglýsingar I útvarpi eru á bilinu frá 15.000-30.000. Bila- kostnaður er aldrei undir 100.000, húsið sjálft tekur allt aö 62%, og ofan á þennan kostnaö bætizt siðan matur og gisting, þannig að launin fyrir eina slika ferð eru aldrei mikil, sagði Herbert. — Um þessar mundir eru fáir góðir hljóðfæraleikarar á lausu og þaö er satt, að mér hefur illa haldizt á mönnum, vegna þess að þeir hafa verið það sérstakir, að aðrar hljómsveitir hafa stolið þeim frá mér. Það var t.d. agalegt að missa Nikulás Róberts- son, þvi við vorum þá búnir að mæta i 2 1/2 viku daglega frá kl. 9 á morgnana til 7 á kvöldin, og vorum rétt tilbúnir að fara af stað, þegar Nikulás fór yfir I Paradis. En þetta er ekki 1 fyrsta skipti sem Pétur Kristjánsson eyðileggur fyrir mér. Aður hafði hann splundrað Astarkveðju með þvi aö fá Omar Ósk- arsson, Jón Olafsson og Asgeir óskarsson yfir i Pelican. Það var sorglegt þar sem hljómsveitin var orðin mj'óg góð, og t.d. má segja að Astarkveöja hafi mótað „Uppteknir” plötuna með Pelican, þvi við vorum búnir að æfa lög ómars og Jóns, sem komu á þeirri plötu. — Þaö hefur færzt mjög i vöxt, sagði Herbert, að menn stökkvi yfir úr einu i annað, og þaö er engu likara en að þetta sé einhver tizkubóla. Þannig er t.d. með Fress, sem var upprennandi hljóm- sveit, en allt i einu steyptust yfir hljómsveitina ýmsir hljóðfæraleikarar, sem tróðu sér inn I hana. — Ég ætla að einbeita mér að þvi að vinna aö sólóplötu á næstunni, og sennilega mun ég ekki verða i neinum hljómsveitarhugleiðingum i bili. Ég er að leita að mönn- um, sem eru vinir I raun, sem vilja standa saman gegnum súrt og sætt. Það er það sem vantar núna. — Ég hef samið allmikib ab undanförnu, og á plötunni veröa einkum lög eftir mig, en einnig nokkur eftir Nliclc Pollack — og textarnir verða allir á islenzku utan kannski einn eða tveir sem verða á ensku. A plötunni verður sennilega kántriblær, og ég stefni að þvi, að platan verði komin út fyrir næstu jól. Ég er enn ekki búinn að semja viö neinn útgefenda, en hef talað við Gunnar Þórbarson, og hann á eftir að heyra efnið áður en hann gefur svar. Mér finnst vera timi til kominn, að ég gefi út eina skifu, eins og allir hinir, eftir sjö ár I bransanum, sagði Herbert að lokum. Herbert Gubmundsson Þeir unnu mest ab gerb plötunnar t.d.v. Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórbarson og Mark Dodson. Nú- timamynd: Róbert ..BARNAPLATA VID HÆFI ALLRA ALDURSHÓPA Vísur úr Vísnabókinni í vönduoum og fáguðum búningi — Þetta er búið að vera mjög gaman og það hefur verið sérlega skemmtilegt að vinna að þessu verk- efni, sögðu þeir félagar Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson á fundi með poppfréttaritur- um dagblaðanna, er bókaútgáfan Iðunn efndi til fundar i tilefni af þvi, að nýlokið er gerð plötu með lögum úr hinni viðfrægu Visnabók. — Það hefur raunar verið draumur allt frá bernsku, að vinna eitthvað úr þessum gömlu góðu barnalögum, sagði Björgvin ennfremur. Visnabókina ætti að vera óþarfi að kynna, enda mun sú bók vera til á allflestum heimilum á landinu og þekkja jafnt ungir sem gamlir til laga hennar, en bókin kom fyrst út árið 1946 og hefur siðan verið prentuð i f jórum útgáfum. Að sögn útgefenda lætur nærri að 35 þús. eintök af bókinni hafi selzt fram til þessa dags. OKKUR poppfréttariturum gafst tækifæri til að hlýða á þessa plötu i vikunni og sannast sagna, þá kom hún skemmtilega ' á óvart, svo ekki sé sterkara að orði kveð- ið, þvl svo gjörólik er hún þeim barnaplötum, sem hafa verið gefnar út hér á landi. 1 raun og veru er varla hægt að tala um þessa plötu sem barna- plötu, þvi hún er ekki siður við hæfi íulloröinna en barna. I langan tima virðist það sjónar- mið hafa verið rikjandi hér á landi við gerð á barnaplötum, að „allt sé nógu gott I bölvaöa krakkana” en hér hefur veriö stefnt að þvi aö gera plötuna eins vel úr garði og kostur er, — og árangurinn lætur ekki á sér standa. Fyrir vikið höfðar platan til miklu stærri hóps en gengur og gerist um plötur ætlaðar börnum. Óhætt er að fullyrða að tónlist- arlega séð, er þessi plata nokkuð fyrir ofan meðallag samanborið við aðrar Islenzkar plötur. Þetta er rokktónlist i þeim skilningi sem unga fólkið leggur i orðiö rokk I dag, en þó þannig úr garöi gert að það ætti ekki að vera frá- hrindandi hvorki fyrir börn né þá sem ekki lengur teljast til ungu kynslóðarinnar. Frumsamin lög og gömul Vísurnar sem koma á þess- ari plötu (sem kennd veröur við Visnabókina) eru eftirtaldar: Komdu kisa min, Skugginn, Sofðu unga ástin min, Boggi sat i brunni, Krummavlsur, Bráðum kemur betri tið, Stóð ég úti i tunglsljósi, Stlllinn sem endaði aldrei, Hllöarendakot, Dagavis- ur, Kvölda tekur og Tumi fer á fætur. Gunnar Þóröarson samdi lögin viö „Skugginn, Bráðum kemur betri tið og Kvölda tekur, Björg- vin Halldórsson samdi ásamt Gunnari lagið við Komdu kisa min, Jóhann Helgason samdi lagiö við Dagavisur og Arnar Sigurbjörnsson við Boggi sat I brunni. Við aðrar visur eru notuð lög, sem þekktust voru, en I nýj- um útsetningum og hafa þeir Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson og Tómas Tómasson séð um það verk. Einkum unnin i London Allur hljóðfæraleikur á þessari hljómplötu var tekinn upp i Ram- port hljóðverkinu i Lundúnum af Mark nokkrum Dodson, sem siðan kom til Islands og lauk við upptöku plötunnar I Hljóðrita I Hafnarfirði — en Mark er kunnur „vélamaður” I Bretlandi og hefur starfað með ýmsum þekkt- um listamönnum I poppinu, þ.á.m. Keith Richard úr Rolling Stones, hljómsveitinni Who, Queen og Sumertramp. Mark hefur áður komið við sögu varðandi Islenzka popptónlist, þvi hann sá m.a. um hljóðblöndun á sólóplötu Gunnars Þórðarsonar og jólaplötu Hljómaútgáfunnar, einnig tók hann upp plötu Engil- berts Jensens. Að sögn útgefenda verður plat- an nú send utan og fullunnin og mun hún væntanlega koma á markaðinn eftir 1-2 mánuði. Um söhg á plötunni er það að segja að tveir nánir vinir og félagar, Björgvin Halldórsson og Helgi Halldórsson, sjá um hann allan, nema hvað hluti úr kór öldutúns- skóla syngur undir stjórn Egils Friðleifssonar I nokkrum lögum. Mörg og margvfsleg hljóðfæri Henry Spinetti lemur húðir á plötunni, Gunnar Þórðarson leik- ur á gitar, Tómas Tómasson á bassa, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson og Tómas Tómasson á ásláttarhljóðfæri, Strengjasveit Julian Gaillard leikur (að sjálfsögðu) á strengi, Mike Moran og Gunnar Þórðar- son á pianó, J.B. Cole á Fetil git- ar, Mike Moran á orgel, Gunnar Þórðarson á víbrafón. marimbu og klarinett, Björgvin Halldórs- son á klukkur, Gunnar Þórðarson á mandólin. Björgvin Halldórs- son á munnhörpu og gyöinga- hörpu, Mel Collins á alt-tenór og sópransaxafón, David i Snell á hörpu og Sigurður Markússon á fagott.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.